Telur ekki óábyrgt að halda Kringlukast þrátt fyrir harðar samkomutakmarkanir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. nóvember 2020 12:16 Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Vísir Kringlukast fer nú fram með tilheyrandi afsláttum í verslunarmiðstöðinni. Harðar samkomutakmarkanir eru í gildi og er fólki ekki ráðlagt að hópast saman. Umræða hefur verið um útsöluna á samfélagsmiðlum vegna þessa. @kringlaniceland hvernig dettur ykkur í hug að hafa kringlukast á meðan 10 manna samkomubann er í gildi og fólk er beðið um að vera ekki að fara út í margmenni? álíka mikið að gera í dag og á venjulegum laugardegi fyrir covid. þetta er fáránleg ákvörðun og græðgi.— Snædís Lilja (@snaedislilja) November 7, 2020 Framkvæmdastjóri Kringlunnar telur ekki óábyrgt að halda Kringlukast þegar hertar samkomutakmarkanir eru í gildi. „Ekki með þessum aðgerðum sem við höfum gert til þess að stuðla að því að fólk þurfi ekki að koma í hús þá tel ég að við séum að sýna ábyrga hegðun.“ „Við vorum vel meðvituð um þá áskorun sem felst í því að halda Kringlukast á þessum tímum. Þess vegna lögðum við mikla áherslu á að fólk þyrfti ekki að koma í hús til að versla við okkur,“ sagði Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Kinglan. Áhersla var lögð á söluvefinn auk þess sem boðið er upp á ókeypis heimsendingu. „Allar sóttvarnir, gímuskylda og annað sem hefur verið innleitt í Kringluna bæði að okkar eigin frumkvæði og svo gestanna sjálfra sem hefur sýnt okkur að við höfum ekki orðið fyrir sérstökum árekstrum í kringum þetta,“ sagði Sigurjón. Engar sérstakar áhyggjur af jólaverslun Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segist ekki hafa miklar áhyggjur af jólaverslun. „Ég hef alltaf áhyggjur þegar fólk er að hópast saman og gæta sín ekki. Hópamyndun er uppspretta þess að smit fari á stað aftur en ég hef engar sérstakar áhyggjur af jólaverslun eins og staðan er núna. Þetta er eitthvað sem við skoðum í framhaldinu,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Sigurjón segir aðsókn í hús ekki hafa tekið miklum breytingum frá hefðbundnum dögum. „Kannski einhver 10-15% aukning í aðsókn frá hefðbundnum dögum þannig áherslan og álagið hefur fyrst og fremst verið í gegum netið og útkeyrsluna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kringlan Verslun Samkomubann á Íslandi Reykjavík Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Sjá meira
Kringlukast fer nú fram með tilheyrandi afsláttum í verslunarmiðstöðinni. Harðar samkomutakmarkanir eru í gildi og er fólki ekki ráðlagt að hópast saman. Umræða hefur verið um útsöluna á samfélagsmiðlum vegna þessa. @kringlaniceland hvernig dettur ykkur í hug að hafa kringlukast á meðan 10 manna samkomubann er í gildi og fólk er beðið um að vera ekki að fara út í margmenni? álíka mikið að gera í dag og á venjulegum laugardegi fyrir covid. þetta er fáránleg ákvörðun og græðgi.— Snædís Lilja (@snaedislilja) November 7, 2020 Framkvæmdastjóri Kringlunnar telur ekki óábyrgt að halda Kringlukast þegar hertar samkomutakmarkanir eru í gildi. „Ekki með þessum aðgerðum sem við höfum gert til þess að stuðla að því að fólk þurfi ekki að koma í hús þá tel ég að við séum að sýna ábyrga hegðun.“ „Við vorum vel meðvituð um þá áskorun sem felst í því að halda Kringlukast á þessum tímum. Þess vegna lögðum við mikla áherslu á að fólk þyrfti ekki að koma í hús til að versla við okkur,“ sagði Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Kinglan. Áhersla var lögð á söluvefinn auk þess sem boðið er upp á ókeypis heimsendingu. „Allar sóttvarnir, gímuskylda og annað sem hefur verið innleitt í Kringluna bæði að okkar eigin frumkvæði og svo gestanna sjálfra sem hefur sýnt okkur að við höfum ekki orðið fyrir sérstökum árekstrum í kringum þetta,“ sagði Sigurjón. Engar sérstakar áhyggjur af jólaverslun Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segist ekki hafa miklar áhyggjur af jólaverslun. „Ég hef alltaf áhyggjur þegar fólk er að hópast saman og gæta sín ekki. Hópamyndun er uppspretta þess að smit fari á stað aftur en ég hef engar sérstakar áhyggjur af jólaverslun eins og staðan er núna. Þetta er eitthvað sem við skoðum í framhaldinu,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Sigurjón segir aðsókn í hús ekki hafa tekið miklum breytingum frá hefðbundnum dögum. „Kannski einhver 10-15% aukning í aðsókn frá hefðbundnum dögum þannig áherslan og álagið hefur fyrst og fremst verið í gegum netið og útkeyrsluna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kringlan Verslun Samkomubann á Íslandi Reykjavík Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Sjá meira