Álag á lögreglumenn aukist mikið í faraldrinum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. nóvember 2020 18:49 Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Álag á lögreglumenn hefur aukist mikið í kórónuveirufaraldrinum og sumir þeirra hafa þurft að fara allt að fjórum sinnum í sóttkví eftir afskipti af fólki sem virðir ekki sóttvarnarreglur. Alls hafa 115 lögreglumenn farið í sóttkví og 23 í einangrun frá því í mars og sumir hafa þurft að fara oftar en einu sinni. „Það er auðvitað áhyggjuefni fyrir lögreglumann sem er að fara út í þessi verkefni að þurfa að hafa áhyggjur af því hvort viðkomandi sé í sóttkví, eða að brjóta einangrun,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Miklar ráðstafanir séu gerðar, allt hólfað niður og lögreglumenn í sérstökum hlífðarfatnaði. „Það er auðvitað íþyngjandi. Þetta er flókið. Það er til dæmis vont að eiga neikvæð samskipti í þessum hlífðarbúnaði vegna þess að hann er ekki byggður fyrir átök og erfiðar handtökur og þetta eru allt hlutir sem við höfum, sem lögreglumenn hafa þurft að leysa.“ Álagið hafi einnig aukist. „Svo eru náttúrlega líka mörg af þessumverkefnum sem koma þar sem talið er að ferðamenn eða fólk sem er að koma til landsins virði ekki sóttkví. Það hringir alltaf einhverjum bjöllum þegar fólk vill ekki fara í skimun og segist ætla að virða sóttkví. Það hringir ákveðnum bjöllum hjá okkur vegna þess að það er oft þannig að það fólk ætlar ekki að virða sóttkví.“ Þá séu jaðarsettir hópar áhyggjuefni. Jaðarsettu hóparnir sem voru ekki í fyrstu bylgjunni þeir duttu inn núna í þessari bylgju þrjú. Við höfum verið að vinna með Rauða krossinum og Landspítala og fleirum með þann hóp og gengur bara vel.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Álag á lögreglumenn hefur aukist mikið í kórónuveirufaraldrinum og sumir þeirra hafa þurft að fara allt að fjórum sinnum í sóttkví eftir afskipti af fólki sem virðir ekki sóttvarnarreglur. Alls hafa 115 lögreglumenn farið í sóttkví og 23 í einangrun frá því í mars og sumir hafa þurft að fara oftar en einu sinni. „Það er auðvitað áhyggjuefni fyrir lögreglumann sem er að fara út í þessi verkefni að þurfa að hafa áhyggjur af því hvort viðkomandi sé í sóttkví, eða að brjóta einangrun,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Miklar ráðstafanir séu gerðar, allt hólfað niður og lögreglumenn í sérstökum hlífðarfatnaði. „Það er auðvitað íþyngjandi. Þetta er flókið. Það er til dæmis vont að eiga neikvæð samskipti í þessum hlífðarbúnaði vegna þess að hann er ekki byggður fyrir átök og erfiðar handtökur og þetta eru allt hlutir sem við höfum, sem lögreglumenn hafa þurft að leysa.“ Álagið hafi einnig aukist. „Svo eru náttúrlega líka mörg af þessumverkefnum sem koma þar sem talið er að ferðamenn eða fólk sem er að koma til landsins virði ekki sóttkví. Það hringir alltaf einhverjum bjöllum þegar fólk vill ekki fara í skimun og segist ætla að virða sóttkví. Það hringir ákveðnum bjöllum hjá okkur vegna þess að það er oft þannig að það fólk ætlar ekki að virða sóttkví.“ Þá séu jaðarsettir hópar áhyggjuefni. Jaðarsettu hóparnir sem voru ekki í fyrstu bylgjunni þeir duttu inn núna í þessari bylgju þrjú. Við höfum verið að vinna með Rauða krossinum og Landspítala og fleirum með þann hóp og gengur bara vel.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira