Tveir góðkunningjar flúðu lögregluna á hlaupahjóli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júlí 2024 15:33 Lögreglubílinn á grasinu við göngustíginn og góðkunningjarnir á rás eftir stígnum. Tveir góðkunningjar lögreglunnar voru handteknir síðdegis eftir að hafa flúið lögreglu á hlaupahjóli í vesturhluta Reykjavíkur. Lögregla ók lengi eftir mönnunum á grasi við göngustíg en þeir hvikuðu hvergi á ferð sinni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er um að ræða tvo karlmenn sem lögregla hefur endurtekið haft afskipti af í gegnum tíðina. Í þetta skipti barst lögreglu tilkynning um slagsmál en í ljós kom að mennirnir höfðu valdið tjóni á bíl á svæðinu. Unnar Már Ástþórsson aðalvarðstjóri útskýrir að mennirnir hafi við komu lögreglu á vettvang ákveðið að flýja af vettvangi. Sjónarvottur lýsir því að hafa séð lögreglumann hlaupandi á eftir mönnunum sem gripu hlaupahjól til að hraða flótta sínum. Eins og sjá má á myndbandinu sem fylgir fréttinni var eftirför lögreglu í lengri kantinum. Sjónarvottur tjáði Vísi að annar karlmannanna hefði verið með grímu og bakpoka. Unnar segir langa eftirför útskýrast af því að erfitt sé að beita sér harkalega gegn einstaklingum á opnu ökutæki á borð við hlaupahjól. Þeir hafi að lokum stöðvað för sína og gisti nú fangageymslur. Ekki í fyrsta skipti. Að neðan má sjá fleiri myndbönd af eftirför lögreglu á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár. Hér má sjá lögreglu fylgja eftir manni sem tók steypubíl ófrjálsri hendi í miðbæ Reykjavíkur árið 2020 og ók af stað. Hér fylgdi lögregla eftir ökumanni sem flúði eftir að hafa stungið af að lokinni áfengismælingu árið 2021. Þá fylgdi lögregla eftir ökumanni sama ár sem ók á flótta sínum á móti umferð í miðbæ Reykjavíkur. Mildi má telja að í ofantöldum tilfellum hafi enginn slasast alvarlega. Lögreglumál Reykjavík Seltjarnarnes Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er um að ræða tvo karlmenn sem lögregla hefur endurtekið haft afskipti af í gegnum tíðina. Í þetta skipti barst lögreglu tilkynning um slagsmál en í ljós kom að mennirnir höfðu valdið tjóni á bíl á svæðinu. Unnar Már Ástþórsson aðalvarðstjóri útskýrir að mennirnir hafi við komu lögreglu á vettvang ákveðið að flýja af vettvangi. Sjónarvottur lýsir því að hafa séð lögreglumann hlaupandi á eftir mönnunum sem gripu hlaupahjól til að hraða flótta sínum. Eins og sjá má á myndbandinu sem fylgir fréttinni var eftirför lögreglu í lengri kantinum. Sjónarvottur tjáði Vísi að annar karlmannanna hefði verið með grímu og bakpoka. Unnar segir langa eftirför útskýrast af því að erfitt sé að beita sér harkalega gegn einstaklingum á opnu ökutæki á borð við hlaupahjól. Þeir hafi að lokum stöðvað för sína og gisti nú fangageymslur. Ekki í fyrsta skipti. Að neðan má sjá fleiri myndbönd af eftirför lögreglu á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár. Hér má sjá lögreglu fylgja eftir manni sem tók steypubíl ófrjálsri hendi í miðbæ Reykjavíkur árið 2020 og ók af stað. Hér fylgdi lögregla eftir ökumanni sem flúði eftir að hafa stungið af að lokinni áfengismælingu árið 2021. Þá fylgdi lögregla eftir ökumanni sama ár sem ók á flótta sínum á móti umferð í miðbæ Reykjavíkur. Mildi má telja að í ofantöldum tilfellum hafi enginn slasast alvarlega.
Lögreglumál Reykjavík Seltjarnarnes Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira