Stærsta loftslagsráðstefna í heimi Það vakti athygli í fyrra þegar sendinefnd íslensks atvinnulífs sótti loftslagsráðstefnu Sameinuðuþjóðanna (COP28) í Dubai. Þátttaka viðskiptasendinefndar var skipulögð af Grænvangi í nánu samstarfi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og alls sóttu 16 fyrirtæki ráðstefnuna. En hvað hafa íslensk fyrirtæki að gera á þessum vettvangi? Skoðun 6. maí 2024 09:16
CRI hefur greitt upp allar skuldir og hraðar ráðningum á öllum sviðum Íslenska hátæknifyrirtækið CRI, sem framleiðir metanól úr koltvísýringi og vetni, segist vera í „einstakri stöðu“ samhliða því að félagið er að fara inn í vaxtarskeið en fyrirséð er að eftirspurn eftir grænu metanóli sem skipaeldsneyti muni aukast um milljónir tonna á komandi árum. Eftir að hafa klárað milljarða fjármögnun um mitt síðasta ár, leidd af norska orkurisanum Equinor, er CRI orðið skuldlaust og boðar núna miklar ráðningar á öllum sviðum starfseminnar. Innherji 5. maí 2024 11:51
Nýr „loftslagsvænn“ iðnaður - neikvæð áhrif á lífríki og fiskveiðar Síðastliðnar vikur hafa farið fram umræður milli ólíkra þjóða um leyfi og framkvæmd nýs iðnaðar sem á ensku hefur verið kallaður deep seabed mining. Ég kalla hann hér djúpsjávarnámuvinnslu en námugröftur á hafsbotni hefur líka verið notað um þennan iðnað. Skoðun 3. maí 2024 07:00
Yousaf segir af sér sem ráðherra og formaður Skoska þjóðarflokksins Humza Yousaf, fyrsti ráðherra Skotlands, hefur ákveðið að segja af sér. Yousaf átti yfir höfði sér vantraustsyfirlýsingu vegna ákvörðunar hans um að rjúfa samstarf Skoska þjóðarflokksins og Græningja. Erlent 29. apríl 2024 13:08
Vilja gera tilraunir með orkuframleiðslu í geimnum á Íslandi Fyrstu tilraunir með orkuframleiðslu í geimnum til nota á jörðu niðri gætu farið fram á Íslandi samkvæmt nýjum samstarfssamningi sem íslenska loftslagsfyrirtækið Transition Labs hefur gert við breska fyrirtækið Space Solar. Viðskipti innlent 29. apríl 2024 08:14
Áhugaverðir tímar kalla á áhugaverðan forseta Ég er hluti af framboðsherferð á Íslandi sem er að reyna að gera Snæfellsjökul að næsta forseta Íslands. Við erum teymi af umhverfisverndarsinnum, listamönnum, lögfræðingum, vísindamönnum, lögfræðingum og áhugasömum borgurum sem gera sér grein fyrir gríðarlegu mikilvægi þess að leiðtogar okkar setji réttindi náttúrunnar í forgang, sem er megin áhersla framboðsins. Skoðun 24. apríl 2024 12:31
Kristrún segir ríkisstjórnina vilja gefa auðlindir þjóðarinnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hjólaði í Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, nýjan matvælaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma nú rétt í þessu. Hún hélt því fram að frumvarp sem Bjarkey mælir fyrir á morgun gangi út á að gefa sjókvíaeldisfyrirtækjum firðina um aldur og ævi. Innlent 22. apríl 2024 15:39
Evrópa hlýnar hraðast heimsálfanna Hlýnun í Evrópu er um tvöfalt meiri en heimsmeðaltalið og heilsu íbúa álfunnar stafar vaxandi ógn af hitaálagi. Dauðsföllum af völdum hita hefur fjölgað um tæpan þriðjung á undanförnum tveimur áratugum. Erlent 22. apríl 2024 10:32
Afhverju ætlar Carbfix að flytja CO2 inn til landsins? Starfsfólk Carbfix er stundum spurt af hverju við ætlum að flytja CO2 inn til landsins til niðurdælingar og steinrenningar þegar næg er losunin hér heima. En þetta helst allt í hendur. Skoðun 22. apríl 2024 10:01
Afsalta sjó til drykkjar í þurrki í Barcelona Yfirvöld í Katalóníu á Spáni ætla að koma upp fljótandi afsöltunarstöð til þess að tryggja borgarbúum í Barcelona drykkjarvatn í langvarandi þurrki sem geisar þar. Borgin reiðir sig nú þegar á stærstu afsöltunarstöð Evrópu til þess að bæta upp fyrir minnkandi úrkomu. Erlent 18. apríl 2024 21:35
Kóralrif fölna á heimsvísu í fjórða skiptið á þremur áratugum Fjöldi kóralrifja víðsvegar í höfum jarðar fölnar nú vegna óvenjumikilla hlýinda. Sérfræðingar Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA) segja fjórða hnattræna fölnunaratburðinn á síðustu þremur áratugum í gangi. Erlent 17. apríl 2024 09:32
Eins og hálfs árs úrkoma á einum sólarhring í Dubai Gríðarlega mikil úrkoma hefur fallið í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í vikunni, sú mesta í 75 ár. Einn er látinn, 70 ára maður, í Ras Al-Khaimah. Erlent 17. apríl 2024 08:59
Loftslagsmál eru orkumál Það ríkir samhljómur hjá stjórnvöldum og atvinnulífi um nauðsyn þess að gera átak í grænni orkuöflun. Aldrei hefur verið brýnna að huga að þessum mikilvæga málaflokki því grænu umskiptin munu stórauka eftirspurn eftir endurnýjanlegri orku og innviðum í takt við þróun nýrra tæknilausna. Í þessu samhengi standa orkumál Íslands, sem og heimsins alls, á mikilvægum tímamótum. Skoðun 17. apríl 2024 08:31
Segir ummæli samráðherra um orkumál einföldun Formaður Vinstri grænna segist ósammála því að það eina sem þurfi til að ná árangri í loftslagsmálum sé aukin orkuöflun, í miklum mæli og helst án tafar. Þar sé um mikla einföldun að ræða. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafa nýlega sagt að virkja þurfi meira, strax. Innlent 15. apríl 2024 21:12
Orka, loftslag og náttúra Orðræðan í samfélaginu um orkumál hefur tekið breytingum á undanförnum misserum. Hún gengur sífellt meira út á að það eina sem þurfi til að ná árangri í loftslagsmálum sé aukin orkuöflun, í miklu mæli og helst án tafar. Þessu er ég ósammála enda um mikla einföldun að ræða. Loftslagsmál ná til mun fleiri þátta en orkuöflunar, auk þess sem taka þarf ríkt tillit til bæði faglegra sjónarmiða og náttúruverndar við alla orkuöflun. Skoðun 15. apríl 2024 20:00
Mannréttindadómstóllinn úrskurðar aðgerðaleysi í loftlagsmálum mannréttindabrot Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í dag að mannréttindi hafi verið brotin með aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Dæmdi dómstóllinn þar í vil 2400 eldri konum sem sameinuðust um að kæra Svissnesk stjórnvöld fyrir að stofna lífi eldri kvenna og annarra í viðkvæmri stöðu heilsufarslega í hættu, með því að hafa brugðist því hlutverki að grípa til brýnna aðgerða vegna loftlagsvandans. Skoðun 9. apríl 2024 22:07
Tímamót fyrir mannréttindi og loftslagsvána Mannréttindadómstóll Evrópu getur og mun taka afstöðu til mannréttindabrota sem leiða af loftslagsvánni. Það liggur fyrir eftir tíðindi dagsins, en þremur aðskildum, en keimlíkum málum, lauk í dag fyrir dómstólnum sem vörðuðu mannréttindi og loftslagsvána. Skoðun 9. apríl 2024 14:00
Aðgerðaleysi í loftslagsmálum talið mannréttindabrot Mannréttindadómstóll Evrópu telur að svissnesk stjórnvöld hafi brotið mannréttindi eldri kvenna með aðgerðaleysi sínu í loftslagsmálum. Tveimur öðrum áþekkum málum var aftur á móti vísað frá dómi. Erlent 9. apríl 2024 10:17
Hnattrænt hitamet slegið tíunda mánuðinn í röð Mánaðarhitamet var slegið á jörðinni í mars, tíunda mánuðinn í röð. Sumir vísindamenn óttast nú að hitinn taki ekki að lækka þrátt fyrir að veðurfyrirbrigðinu El niño sloti á næstu mánuðum. Erlent 9. apríl 2024 08:59
Leita að fólki sem vill leigja dótið sitt til ókunnugra Á vefsíðunni stoff.is, eða Stöff.is, er nú hægt að leigja út dótið sitt til ókunnugra. Síðan er nýkomin í loftið en þónokkuð af dóti er þegar komið inn. Til dæmis er hægt að leigja þar kajak, rafhjól, sous-vide tæki og allskonar tölvuleiki. Að síðunni standa þrír vinir sem kynntust í vinnu hjá Advania. Viðskipti innlent 7. apríl 2024 07:00
Handtekin í tvígang fyrir að mótmæla í Haag Loftslagsbaráttukonan Greta Thunberg var tvisvar sinnum handtekin af lögreglu á mótmælum sem hún stóð fyrir í Haag í Hollandi í dag. Erlent 6. apríl 2024 23:56
Kallað eftir Carbfix tækninni á alþjóðavísu Hlýnun jarðar er óumdeilanleg og hraði loftslagsbreytinga er fordæmalaus, hvort sem litið er til síðustu áratuga eða árþúsunda. Lofthjúpurinn hefur hlýnað, jöklar hafa hopað og jafnvel horfið, sjávarborð hefur hækkað og sjávarhiti hækkað, og öfgar í veðurfari aukist samhliða því að styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum hefur aukist. Skoðun 4. apríl 2024 16:01
Rekja meirihluta heimslosunar til 57 framleiðenda Innan við sextíu framleiðendur jarðefnaeldsneytis og steinsteypu eru sagðir bera ábyrgð á meginþorra losunar gróðurhúsalofttegunda í heiminum frá 2016. Ríkisrekin jarðefnaeldsneytisfyrirtæki eru þau umsvifamestu samkvæmt nýrri greiningu. Viðskipti erlent 4. apríl 2024 11:56
Ísland meðal örfárra ríkja sem standast viðmið WHO um loftgæði Ísland er eitt aðeins sjö ríkja sem standast viðmið Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar þegar kemur að loftgæðum. Hin ríkin eru Ástralía, Eistland, Finnland, Grenada, Máritíus og Nýja Sjáland. Erlent 19. mars 2024 06:36
Loftslagsstefna Íslands er í ógöngum Það hefur skort umræðu um hvaða áhrif og afleiðingar það hefur fyrir loftslagsstefnuna að Ísland er á allt öðrum stað en langflest önnur ríki hvað varðar hlutfall endurnýjanlegrar orku í orkubúskapnum. Á Íslandi er hlutfallið með því hæsta sem þekkist í heiminum. Loftslagsstefnan kostar íslenskt samfélag – einstaklinga, ríkissjóð og fyrirtæki – þegar háar fjárhæðir, svo nemur mörgum milljörðum á ári. Kostnaðurinn á að óbreyttu eftir að hækka mikið. Umræðan 18. mars 2024 08:50
Febrúar heitasti febrúarmánuður sögunnar Febrúar síðastliðinn var heitasti febrúar mánuður sögunnar og níundi mánuðurinn í röð þar sem fyrra hitamet fellur. Þá hefur yfirborð sjávar aldrei mælst heitara en það mældist í síðasta mánuði. Erlent 7. mars 2024 07:22
Landsvirkjun vonast til að hefja smíði tveggja virkjana á árinu Hagnaður af grunnrekstri Landsvirkjunar á síðasta ári nam 52 milljörðum króna og reyndist þetta besta rekstrarár fyrirtækisins frá stofnun þess árið 1965. Stjórn Landsvirkjunar leggur til að 20 milljarða króna arður verði greiddur til ríkisins. Viðskipti innlent 29. febrúar 2024 22:33
Þingeyingar sprengdu áður stíflu en vilja núna virkja Sú óvenjulega staða er komin upp í Þingeyjarsveit að mikill meirihluti íbúa í nærsamfélaginu vill fá svokallaða Einbúavirkjun í Skjálfandafljóti inn á aðalskipulag, virkjun sem sveitarstjórnin hafði hafnað. Innlent 27. febrúar 2024 22:22
Færeyingar fá núna raforku með virkjun sjávarstrauma Færeyingar eru byrjaðir að virkja sjávarföllin í samstarfi við sænskt þróunarfélag. Túrbína upp á 1,2 megavött er þegar komin í sjó og þykir reynslan það góð að farið er að undirbúa 200 megavatta raforkuframleiðslu úr sjávarstraumum við Færeyjar. Erlent 26. febrúar 2024 21:00
Salome til Transition Labs Salome Hallfreðsdóttir hefur gengið til liðs við loftslagsfyrirtækið Transition Labs og verður framkvæmdastjóri nýstofnaðs dótturfélags þess sem nefnist Röst sjávarrannsóknasetur ehf. Viðskipti innlent 26. febrúar 2024 09:55