Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Kjartan Kjartansson skrifar 2. júlí 2025 16:01 Woepke Hoekstra, loftslagsstjóri Evrópusambandsins, þegar hann kynnti áform framkvæmdastjórnarinnar um níutíu prósent samdrátt gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2040. Vísir/EPA Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagði til nýtt markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 90 prósent fyrir árið 2040 í dag. Umdeilt ákvæði um að ríki geti greitt fyrir kolefnisjöfnun í þróunarríkjum til þess að ná markmiðum sínum er í fyrsta skipti að finna í áætluninni. Hart hefur verið tekist á hvort að ríki ættu að fá að nota alþjóðlegar kolefnisjöfnunareiningar í stað þess að draga úr eigin losun til þess að standast samevrópskar skuldbindingar í loftslagsmálum. Þjóðverjar eru á meðal þeirra þjóða Evrópusambandsins sem höfðu farið fram á að fá að nota kolefnisjöfnunareiningar upp í loftslagsmarkmiðin. Framkvæmdastjórnin leggur þar til nú í fyrsta skipti í viðleitni til þess að auka líkurnar á að aðildarríkin fallist á nýja og metnaðarfyllra losunarmarkmiðið. Vaxandi andspyrna hefur verið við loftslagsaðgerðir ESB á meðal sumra aðildarríkjanna. ESB stefnir á kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina en núgildandi markmið snýst um að ná 55 prósent samdrætti fyrir árið 2030. Ísland og Noregur taka þátt í því sameiginlega markmiði. Umhverfisverndarsamtök eru foxill yfir því að leyfa eigi notkun alþjóðlegra kolefnisjöfnunareininga, að sögn breska blaðsins The Guardian. Vísindamenn hafa sömuleiðis gagnrýnt að erfitt sé að sannreyna árangur af þeirri kolefnisjöfnun og hætta sé á að ríki taki heiður af samdrætti í losun sem hefði átt sér stað án atbeina þeirra. Vísindaráðgjafarráð Evrópusambandsins sjálfs mælti gegn því að notkun kolefnisjöfnunareininga yrði leyfð. Það mælti einnig með að sambandið setti stefnuna á enn meiri samdrátt í losun, allt að 95 prósent fyrir árið 2040 borið saman við losun ársins 1990. Woepke Hoekstra, loftslagsstjóri ESB, sagðist sannfærður um að hægt verði að nota kolefnisjöfnunareininga á skynsamlegan hátt þar sem hægt sé að staðfesta árangur af þeim. Loftslagsmál Evrópusambandið Umhverfismál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira
Hart hefur verið tekist á hvort að ríki ættu að fá að nota alþjóðlegar kolefnisjöfnunareiningar í stað þess að draga úr eigin losun til þess að standast samevrópskar skuldbindingar í loftslagsmálum. Þjóðverjar eru á meðal þeirra þjóða Evrópusambandsins sem höfðu farið fram á að fá að nota kolefnisjöfnunareiningar upp í loftslagsmarkmiðin. Framkvæmdastjórnin leggur þar til nú í fyrsta skipti í viðleitni til þess að auka líkurnar á að aðildarríkin fallist á nýja og metnaðarfyllra losunarmarkmiðið. Vaxandi andspyrna hefur verið við loftslagsaðgerðir ESB á meðal sumra aðildarríkjanna. ESB stefnir á kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina en núgildandi markmið snýst um að ná 55 prósent samdrætti fyrir árið 2030. Ísland og Noregur taka þátt í því sameiginlega markmiði. Umhverfisverndarsamtök eru foxill yfir því að leyfa eigi notkun alþjóðlegra kolefnisjöfnunareininga, að sögn breska blaðsins The Guardian. Vísindamenn hafa sömuleiðis gagnrýnt að erfitt sé að sannreyna árangur af þeirri kolefnisjöfnun og hætta sé á að ríki taki heiður af samdrætti í losun sem hefði átt sér stað án atbeina þeirra. Vísindaráðgjafarráð Evrópusambandsins sjálfs mælti gegn því að notkun kolefnisjöfnunareininga yrði leyfð. Það mælti einnig með að sambandið setti stefnuna á enn meiri samdrátt í losun, allt að 95 prósent fyrir árið 2040 borið saman við losun ársins 1990. Woepke Hoekstra, loftslagsstjóri ESB, sagðist sannfærður um að hægt verði að nota kolefnisjöfnunareininga á skynsamlegan hátt þar sem hægt sé að staðfesta árangur af þeim.
Loftslagsmál Evrópusambandið Umhverfismál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira