Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2025 09:21 Moai-styttur á Ahu Tongariki á Páskaeyju. Sjórinn gæti náð þeim seinna á þessari öld vegna hækkandi yfirborðs sjávar. AP/Esteban Felix Öldur gætu náð alla leið að styttunum frægu á Páskaeyju fyrir árið 2080 vegna hækkandi yfirborðs sjávar sem er ein af afleiðingum loftslagsbreytinga af völdum manna. Stytturnar laða tugi þúsunda ferðamanna að eyjunni árlega en ferðaþjónusta er undirstöðuatvinnugrein þar. Svonefndu moai-stytturnar á Páskaeyju í Kyrrahafi voru reistar af eyjaskeggjum á milli 10. og 16. aldar. Þeim var ætlað að heiðra mikilvæga forfeður og höfðingja Rapa Nui-þjóðarinnar. Um 900 slíkar styttur eru á eyjunni sem er um 160 ferkílómetrar að flatarmáli. Nú segja vísindamenn að fimmtán styttur á Ahu Tongariki, stærsta minnisvarða eyjarinnar, gæti verið í hættu vegna sjávarfalla fyrir árið 2080. Svæðið er hluti af Rapa Nui-þjóðgarðinum sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Hugsanlega yrði hægt að verja stytturnar með því að reisa sjóvarnargarða eða jafnvel færa þær lengra upp á land. Noah Paoa, aðalhöfundur greinar um rannsóknina frá Háskólanum á Havaí, segist vonast til þess að niðurstöður sínar leiði til aðgerða áður en tjón verði á styttunum, „Það er best að horfa fram á við og grípa til fyrirbyggjandi aðgerða frekar en að bregðast við mögulegum hættum eftir á,“ segir Paoa sem er sjálfur frá Páskaeyju. Fimmtán styttur eru á Ahu Tongariki-minnisvarðanum, þeim stærsta á Páskaeyju. Í bakgrunni sést eldfjallið Rano Raraku.AP/Esteban Felix UNESCO segir að allt að fimmtíu aðrir staðir á heimsminjaskrá séu í hættu vegna sjávarflóða. Loftslagsbreytingar séu helsta ógnin við þá staði á skránni sem liggja við sjóinn. „Við Miðjarðarhaf og í Afríku verða þrír af hverjum fjórum stöðum á láglendi við sjó fyrir rofi og flóðum vegna hraðari hækkunar yfirborðs sjávar,“ segir talsmaður UNESCO við AP-fréttastofuna. Yfirborð sjávar fer hækkandi vegna hnattrænnar hlýnunar sem menn valda með stórfelldri losun á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Hækkunin er annars vegar tilkomin vegna þess að sjórinn þenst út eftir því sem hann hlýnar og hins vegar vegna bráðnunar landíss. Síle Loftslagsmál Hafið Jarðefnaeldsneyti Fornminjar Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Svonefndu moai-stytturnar á Páskaeyju í Kyrrahafi voru reistar af eyjaskeggjum á milli 10. og 16. aldar. Þeim var ætlað að heiðra mikilvæga forfeður og höfðingja Rapa Nui-þjóðarinnar. Um 900 slíkar styttur eru á eyjunni sem er um 160 ferkílómetrar að flatarmáli. Nú segja vísindamenn að fimmtán styttur á Ahu Tongariki, stærsta minnisvarða eyjarinnar, gæti verið í hættu vegna sjávarfalla fyrir árið 2080. Svæðið er hluti af Rapa Nui-þjóðgarðinum sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Hugsanlega yrði hægt að verja stytturnar með því að reisa sjóvarnargarða eða jafnvel færa þær lengra upp á land. Noah Paoa, aðalhöfundur greinar um rannsóknina frá Háskólanum á Havaí, segist vonast til þess að niðurstöður sínar leiði til aðgerða áður en tjón verði á styttunum, „Það er best að horfa fram á við og grípa til fyrirbyggjandi aðgerða frekar en að bregðast við mögulegum hættum eftir á,“ segir Paoa sem er sjálfur frá Páskaeyju. Fimmtán styttur eru á Ahu Tongariki-minnisvarðanum, þeim stærsta á Páskaeyju. Í bakgrunni sést eldfjallið Rano Raraku.AP/Esteban Felix UNESCO segir að allt að fimmtíu aðrir staðir á heimsminjaskrá séu í hættu vegna sjávarflóða. Loftslagsbreytingar séu helsta ógnin við þá staði á skránni sem liggja við sjóinn. „Við Miðjarðarhaf og í Afríku verða þrír af hverjum fjórum stöðum á láglendi við sjó fyrir rofi og flóðum vegna hraðari hækkunar yfirborðs sjávar,“ segir talsmaður UNESCO við AP-fréttastofuna. Yfirborð sjávar fer hækkandi vegna hnattrænnar hlýnunar sem menn valda með stórfelldri losun á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Hækkunin er annars vegar tilkomin vegna þess að sjórinn þenst út eftir því sem hann hlýnar og hins vegar vegna bráðnunar landíss.
Síle Loftslagsmál Hafið Jarðefnaeldsneyti Fornminjar Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira