Danska þjóðkirkjan leggur til að jólamessu verði aflýst Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. desember 2020 23:55 Kirkja heilags Knúts í Óðinsvéum. EPA/Mikkel Berg Pedersen Danska þjóðkirkjan hvatti til þess fyrr í kvöld, kvöldið fyrir aðfangadag, að öllum jólaguðsþjónustum fram til 3. janúar verði aflýst. Þetta þýðir að þjóðkirkjan mælist til þess að engar jólamessur fari fram á aðfangadag. Joy Mogensen, menningarmálaráðherra Danmerkur, styður þau tilmæli biskupsumdæma landsins, sem þjóðkirkjan tekur undir, um að rétt sé að aflýsa jólamessum. „Við teljum það ekki lengur vera forsvaranlegt,“ segir Marianne Gaarden, biskup í Lolland-Falster biskupsdæmi við TV 2 en hún fundaði í kvöld með öðrum biskupum landsins. Félög prófasta og presta auk landssambands sóknarráða styðja ákvörðunina og mæla með því að guðsþjónusta verði felld niður til 3. janúar, sem er sami dagur og tímabundnar ráðstafanir sem gripið var til fyrir jólin vegna kórónuveirufaraldursins, eiga að óbreyttu að renna úr gildi. Skömmu áður en gerð var grein fyrir tilmælunum um að aflýsa skyldi öllum jólamessum höfðu heilbrigðisyfirvöld gefið út strangar leiðbeiningar um skilyrði sem þyrfti að uppfylla til að halda mætti guðsþjónustu nú á tímum heimsfaraldurs. Nú mæla yfirvöld meðal annars með því að guðsþjónusta vari að hámarki í 30 mínútur og að enginn söngur fari fram að því er segir í tilkynningu á heimasíðu kirkjumálaráðuneytisins. Þetta eru að sögn Marianne Gaarden tilmæli sem erfitt er að fylgja. „Þess vegna leggjum við til að allri jólaguðsþjónustu verði aflýst. Við metum það sem svo að nú sé of seint að gera breytingar á öllu skipulagi guðsþjónustu,“ segir hún. Hún telur að leiðbeiningar ráðuneytisins hafi borist allt of seint til að unnt sé að bregðast við og því sé ekki forsvaranlegt að halda messur. „Það er með sorg í hjarta sem við mælum með þessu, vegna þess að við viljum dreifa ljósi á þessum dimmu tímum. En nú er mælikvarðinn hvað varðar leiðbeiningar svo hár að við erum hrædd um að við náum ekki að uppfylla þau skilyrði sem eru sett,“ segir Gaarden. Trúmál Jól Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
„Við teljum það ekki lengur vera forsvaranlegt,“ segir Marianne Gaarden, biskup í Lolland-Falster biskupsdæmi við TV 2 en hún fundaði í kvöld með öðrum biskupum landsins. Félög prófasta og presta auk landssambands sóknarráða styðja ákvörðunina og mæla með því að guðsþjónusta verði felld niður til 3. janúar, sem er sami dagur og tímabundnar ráðstafanir sem gripið var til fyrir jólin vegna kórónuveirufaraldursins, eiga að óbreyttu að renna úr gildi. Skömmu áður en gerð var grein fyrir tilmælunum um að aflýsa skyldi öllum jólamessum höfðu heilbrigðisyfirvöld gefið út strangar leiðbeiningar um skilyrði sem þyrfti að uppfylla til að halda mætti guðsþjónustu nú á tímum heimsfaraldurs. Nú mæla yfirvöld meðal annars með því að guðsþjónusta vari að hámarki í 30 mínútur og að enginn söngur fari fram að því er segir í tilkynningu á heimasíðu kirkjumálaráðuneytisins. Þetta eru að sögn Marianne Gaarden tilmæli sem erfitt er að fylgja. „Þess vegna leggjum við til að allri jólaguðsþjónustu verði aflýst. Við metum það sem svo að nú sé of seint að gera breytingar á öllu skipulagi guðsþjónustu,“ segir hún. Hún telur að leiðbeiningar ráðuneytisins hafi borist allt of seint til að unnt sé að bregðast við og því sé ekki forsvaranlegt að halda messur. „Það er með sorg í hjarta sem við mælum með þessu, vegna þess að við viljum dreifa ljósi á þessum dimmu tímum. En nú er mælikvarðinn hvað varðar leiðbeiningar svo hár að við erum hrædd um að við náum ekki að uppfylla þau skilyrði sem eru sett,“ segir Gaarden.
Trúmál Jól Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira