Hertar aðgerðir í Danmörku vegna minkasmitsins Sóttvarnaaðgerðir hafa verið hertar verulega á Norður-Jótlandi í Danmörku vegna stökkbreytingar á kórónuveirunni sem fannst í minkum og menn hafa smitast af. Erlent 5. nóvember 2020 21:18
Breyta Anfield í skimunarstöð Enska knattspyrnufélagið Liverpool hefur í sameiningu við borgaryfirvöld í Liverpool að breyta heimavelli félagsins í skimunarstöð. Enski boltinn 5. nóvember 2020 20:20
Áhyggjur af því að brottfall úr framhaldsskólum verði mikið vegna vanlíðunar ungmenna Framkvæmdastjóri Bergsins, stuðnings- og ráðgjafaseturs, segir líðan ungmenna nú á tímum Covid mikið áhyggjuefni. Þriðja bylgja faraldursins hafi hrikaleg áhrif á ungt fólk og aðsókn í Bergið hafi stóraukist. Innlent 5. nóvember 2020 20:18
Minnst fjórðungur þjóðarinnar í áhættuhópi vegna Covid-19 Líftölfræðingur segir að um fjórðungur Íslensku þjóðarinnar teljist í áhættuhópi vegna Covid-19. Vandasamt sé að létta á takmörkunum og hvetja þá sem eru í áhættuhópi að fara varlega, en það gæti haft veruleg áhrif á samfélagið. Innlent 5. nóvember 2020 18:00
Nóvember 2020 Unglingurinn á heimilinu sest fyrir framan tölvuna sína klukkan átta að morgni og byrjar skóladaginn sinn. Skoðun 5. nóvember 2020 17:01
Ætla að skima fyrir veirunni í minkabúum landsins Matvælastofnun ætlar að hefja skimun fyrir kórónuveirunni á minkabúum landsins í ljósi smita af stökkbreyttu afbrigði veirunnar úr minkum í fólk í Danmörku. Innlent 5. nóvember 2020 16:43
Straumhvörf í umönnun sjúklinga á hjúkrunarheimilum sem fá Covid-19 Sérstök Covid-19 einangrunardeild fyrir íbúa sem smitast á hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum hefur verið opnuð á Eir í Grafarvogi. Þetta er fyrsta deild sinnar tegundar hér á landi og mun valda straumhvörfum í umönnun íbúa hjúkrunarheimila sem þurfa ekki á hátækniþjónustu að halda á Landspítala. Innlent 5. nóvember 2020 15:06
Segir viðbrögð danskra stjórnvalda vegna minkanna yfirdrifin Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda segir engin kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum, hvorki í dýrunum né fólki sem búunum tengjast. Innlent 5. nóvember 2020 14:00
„Við viljum bara að veitingastaðir lifi þetta ástand af“ Forsvarsmenn veitingastaðarins Duck and Rose settu af stað bylgju á meðal íslenskra veitingastaða í gær og það til að vekja athygli á stöðu þeirra á þessum erfiðu tímum. Viðskipti innlent 5. nóvember 2020 13:51
Stærsta lýðheilsumálið - allt íþróttastarf undir Að taka utan um börnin okkar og ungmenni á þessum tímum, að veita þeim skjól, áheyrn og stuðning til að koma þeim sem best í gegnum veirutímann er eitt af stóru verkefnum samfélagsins. Skoðun 5. nóvember 2020 13:31
Fimmtíu þungaðar konur greinst með Covid-19 hér á landi Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir á fæðingarþjónustu Landspítalans segir að um fimmtíu barnshafandi konur hafi greinst með Covid-19 hér á landi. Dæmi eru um að konurnar séu smitaðar í fæðingu. Innlent 5. nóvember 2020 13:14
Metfjöldi undirskrifta fyrir rannsókn á fjölmiðlaveldi Murdoch Fleiri en hálf milljón Ástrala hefur skrifað undir áskorun um að stjórnvöld komi á fót nefnd til að rannsaka meinta misnotkun fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch á markaðsráðandi stöðu sinni. Fyrrverandi forsætisráðherra úr röðum Verkamannaflokksins hóf undirskriftasöfnunina. Erlent 5. nóvember 2020 13:10
Einn til viðbótar smitaður í Hvassaleiti Einn íbúi greindist með Covid-19 í skimun hjá 50 íbúum Hvassaleitis 56-58 í fyrradag. Ráðist var í skimunina eftir að átta einstaklingar, sex íbúar og tveir starfsmenn, smituðust í hópsýkingu í húsinu. Innlent 5. nóvember 2020 13:07
Hvers vegna óskaði Viðreisn eftir umræðum um sóttvarnaraðgerðir í þinginu? Ekkert mál er stærra sem stendur en heimsfaraldurinn. Þingflokkur Viðreisnar óskaði fyrir helgi eftir því að heilbrigðisráðherra gefi þinginu hálfsmánaðarlega skýrslu um sóttvarnaraðgerðir, forsendur þeirra og sviðsmyndir. Upp á þetta hefur vantað. Skoðun 5. nóvember 2020 13:01
Hvetja almenning til að ferðast innanhúss um helgina Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hvetja almenning til þess að vera heima um komandi helgi og ferðast innanhúss. Innlent 5. nóvember 2020 11:38
Átjánda andlátið vegna Covid-19 hér á landi Sjúklingur á tíræðisaldri lést á Landspítalanum síðasta sólarhring vegna Covid-19. Innlent 5. nóvember 2020 11:11
25 greindust innanlands í gær 25 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Áttatíu prósent þeirra sem greindust voru í sóttkví. Innlent 5. nóvember 2020 10:53
Svona var 132. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Innlent 5. nóvember 2020 10:12
Löfven kominn í sóttkví Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, er kominn í sóttkví eftir að manneskja, sem hann hafði verið í samskiptum við, hafi greinst með Covid-19. Erlent 5. nóvember 2020 09:57
Fleiri en hundrað þúsund greindust með Covid-19 í Bandaríkjunum í gær Kórónuveirufaraldurinn heldur áfram í Bandaríkjunum eins og annars staðar þrátt fyrir spennu í stjórnmálalífinu og í gær féll enn eitt metið, einmitt í Bandaríkjunum, þar sem hundrað þúsund smitaðir einstaklingar greindust á einum degi. Erlent 5. nóvember 2020 07:28
Allir minkar í Danmörku aflífaðir vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru Allir minkar í Danmörku, hátt í sautján milljónir talsins, skulu aflífaðir eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru, sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. Erlent 4. nóvember 2020 18:32
Einboðið að bólusetning gegn kórónuveirunni verði gjaldfrjáls Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir einboðið að bólusetning gegn kórónuveirunni verði gjaldfrjáls þegar af henni verður. Innlent 4. nóvember 2020 17:06
Covid-19 smit á sambýli fyrir konur með heilabilun Einn starfsmaður og einn íbúi á Foldabæ, sem er sambýli fyrir konur með heilabilun, hafa greinst með Covid-19. Sjö starfsmenn velferðarsviðs og allir íbúar heimilisins eru í sóttkví. Innlent 4. nóvember 2020 14:42
Hringja í skjólstæðinga í auknum mæli til að draga úr smithættu Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) hefur tilkynnt breytt fyrirkomulag á þjónustu heilsugæslunnar á Akureyri og verður í auknum mæli hringt í skjólstæðinga og athugað hvort mögulegt sé að leysa erindin í gegnum síma. Innlent 4. nóvember 2020 14:23
Biden og Trump sýni að kennitalan skiptir engu máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, beindi orðum sínum til eldri borgara á upplýsingafundi Embætti landlæknis og Almannavarna í dag. Hún sagði haustið hafa verið erfitt en eldri borgarar þessa lands væru þrautseigir og myndu tímana tvenna. Innlent 4. nóvember 2020 14:14
Óvænt vörukynning á upplýsingafundi almannavarna Þórunn Sveinbjörnsdóttir dró óvænt úr pússi sínu tvær fernur af Næringu + frá MS og mælti með þeim næringarríka próteindrykk. Viðskipti innlent 4. nóvember 2020 13:33
Um 5% þjóðarinnar gætu verið með mótefni eftir bylgjuna Búast má við að um fimm prósent þjóðarinnar verði með mótefni gegn kórónuveirunni eftir þessa bylgju að sögn Más Kristjánssonar, yfirlækni smitsjúkdóma á Landspítalanum. Innlent 4. nóvember 2020 12:37
Foreldrar þurfi að passa sig á að verða ekki leiðinlegir Anna Steinsen, fyrirlesari, var gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins ásamt Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Landssambands eldri borgara. Innlent 4. nóvember 2020 12:04
Alls greindust 29 með kórónuveiruna innanlands í gær Alls greindust 29 með kórónuveiruna innanlands í gær. Um 72 prósent þeirra sem greindust voru í sóttkví. Innlent 4. nóvember 2020 10:51
Útgöngubann að nóttu tekur gildi á Ítalíu á morgun Fólki alls staðar á Ítalíu verður meinað að yfirgefa heimili sín milli klukkan 22 á kvöldin og til klukkan fimm á morgnana næstu vikurnar. Erlent 4. nóvember 2020 10:17
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent