Opnað á staðnám í framhaldsskóla með nýrri reglugerð Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi á tímum gerir það að mörkum að mögulegt verður að bjóða upp á staðnám í öllum framhaldsskólum, einnig skólum með áfangakerfi. Innlent 21. desember 2020 17:26
Heimila notkun á bóluefni Pfizer í Evrópu Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu ákvað á fundi sínum í dag að heimila notkun á bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech gegn kórónuveirunni. Nefndin mælir með því að bóluefnið fái skilyrt markaðsleyfi í Evrópu. Erlent 21. desember 2020 14:26
Nýsmituð tengjast vinahópum Þau sem hafa verið að greinast með kórónuveiruna síðustu daga tengjast vinahópum, að sögn landlæknis. Vísbendingar eru um að faraldurinn sé á uppleið. Vel má vera að þegar búið er að bólusetja mestu áhættuhópa verði hægt að slaka á sóttvarnaaðgerðum. Innlent 21. desember 2020 14:20
„Bitur reynsla sem að fjölmargir þekkja“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn var kominn á sinn stað á upplýsingafund Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis í morgun. Víðir hafði staðið vaktina í langflestum fundum ársins þar til hann greindist með Covid-19 í nóvember. Fundurinn í dag var sá 148. í röðinni. Innlent 21. desember 2020 13:32
Þjóðverjar eflaust ekki allir kátir með „jólagjöfina“ Íslensk stjórnvöld telja sig hafa tryggt bóluefni fyrir alla þjóðina og sjá fyrir sér að hægt verði að bólusetja meginhluta þjóðarinnar á næstu mánuðum. Þá telja stjórnvöld að hagsmunum Íslendinga sé betur borgið í samstarfi við hið fjölmenna Evrópusamband. Einnig hefði verið nær ómögulegt að sjá það fyrir í vor að Pfizer ætti eftir að taka forystuna í bóluefnakapphlaupinu. Innlent 21. desember 2020 13:32
Danska þingið samþykkir bann við minkarækt út næsta ár Meirihluti danska þingsins samþykkti í morgun frumvarp sem felur í sér bann við alla minkarækt í landinu út næsta ár. Erlent 21. desember 2020 12:39
Friðarsúlan mun loga næstu mánuði „í ljósi aðstæðna“ Ákvörðun hefur verið tekin um að Friðarsúlan i Viðey muni loga næstu mánuði „í ljósi aðstæðna í heiminum“. Innlent 21. desember 2020 11:32
Fullvissaði Katrínu um aðgengi Íslands að bóluefni í „góðu símtali“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti símafund með Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um bóluefni gegn kórónuveirunni í morgun. Von der Leyen lýsti fundinum sem farsælum á Twitter í morgun og kvaðst hafa fullvissað forsætisráðherra að Ísland fengi bóluefni fyrir 27. desember. Innlent 21. desember 2020 11:20
Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fimm þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir ekki. Innlent 21. desember 2020 10:53
Bloomberg uppfærir Íslandstölur í bóluefnaúttekt Fréttaveitan Bloomberg hefur uppfært tölur fyrir Ísland í úttekt sinni um hversu mikið bóluefni fyrir kórónuveirunni ríki heims hafa tryggt sér. Ísland er nú sagt hafa tryggt sér bóluefni fyrir 61 prósent íbúa, sem er þó öllu minna en heilbrigðisráðuneytið gaf út í gær í kjölfar úttektarinnar. Innlent 21. desember 2020 10:31
Telur ekki ástæðu til að grípa til harðari aðgerða á landamærum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur ekki ástæðu á þessu stigi til þess að grípa til harðari aðgerða á landamærum hér þrátt fyrir nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem greinst hefur í Bretlandi og virðist vera meira smitandi en önnur afbrigði. Innlent 21. desember 2020 10:24
Svona var 148. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11:03 í dag. Alma D. Möller landlæknir fer yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er sem kunnugt er í sóttkví. Innlent 21. desember 2020 10:17
Sex greindust með smit í Ilulissat Sex greindust með kórónuveiruna í Ilulissat á Grænlandi í gær. Flestir þeirra sem greindust komu með flugi frá Danmörku og greindust í seinni landamæraskimun. Allir eru sagðir hafa virt sóttkví og segir landlæknir Grænlands takmarkaða hættu á frekari útbreiðslu. Erlent 21. desember 2020 08:23
Ræða hvernig skuli taka á nýju afbrigði veirunnar Fulltrúar aðildarríkja Evrópusambandsins munu ræða það síðar í dag hvernig taka skuli á hinu nýja afbrigði kórónuveirunnar sem grasserar nú í Bretlandi. Erlent 21. desember 2020 07:55
Munu grafa upp milljónir minkahræja vegna mengunarhættu Milljónir minkahræja verða grafin upp í Danmörku á næsta ári til að koma í veg fyrir mengun. Danska ríkisstjórnin greindi frá þessu í gær en vinna hefst í maí á næsta ári þegar hætta á kórónuveirusmiti vegna minkanna er talin liðin hjá. Erlent 21. desember 2020 07:33
Bóluefni Pfizer gæti fengið markaðsleyfi í Evrópu á morgun Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu mun á morgun, mánudag, koma saman til þess að afgreiða umsókn lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni þeirra við Covid-19. Erlent 20. desember 2020 23:31
Svíar og Frakkar loka á Bretland Svíþjóð og Frakkland hafa bæst í hóp þeirra Evrópuríkja sem hafa sett takmörk á eða bannað alfarið samgöngur frá Bretlandi vegna nýs afbrigðis kórónuveiru sem dreifst hefur um Bretland, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. Erlent 20. desember 2020 19:54
Segja bóluefni fyrir 87 prósent þjóðarinnar tryggt Íslensk stjórnvöld hafa þegar tryggt bóluefni sem dugir fyrir 87% þjóðarinnar í gegnum samstarf Evrópuþjóða með samningum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Innlent 20. desember 2020 18:44
„Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. Innlent 20. desember 2020 18:24
Rúmlega tvö hundruð í sóttkví fyrir jól eftir smit í skóla Rétt tæplega tvö hundruð börn og fjörutíu starfsmenn úr tveimur skólum í Reykjanesbæ eru í sóttkví eftir að covid-19 smit kom upp á báðum skólum. Þeir sem eru í sóttkví fara ekki í skimun fyrr en á aðfanga- og jóladag. Innlent 20. desember 2020 17:28
Fauci bólusetti jólasveininn Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna í kórónuveirufaraldrinum, sló á áhyggjur barna um að kórónuveirufaraldurinn gæti sett strik í reikninginn hvað varðar komu jólasveinsins. Sagðist hann hafa farið til Norðurpólsins og bólusett jólasveininn sjálfur. Lífið 20. desember 2020 14:17
Banna flug frá Bretlandi vegna nýja afbrigðisins Nokkur Evrópulönd hafa gripið til þeirra ráða að banna samgöngur frá Bretlandi og hefur flugi til að mynda verið aflýst. Er þetta gert vegna þess nýja afbrigðis kórónuveirunnar sem hefur fundist í Bretlandi og er talið vera sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði. Erlent 20. desember 2020 13:30
Vísbendingar um að faraldurinn gæti verið á uppleið Ákveðnar vísbendingar eru um að faraldurinn gæti verið á uppleið hér á landi að sögn sóttvarnalæknis sem segir veiruna úti í samfélaginu. Innlent 20. desember 2020 12:21
Þrettán greindust innanlands í gær Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru átta í sóttkví við greiningu. Fimm voru utan sóttkvíar. Öll greindust í einkennasýnatöku. Innlent 20. desember 2020 11:01
WHO í samskiptum við Breta vegna nýja afbrigðisins Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) fylgist grannt með stöðu mála í Bretlandi vegna nýja afbrigðisins af kórónuveirunni sem hefur náð töluverðri dreifingu í Lundúnaborg og suðausturhluta Bretlands. Stofnunin er í nánum samskiptum við yfirvöld og verið er að rannsaka afbrigðið. Erlent 20. desember 2020 08:42
Þingkona sýndi frá bólusetningu á Instagram Þingmönnum öldunga- og fulltrúadeildar Bandaríkjaþings var boðið í bólusetningu á föstudagskvöld. Bandaríska þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez var á meðal þeirra sem þáði bólusetninguna, en bólusetning þingmanna var þáttur í því að tryggja áframhaldandi starfsemi þingsins. Erlent 20. desember 2020 07:58
Réðst á starfsmann sem fór fram á grímunotkun Einn var handtekinn í verslun í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi fyrir að ráðast á starfsmann. Starfsmaðurinn hafði beðið viðkomandi um að nota grímu inni í versluninni. Innlent 20. desember 2020 07:16
Gögn frá Facebook: Höfuðborgarbúar meira á ferðinni í desember Með auknum umsvifum og hreyfingu fólks aukast líkur á dreifingu SARS-CoV-2, segja vísindamennirnir sem standa að baki spálíkaninu um líklega þróun Covid-19 faraldursins á Íslandi. Innlent 19. desember 2020 23:21
„Núna kom í fyrsta skipti tímabil þar sem maður náði andanum“ Þórður Jörundsson byrjaði ungur í hljómsveitum og ætlaði alltaf að verða tónlistarmaður. Hann vann við það samhliða öðru í rúmlega tíu ár með hljómsveitinni Retro Stefson. Hönnunin heillaði þó og nú er hann með vöru til sölu í verslun bróður síns Jör. Tíska og hönnun 19. desember 2020 20:00
Nýja afbrigðið mögulega 70% meira smitandi Nýtt afbrigði Covid-19 sem hefur náð töluverðri dreifingu í Lundúnum og suðausturhluta Bretlands er talið vera allt að 70% meira smitandi en önnur afbrigði. Enn sem komið bendir ekkert til þess að það valdi alvarlegri sjúkdóm eða sé banvænna. Erlent 19. desember 2020 19:15