Ósannsöglum flugmanni kennt um fyrsta innanlandssmit Taívan í 253 daga Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2020 11:15 Yfirvöldum í Taívan hefur verið hrósað fyrir viðbrögðin og það að tekist hafi að koma í veg fyrir faraldur í landinu án þess að grípa til umfangsmikilla inngripa í líf almennings. Getty/Walid Berrazeg Yfirvöld í Taívan tilkynntu í dag að fyrsta innanlandssmit Covid-19 frá í apríl hefði greinst í landinu. Þetta var tilkynnt í morgun og var flugmanni frá Nýja-Sjálandi kennt um að binda enda á 253 daga tímabil landsins þar sem enginn hafði greinst smitaður innanlands. Chen Shih-chung, heilbrigðisráðherra, sagði að flugmaðurinn hefði sagt ósatt í smitrakningu um ferðir sínar og samskipti við aðra. Meðal annars við konu sem nú hefur einnig greinst smituð, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Flugmaðurinn er sagður hafa sótt nokkur fyrirtæki áður en hann greindist smitaður og þar á meðal fjölmenna verslun. Honum hefur verið veitt há sekt. Frá 12. apríl hafa einungis fáir heimamenn sem hafa verið að koma heim úr ferðalögum greinst smitaðir og nokkrir útlendingar og farandverkamenn. Þeir sem ferðast til Taívan hafa þurft að verja tveimur vikum í sóttkví og komast í gegnum skimun. Flugmenn hafa þó lútið öðrum reglum. Þeir eiga að fara sjálfir í þriggja daga sóttkví eftir ferðir til annarra landa. Þetta fyrirkomulag hefur komið í veg fyrir innanlandssmit í 253 daga, eins og áður segir. Nú þegar er komin upp umræða í Taívan um það hvort herða eigi reglurnar gagnvart flugmönnum. Fljótt eftir að nýja kórónuveiran greindist í dreifingu í Kína gripu ráðamenn í Taívan til aðgerða og lokuðu landamærum eyríkisins. Síðan þá hefur yfirvöldum þar víða verið hrósað fyrir viðbrögðin og það að tekist hafi að koma í veg fyrir faraldur í landinu án þess að grípa til umfangsmikilla inngripa í líf almennings. Taívan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Sjá meira
Chen Shih-chung, heilbrigðisráðherra, sagði að flugmaðurinn hefði sagt ósatt í smitrakningu um ferðir sínar og samskipti við aðra. Meðal annars við konu sem nú hefur einnig greinst smituð, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Flugmaðurinn er sagður hafa sótt nokkur fyrirtæki áður en hann greindist smitaður og þar á meðal fjölmenna verslun. Honum hefur verið veitt há sekt. Frá 12. apríl hafa einungis fáir heimamenn sem hafa verið að koma heim úr ferðalögum greinst smitaðir og nokkrir útlendingar og farandverkamenn. Þeir sem ferðast til Taívan hafa þurft að verja tveimur vikum í sóttkví og komast í gegnum skimun. Flugmenn hafa þó lútið öðrum reglum. Þeir eiga að fara sjálfir í þriggja daga sóttkví eftir ferðir til annarra landa. Þetta fyrirkomulag hefur komið í veg fyrir innanlandssmit í 253 daga, eins og áður segir. Nú þegar er komin upp umræða í Taívan um það hvort herða eigi reglurnar gagnvart flugmönnum. Fljótt eftir að nýja kórónuveiran greindist í dreifingu í Kína gripu ráðamenn í Taívan til aðgerða og lokuðu landamærum eyríkisins. Síðan þá hefur yfirvöldum þar víða verið hrósað fyrir viðbrögðin og það að tekist hafi að koma í veg fyrir faraldur í landinu án þess að grípa til umfangsmikilla inngripa í líf almennings.
Taívan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Sjá meira