Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Kristján Már Unnarsson skrifar 11. ágúst 2025 09:29 Úr Austurdal í Skagafirði neðan Skatastaða. Austari-Jökulsá verður að Héraðsvötnum. KMU Virkjanakostir í Héraðsvötnum í Skagafirði, þar á meðal 156 megavatta Skatastaðavirkjun, fara ekki í verndarflokk heldur í biðflokk rammaáætlunar. Þetta er samkvæmt tillögu sem Jóhann Páll Jóhannsson, ráðherra orku- og umhverfismála, hyggst leggja fyrir Alþingi í haust og hann kynnir núna í samráðsgátt stjórnvalda. Ennfremur leggur hann þar til að Urriðafossvirkjun í Þjórsá verði í nýtingarflokki en ekki í biðflokki. Ráðherrann leggur til þessar tvær breytingar frá niðurstöðu stjórnarmeirihlutans í umhverfis- og samgöngunefnd á síðasta þingi. Þingmálið snerist um flokkun fimm virkjanakosta í vatnsafli, sem komu til endurmats, en dagaði uppi í málþófi vorþingsins. Málið hafði áður hlotið gagnrýni úr mismunandi áttum en á ólíkum forsendum. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra.Vísir/Vilhelm Þannig varaði forstjóri Landsvirkjunar við því að Alþingi útilokaði Skatastaðavirkjun með því að setja Héraðsvötn í verndarflokk. Talsmaður Landverndar taldi á hinn bóginn skuggalegt að opnað yrði á Kjalölduveitu með því að setja hana í biðflokk í stað verndar. Þá sagði varaformaður Sjálfstæðisflokksins ríkisstjórnina ætla að stefna landinu í viðvarandi orkuskort. Benti hann á að með tillögu stjórnarmeirihlutans væri einungis ætlunin að hleypa 22 prósentum vatnsaflsins, sem komu til flokkunar, í nýtingarflokk. Tillaga ráðherrans núna ber með sér að komið er til móts við sjónarmið Landsvirkjunar um að virkjanakostir í Skagafirði verði ekki útilokaðir heldur skoðaðir betur í biðflokki. Jafnframt deilir ráðherrann áhyggjum um orkuskort: „Alvarlegt ójafnvægi hefur skapast milli framboðs og eftirspurnar á raforkumarkaði með tilheyrandi verðhækkunum. Að mati Landsnets eru meiri líkur en minni á raforkuskorti á næstu árum þar sem grípa þurfi til skömmtunar til heimila og fyrirtækja. Miklar tafir hafa orðið á stórum og hagkvæmum verkefnum og óvissa ríkir um marga virkjunarkosti vegna jarðhræringa,“ segir í greinargerð ráðherrans með tillögunni. Virkjun Urriðafoss í Þjórsá færi aftur í nýtingarflokk rammaáætlunar, samkvæmt tillögu ráðherra.vísir/vilhelm Jóhann Páll vísar í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Þar sé lögð áhersla á aukna orkuöflun í þágu orkuöryggis, orkuskipta og verðmætasköpunar um allt land. Þar komi jafnframt fram að stutt verði við líffræðilega fjölbreytni og ráðist í aðgerðir til verndar ósnortnum víðernum. Rammaáætlun gegni lykilhlutverki í að tryggja jafnvægi milli orkunýtingar og náttúruverndar. Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Landsvirkjun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skagafjörður Flóahreppur Tengdar fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir stefna í viðvarandi orkuskort í landinu. Umhverfis- og orkuráðherra boðar hins vegar að nýjum virkjanakostum verði bætt í nýtingarflokk á hverju ári. 8. júlí 2025 22:50 Varar við því að stórvirkjun í Skagafirði verði útilokuð Forstjóri Landsvirkjunar gagnrýnir þau áform stjórnarflokkanna að slá virkjanir í Skagafirði út af borðinu. Talsmaður Landverndar átelur hins vegar stjórnarliðið fyrir að opna á Kjalölduveitu. 26. júní 2025 22:02 Engar stórvirkjanir í Skagafirði en opið að fara í Kjalölduveitu Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi vill að Héraðsvötn í Skagafirði verði friðuð gagnvart virkjunum og fari í verndarflokk rammaáætlunar. Þá vill meirihlutinn halda þeim möguleika opnum að Kjalölduveita neðan Þjórsárvera verði leyfð. 23. júní 2025 22:26 Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur samþykkt kröfu landeigenda við Þjórsá um að framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar verði stöðvaðar. Landeigand fagnar niðurstöðunni en er ekki bartsýnn á framhaldið. Samkvæmt upplýsingum frá Lansvirkjun er úrskurðurinn til bráðabirgða og fyrirséð að virkjanaleyfi verði gefið út í ágúst. 31. júlí 2025 16:07 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Ráðherrann leggur til þessar tvær breytingar frá niðurstöðu stjórnarmeirihlutans í umhverfis- og samgöngunefnd á síðasta þingi. Þingmálið snerist um flokkun fimm virkjanakosta í vatnsafli, sem komu til endurmats, en dagaði uppi í málþófi vorþingsins. Málið hafði áður hlotið gagnrýni úr mismunandi áttum en á ólíkum forsendum. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra.Vísir/Vilhelm Þannig varaði forstjóri Landsvirkjunar við því að Alþingi útilokaði Skatastaðavirkjun með því að setja Héraðsvötn í verndarflokk. Talsmaður Landverndar taldi á hinn bóginn skuggalegt að opnað yrði á Kjalölduveitu með því að setja hana í biðflokk í stað verndar. Þá sagði varaformaður Sjálfstæðisflokksins ríkisstjórnina ætla að stefna landinu í viðvarandi orkuskort. Benti hann á að með tillögu stjórnarmeirihlutans væri einungis ætlunin að hleypa 22 prósentum vatnsaflsins, sem komu til flokkunar, í nýtingarflokk. Tillaga ráðherrans núna ber með sér að komið er til móts við sjónarmið Landsvirkjunar um að virkjanakostir í Skagafirði verði ekki útilokaðir heldur skoðaðir betur í biðflokki. Jafnframt deilir ráðherrann áhyggjum um orkuskort: „Alvarlegt ójafnvægi hefur skapast milli framboðs og eftirspurnar á raforkumarkaði með tilheyrandi verðhækkunum. Að mati Landsnets eru meiri líkur en minni á raforkuskorti á næstu árum þar sem grípa þurfi til skömmtunar til heimila og fyrirtækja. Miklar tafir hafa orðið á stórum og hagkvæmum verkefnum og óvissa ríkir um marga virkjunarkosti vegna jarðhræringa,“ segir í greinargerð ráðherrans með tillögunni. Virkjun Urriðafoss í Þjórsá færi aftur í nýtingarflokk rammaáætlunar, samkvæmt tillögu ráðherra.vísir/vilhelm Jóhann Páll vísar í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Þar sé lögð áhersla á aukna orkuöflun í þágu orkuöryggis, orkuskipta og verðmætasköpunar um allt land. Þar komi jafnframt fram að stutt verði við líffræðilega fjölbreytni og ráðist í aðgerðir til verndar ósnortnum víðernum. Rammaáætlun gegni lykilhlutverki í að tryggja jafnvægi milli orkunýtingar og náttúruverndar.
Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Landsvirkjun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skagafjörður Flóahreppur Tengdar fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir stefna í viðvarandi orkuskort í landinu. Umhverfis- og orkuráðherra boðar hins vegar að nýjum virkjanakostum verði bætt í nýtingarflokk á hverju ári. 8. júlí 2025 22:50 Varar við því að stórvirkjun í Skagafirði verði útilokuð Forstjóri Landsvirkjunar gagnrýnir þau áform stjórnarflokkanna að slá virkjanir í Skagafirði út af borðinu. Talsmaður Landverndar átelur hins vegar stjórnarliðið fyrir að opna á Kjalölduveitu. 26. júní 2025 22:02 Engar stórvirkjanir í Skagafirði en opið að fara í Kjalölduveitu Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi vill að Héraðsvötn í Skagafirði verði friðuð gagnvart virkjunum og fari í verndarflokk rammaáætlunar. Þá vill meirihlutinn halda þeim möguleika opnum að Kjalölduveita neðan Þjórsárvera verði leyfð. 23. júní 2025 22:26 Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur samþykkt kröfu landeigenda við Þjórsá um að framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar verði stöðvaðar. Landeigand fagnar niðurstöðunni en er ekki bartsýnn á framhaldið. Samkvæmt upplýsingum frá Lansvirkjun er úrskurðurinn til bráðabirgða og fyrirséð að virkjanaleyfi verði gefið út í ágúst. 31. júlí 2025 16:07 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir stefna í viðvarandi orkuskort í landinu. Umhverfis- og orkuráðherra boðar hins vegar að nýjum virkjanakostum verði bætt í nýtingarflokk á hverju ári. 8. júlí 2025 22:50
Varar við því að stórvirkjun í Skagafirði verði útilokuð Forstjóri Landsvirkjunar gagnrýnir þau áform stjórnarflokkanna að slá virkjanir í Skagafirði út af borðinu. Talsmaður Landverndar átelur hins vegar stjórnarliðið fyrir að opna á Kjalölduveitu. 26. júní 2025 22:02
Engar stórvirkjanir í Skagafirði en opið að fara í Kjalölduveitu Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi vill að Héraðsvötn í Skagafirði verði friðuð gagnvart virkjunum og fari í verndarflokk rammaáætlunar. Þá vill meirihlutinn halda þeim möguleika opnum að Kjalölduveita neðan Þjórsárvera verði leyfð. 23. júní 2025 22:26
Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur samþykkt kröfu landeigenda við Þjórsá um að framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar verði stöðvaðar. Landeigand fagnar niðurstöðunni en er ekki bartsýnn á framhaldið. Samkvæmt upplýsingum frá Lansvirkjun er úrskurðurinn til bráðabirgða og fyrirséð að virkjanaleyfi verði gefið út í ágúst. 31. júlí 2025 16:07
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?