Bólusett á hjúkrunarheimilum og á sjúkrastofnunum í næstu viku Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. desember 2020 18:59 Stjórnvöld skrifuðu í dag undir þriðja bóluefnasamninginn við Jansen. Til stendur að undirrita samning við Moderna 31. desember. mynd/vísir Fimm þúsund manns verða líklega bólusettir á spítölum og hjúkrunarheimilum víða um land á einum til tveimur dögum í næstu viku. Stjórnvöld hafa samið við þrjá framleiðendur um bóluefni sem dugar allri þjóðinni og rúmlega það. Lyfjastofnun veitti bóluefni Pfizer/BioNTech markaðsleyfi seint í gærkvöldi og fulltrúar Distica, sem sér um að dreifa bóluefninu hér á landi, sækja fyrstu sendinguna á Keflavíkurflugvöll á mánudaginn. Það fer ekki mikið fyrir bóluefninu en fimm þúsund skammtar rúmast fyrir í kassa sem er um fjörtíu sentimetrar á breidd og lengd en fimmtíu sentimetrar á hæð. Tveir slíkir kassar koma til landsins í fyrstu þegar von er á tíu þúsund skömmtum fyrir fimm þúsund manns. Bóluefnið verður flutt í þurrís í hitastýrðum bílum í nýjan frysti hjá Distica í Garðabæ þar sem það verður geymt við áttatíu stiga frost. Helmingurinn verður geymdur í þrjár vikur sem þurfa að líða á milli bólusetninga. Frystirinn sem er á stærð við stóran ísskáp rúmar tugþúsundir skammta. Hægt er að geyma bóluefni við áttatíu stiga frost í þessum frysti sem var keyptur sérstaklega fyrir bóluefnið. Hann kostar um fjórar milljónir króna.vísir/Einar „Við erum bara mjög ánægð með að þetta hafi tekist í tæka tíð vegna þess að allur heimurinn fór af stað að leita að frystiskápum sem geta kælt við mínus áttatíu,“ segir Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri Distica. „Það er mikið í húfi þannig við erum að vanda okkur mjög. Þessi frystir er einn sá öflugasti og hann er með varaaflstöð. Þannig ef rafmagnið fer tekur hún við.“ Bólusetningar á hjúkrunarheimilum og sjúkrastofnunum Á þriðjudag á að hefja bólusetningu og bóluefni fer í alla landshluta að sögn Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Fyrsta bóluefninu verður skipt á milli heilbrigðisstarfsfólks og íbúa á hjúkrunarheimilum í fyrstu forgangshópum og verða þau bólusett á spítölum og á heimilum samkvæmt upplýsingum frá heilsugæslunni. „Við vitum að framlínufólk í heilbrigðisþjónustu eru rúmlega þúsund manns og íbúar á öldrunarheimilum eru um þrjú til fjögur þúsund einstaklingar. Skiptingin er nokkurn veginn þannig,“ segir Þórólfur. Hann telur mögulega hægt að bólusetja hópinn á einum til tveimur dögum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm „Þetta eru ánægjuleg tímamót og ég held að við eigum öll að gleðjast yfir því að nú sé þetta að byrja. Auðvitað vildum við fá sem mest af bóluefni sem fyrst. En staðan er bara þannig að við þurfum að búa við áæltun fyrirtækisins um dreifingu sem er bara eins í öllum Evrópulöndum miðað við höfðatölu,“ segir Þórólfur. Fram í mars er vikulega von á um þrjú þúsund skömmtum af Pfizer-bóluefninu og Júlía segir að mörgu að huga þegar bóluefnið verður flutt á milli landshluta. „Það er allra veðra von í janúar, febrúar og mars þegar dreifingin er um landið. Þannig við erum að undirbúa okkur fyrir það ef það verður ófært vegna þess að það þarf að bólusetja tvisvar með ákveðnu millibili og þá verður skammturinn að ná á áfangastað,“ segir hún. Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri Distica. Stjórnvöld undirrituðu í dag þriðja samninginn af sex sem eru í burðarliðnum við Janssen um kaup á bóluefni fyrir 235 þúsund manns. Markaðsleyfi fæst þó sennilega ekki fyrir efninu fyrr en í febrúar og dreifing er áætluð næsta sumar. Auk þess hefur verið skrifað undir samninga við Pfeizer/BioNTech og Astra Zeneca. Þá stendur til að skrifa undir samning við Moderna þann 31. desember. Dreifing á þeim er áætluð í janúar eða febrúar. Tíu þúsund skammtar fyrir fimm þúsund manns af bóluefni Pfizer koma til landsins á mánudag.Getty Algengustu aukaverkanir vægar Lyfjastofnun hefur birt upplýsingar um bóluefni Pfizer. Þar segir að bóluefnið sé ætlað fólki yfir 16 ára aldri og er það gefið tvisvar með minnst 21 dags millibili. Því er sprautað í vöðva, yfirleitt á upphandlegg. Enn er ekki vitað hversu lengi vörnin varir. Fylgst verður með þeim sem bólusettir voru í rannsókninni í tvö ár til að safna frekari upplýsingum um endingu. Algengustu aukaverkanir sem fram komu í meginrannsókninni voru venjulega vægar eða miðlungsmiklar og gengu til baka fáum dögum eftir bólusetningu. Þeirra á meðal voru verkur og bólga á stungustað, þreyta, höfuðverkur, vöðvaverkir, liðverkir, kuldahrollur og hiti. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Eldri borgarar Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira
Lyfjastofnun veitti bóluefni Pfizer/BioNTech markaðsleyfi seint í gærkvöldi og fulltrúar Distica, sem sér um að dreifa bóluefninu hér á landi, sækja fyrstu sendinguna á Keflavíkurflugvöll á mánudaginn. Það fer ekki mikið fyrir bóluefninu en fimm þúsund skammtar rúmast fyrir í kassa sem er um fjörtíu sentimetrar á breidd og lengd en fimmtíu sentimetrar á hæð. Tveir slíkir kassar koma til landsins í fyrstu þegar von er á tíu þúsund skömmtum fyrir fimm þúsund manns. Bóluefnið verður flutt í þurrís í hitastýrðum bílum í nýjan frysti hjá Distica í Garðabæ þar sem það verður geymt við áttatíu stiga frost. Helmingurinn verður geymdur í þrjár vikur sem þurfa að líða á milli bólusetninga. Frystirinn sem er á stærð við stóran ísskáp rúmar tugþúsundir skammta. Hægt er að geyma bóluefni við áttatíu stiga frost í þessum frysti sem var keyptur sérstaklega fyrir bóluefnið. Hann kostar um fjórar milljónir króna.vísir/Einar „Við erum bara mjög ánægð með að þetta hafi tekist í tæka tíð vegna þess að allur heimurinn fór af stað að leita að frystiskápum sem geta kælt við mínus áttatíu,“ segir Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri Distica. „Það er mikið í húfi þannig við erum að vanda okkur mjög. Þessi frystir er einn sá öflugasti og hann er með varaaflstöð. Þannig ef rafmagnið fer tekur hún við.“ Bólusetningar á hjúkrunarheimilum og sjúkrastofnunum Á þriðjudag á að hefja bólusetningu og bóluefni fer í alla landshluta að sögn Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Fyrsta bóluefninu verður skipt á milli heilbrigðisstarfsfólks og íbúa á hjúkrunarheimilum í fyrstu forgangshópum og verða þau bólusett á spítölum og á heimilum samkvæmt upplýsingum frá heilsugæslunni. „Við vitum að framlínufólk í heilbrigðisþjónustu eru rúmlega þúsund manns og íbúar á öldrunarheimilum eru um þrjú til fjögur þúsund einstaklingar. Skiptingin er nokkurn veginn þannig,“ segir Þórólfur. Hann telur mögulega hægt að bólusetja hópinn á einum til tveimur dögum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm „Þetta eru ánægjuleg tímamót og ég held að við eigum öll að gleðjast yfir því að nú sé þetta að byrja. Auðvitað vildum við fá sem mest af bóluefni sem fyrst. En staðan er bara þannig að við þurfum að búa við áæltun fyrirtækisins um dreifingu sem er bara eins í öllum Evrópulöndum miðað við höfðatölu,“ segir Þórólfur. Fram í mars er vikulega von á um þrjú þúsund skömmtum af Pfizer-bóluefninu og Júlía segir að mörgu að huga þegar bóluefnið verður flutt á milli landshluta. „Það er allra veðra von í janúar, febrúar og mars þegar dreifingin er um landið. Þannig við erum að undirbúa okkur fyrir það ef það verður ófært vegna þess að það þarf að bólusetja tvisvar með ákveðnu millibili og þá verður skammturinn að ná á áfangastað,“ segir hún. Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri Distica. Stjórnvöld undirrituðu í dag þriðja samninginn af sex sem eru í burðarliðnum við Janssen um kaup á bóluefni fyrir 235 þúsund manns. Markaðsleyfi fæst þó sennilega ekki fyrir efninu fyrr en í febrúar og dreifing er áætluð næsta sumar. Auk þess hefur verið skrifað undir samninga við Pfeizer/BioNTech og Astra Zeneca. Þá stendur til að skrifa undir samning við Moderna þann 31. desember. Dreifing á þeim er áætluð í janúar eða febrúar. Tíu þúsund skammtar fyrir fimm þúsund manns af bóluefni Pfizer koma til landsins á mánudag.Getty Algengustu aukaverkanir vægar Lyfjastofnun hefur birt upplýsingar um bóluefni Pfizer. Þar segir að bóluefnið sé ætlað fólki yfir 16 ára aldri og er það gefið tvisvar með minnst 21 dags millibili. Því er sprautað í vöðva, yfirleitt á upphandlegg. Enn er ekki vitað hversu lengi vörnin varir. Fylgst verður með þeim sem bólusettir voru í rannsókninni í tvö ár til að safna frekari upplýsingum um endingu. Algengustu aukaverkanir sem fram komu í meginrannsókninni voru venjulega vægar eða miðlungsmiklar og gengu til baka fáum dögum eftir bólusetningu. Þeirra á meðal voru verkur og bólga á stungustað, þreyta, höfuðverkur, vöðvaverkir, liðverkir, kuldahrollur og hiti.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Eldri borgarar Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira