Enn eitt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum: Hefur stökkbreyst meira Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. desember 2020 15:41 Heilbrigðisráðherrann sagði málið áhyggjuefni þar sem nýja afbrigðið virtist dreifa sér hraðar og hafa stökkbreyst meira en önnur afbrigði SARS-CoV-2. epa/Will Oliver Tvö tilfelli nýs afbrigðis SARS-CoV-2 frá Suður-Afríku hafa greinst í Bretlandi. Heilbrigðisráðherra landsins hefur biðlað til þeirra sem hafa ferðast frá Suður-Afríku til Bretlands á síðustu tveimur vikum um að einangra sig. Matt Hancock sagðist á blaðamannafundi í dag hafa verulegar áhyggjur af þróun mála þar sem afbrigðið virtist meira smitandi og að það hefði stökkbreyst meira en önnur afbrigði. Lokað hefur verið fyrir komur frá Suður-Afríku og unnið er að smitrakningu og einangrun þeirra sem hafa átt í samskiptum við einstaklingana sem hafa greinst í Bretlandi. Hancock sagði um að ræða tímabundnar ráðstafanir þar til frekari rannsóknarniðustöður lægju fyrir. Um er að ræða annað nýja afbrigðið sem greinist á Bretlandseyjum á síðustu vikum en stjórnvöld hafa þegar gripið til hertra sóttvarnaaðgerða vegna afbrigðis sem uppgötvaðist á dögunum. Það hefur verið kallað B117. Það er sömuleiðis sagt vera meira smitandi en sérfræðingar segja ekkert benda til þess að það sé hættulegra eða ónæmt fyrir bóluefnum. Sama stökkbreytingin á B117 og suðurafríska afbrigðinu? Það hefur löngum verið vitað að allar veirur stökkbreytast og afbrigðið sem hefur haldið heimsbyggðinni í heljargreipum síðasta árið hefur verið að stökkbreytast einu sinni til tvisvar sinnum á mánuði, samkvæmt NPR. B117 virðist hins vegar búa yfir sautján stökkbreytingum og átta þeirra eru á svokölluðum bindiprótínum en það eru þau sem bindast frumum mannslíkamans. NPR segir eina stökkbreytinguna sérstaklega varhugaverða þar sem hún virðist binda veiruna „fastar“ við frumur líkamans. Þessi sama stökkbreyting hefur fundist í afbrigði sem breiðir nú hratt úr sér í Suður-Afríku, segir NPR, en ekki er ljóst hvort umrætt afbrigði er það sama og nú hefur greinst í Bretlandi. Fyrir þá sem vilja kynna sér málið frekar kallast stökkbreytingin N510Y. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Nýtt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands. 15. desember 2020 06:59 Nýja afbrigðið mögulega 70% meira smitandi Nýtt afbrigði Covid-19 sem hefur náð töluverðri dreifingu í Lundúnum og suðausturhluta Bretlands er talið vera allt að 70% meira smitandi en önnur afbrigði. Enn sem komið bendir ekkert til þess að það valdi alvarlegri sjúkdóm eða sé banvænna. 19. desember 2020 19:15 Ekkert bendi til að nýja breska veiran sé ónæm fyrir bóluefninu Heilbrigðisráðherra Bretlands greindi frá því í dag að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi fundist í landinu. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir ekkert benda til þess að nýja breska veiran sleppi fram hjá bóluefninu sem hefur verið þróað. 15. desember 2020 17:44 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent Fleiri fréttir Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Sjá meira
Matt Hancock sagðist á blaðamannafundi í dag hafa verulegar áhyggjur af þróun mála þar sem afbrigðið virtist meira smitandi og að það hefði stökkbreyst meira en önnur afbrigði. Lokað hefur verið fyrir komur frá Suður-Afríku og unnið er að smitrakningu og einangrun þeirra sem hafa átt í samskiptum við einstaklingana sem hafa greinst í Bretlandi. Hancock sagði um að ræða tímabundnar ráðstafanir þar til frekari rannsóknarniðustöður lægju fyrir. Um er að ræða annað nýja afbrigðið sem greinist á Bretlandseyjum á síðustu vikum en stjórnvöld hafa þegar gripið til hertra sóttvarnaaðgerða vegna afbrigðis sem uppgötvaðist á dögunum. Það hefur verið kallað B117. Það er sömuleiðis sagt vera meira smitandi en sérfræðingar segja ekkert benda til þess að það sé hættulegra eða ónæmt fyrir bóluefnum. Sama stökkbreytingin á B117 og suðurafríska afbrigðinu? Það hefur löngum verið vitað að allar veirur stökkbreytast og afbrigðið sem hefur haldið heimsbyggðinni í heljargreipum síðasta árið hefur verið að stökkbreytast einu sinni til tvisvar sinnum á mánuði, samkvæmt NPR. B117 virðist hins vegar búa yfir sautján stökkbreytingum og átta þeirra eru á svokölluðum bindiprótínum en það eru þau sem bindast frumum mannslíkamans. NPR segir eina stökkbreytinguna sérstaklega varhugaverða þar sem hún virðist binda veiruna „fastar“ við frumur líkamans. Þessi sama stökkbreyting hefur fundist í afbrigði sem breiðir nú hratt úr sér í Suður-Afríku, segir NPR, en ekki er ljóst hvort umrætt afbrigði er það sama og nú hefur greinst í Bretlandi. Fyrir þá sem vilja kynna sér málið frekar kallast stökkbreytingin N510Y.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Nýtt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands. 15. desember 2020 06:59 Nýja afbrigðið mögulega 70% meira smitandi Nýtt afbrigði Covid-19 sem hefur náð töluverðri dreifingu í Lundúnum og suðausturhluta Bretlands er talið vera allt að 70% meira smitandi en önnur afbrigði. Enn sem komið bendir ekkert til þess að það valdi alvarlegri sjúkdóm eða sé banvænna. 19. desember 2020 19:15 Ekkert bendi til að nýja breska veiran sé ónæm fyrir bóluefninu Heilbrigðisráðherra Bretlands greindi frá því í dag að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi fundist í landinu. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir ekkert benda til þess að nýja breska veiran sleppi fram hjá bóluefninu sem hefur verið þróað. 15. desember 2020 17:44 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent Fleiri fréttir Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Sjá meira
Nýtt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands. 15. desember 2020 06:59
Nýja afbrigðið mögulega 70% meira smitandi Nýtt afbrigði Covid-19 sem hefur náð töluverðri dreifingu í Lundúnum og suðausturhluta Bretlands er talið vera allt að 70% meira smitandi en önnur afbrigði. Enn sem komið bendir ekkert til þess að það valdi alvarlegri sjúkdóm eða sé banvænna. 19. desember 2020 19:15
Ekkert bendi til að nýja breska veiran sé ónæm fyrir bóluefninu Heilbrigðisráðherra Bretlands greindi frá því í dag að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi fundist í landinu. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir ekkert benda til þess að nýja breska veiran sleppi fram hjá bóluefninu sem hefur verið þróað. 15. desember 2020 17:44