Arnór Ingvi ekki með gegn Ungverjum eftir allt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2020 10:43 Arnór Ingvi Traustason í umspilsleiknum gegn Rúmeníu í síðasta mánuði. vísir/vilhelm Arnór Ingvi Traustason verður eftir allt ekki með íslenska landsliðinu í fótbolta í leiknum mikilvæga gegn Ungverjalandi á fimmtudaginn. Sæti á Evrópumótinu á næsta ári er undir. Samherji Arnórs Ingva hjá Malmö, Anders Christiansen, greindist með kórónuveiruna eftir leik liðsins gegn Sirius í gær. Malmö vann leikinn, 4-0, og tryggði sér þar með sænska meistaratitilinn. Hlutirnir hafa gerst hratt í dag. Fyrst var greint frá því að Arnór Ingvi væri kominn í sóttkví og svo að hann væri á leið til Augsburg í Þýskalandi þar sem íslenska liðið æfir fyrir leikinn gegn Ungverjalandi. Nú er hins vegar ljóst að Arnór Ingvi missir af leiknum gegn Ungverjum. Er þetta gert „til að gæta fyllstu varúðar í sóttvörnum íslenska liðsins fyrir þennan mikilvæga leik,“ eins og það er orðað í tilkynningu frá KSÍ. Hlutirnir gerast hratt á Covid-tímum. Ákveðið hefur verið að Arnór Ingvi Traustason verði ekki með A landsliði karla í umspilsleiknum við Ungverjaland á fimmtudag. Ákvörðunin er tekin til að gæta fyllstu varúðar í sóttvörnum íslenska liðsins fyrir þennan mikilvæga leik. pic.twitter.com/yjjbcLepfr— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 9, 2020 Ekki verður kallað á annan leikmann inn í íslenska hópinn í stað Arnórs Ingva. Eins og staðan er núna eru því 23 leikmenn í íslenska hópnum. Arnór Ingvi var í byrjunarliði Íslands í 2-1 sigrinum á Rúmeníu í EM-umspilinu í síðasta mánuði. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sænski boltinn Tengdar fréttir Arnór til móts við landsliðið í dag þrátt fyrir smit liðsfélaga Þrátt fyrir að hafa spilað leik í gær með Anders Christiansen, sem svo reyndist smitaður af kórónuveirunni, ferðast Arnór Ingvi Traustason til Þýskalands í dag til móts við íslenska landsliðið. 9. nóvember 2020 09:32 Arnór kominn í sóttkví eftir að fyrirliðinn hans fékk kórónuveiruna Mikil óvissa er um hvort landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason geti tekið þátt í leiknum mikilvæga á móti Ungverjum á fimmtudaginn eftir að liðsfélagi hans greindist með kórónuveiruna í gærkvöldi. 9. nóvember 2020 08:01 Arnór Ingvi sænskur meistari og Alfons skrefi nær norsku gulli Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö eru sænskir meistarar eftir 4-0 sigur á Sirius í dag. Malmö er með tíu stiga forystu er þrjár umferðir eru eftir af deildinni. 8. nóvember 2020 19:01 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira
Arnór Ingvi Traustason verður eftir allt ekki með íslenska landsliðinu í fótbolta í leiknum mikilvæga gegn Ungverjalandi á fimmtudaginn. Sæti á Evrópumótinu á næsta ári er undir. Samherji Arnórs Ingva hjá Malmö, Anders Christiansen, greindist með kórónuveiruna eftir leik liðsins gegn Sirius í gær. Malmö vann leikinn, 4-0, og tryggði sér þar með sænska meistaratitilinn. Hlutirnir hafa gerst hratt í dag. Fyrst var greint frá því að Arnór Ingvi væri kominn í sóttkví og svo að hann væri á leið til Augsburg í Þýskalandi þar sem íslenska liðið æfir fyrir leikinn gegn Ungverjalandi. Nú er hins vegar ljóst að Arnór Ingvi missir af leiknum gegn Ungverjum. Er þetta gert „til að gæta fyllstu varúðar í sóttvörnum íslenska liðsins fyrir þennan mikilvæga leik,“ eins og það er orðað í tilkynningu frá KSÍ. Hlutirnir gerast hratt á Covid-tímum. Ákveðið hefur verið að Arnór Ingvi Traustason verði ekki með A landsliði karla í umspilsleiknum við Ungverjaland á fimmtudag. Ákvörðunin er tekin til að gæta fyllstu varúðar í sóttvörnum íslenska liðsins fyrir þennan mikilvæga leik. pic.twitter.com/yjjbcLepfr— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 9, 2020 Ekki verður kallað á annan leikmann inn í íslenska hópinn í stað Arnórs Ingva. Eins og staðan er núna eru því 23 leikmenn í íslenska hópnum. Arnór Ingvi var í byrjunarliði Íslands í 2-1 sigrinum á Rúmeníu í EM-umspilinu í síðasta mánuði. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sænski boltinn Tengdar fréttir Arnór til móts við landsliðið í dag þrátt fyrir smit liðsfélaga Þrátt fyrir að hafa spilað leik í gær með Anders Christiansen, sem svo reyndist smitaður af kórónuveirunni, ferðast Arnór Ingvi Traustason til Þýskalands í dag til móts við íslenska landsliðið. 9. nóvember 2020 09:32 Arnór kominn í sóttkví eftir að fyrirliðinn hans fékk kórónuveiruna Mikil óvissa er um hvort landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason geti tekið þátt í leiknum mikilvæga á móti Ungverjum á fimmtudaginn eftir að liðsfélagi hans greindist með kórónuveiruna í gærkvöldi. 9. nóvember 2020 08:01 Arnór Ingvi sænskur meistari og Alfons skrefi nær norsku gulli Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö eru sænskir meistarar eftir 4-0 sigur á Sirius í dag. Malmö er með tíu stiga forystu er þrjár umferðir eru eftir af deildinni. 8. nóvember 2020 19:01 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira
Arnór til móts við landsliðið í dag þrátt fyrir smit liðsfélaga Þrátt fyrir að hafa spilað leik í gær með Anders Christiansen, sem svo reyndist smitaður af kórónuveirunni, ferðast Arnór Ingvi Traustason til Þýskalands í dag til móts við íslenska landsliðið. 9. nóvember 2020 09:32
Arnór kominn í sóttkví eftir að fyrirliðinn hans fékk kórónuveiruna Mikil óvissa er um hvort landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason geti tekið þátt í leiknum mikilvæga á móti Ungverjum á fimmtudaginn eftir að liðsfélagi hans greindist með kórónuveiruna í gærkvöldi. 9. nóvember 2020 08:01
Arnór Ingvi sænskur meistari og Alfons skrefi nær norsku gulli Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö eru sænskir meistarar eftir 4-0 sigur á Sirius í dag. Malmö er með tíu stiga forystu er þrjár umferðir eru eftir af deildinni. 8. nóvember 2020 19:01