Gestabækur veitingastaða Á veitingastöðum í dag hvílir skylda samkvæmt lögum að skrá gesti í númeruð sæti undir nafni, kennitölu og símanúmeri. Kveðið er á um þá skyldu í reglugerð nr. 404/2021 um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Markmið hennar er að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins. Skoðun 28. apríl 2021 12:00
Níu greindust innanlands og tveir utan sóttkvíar Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en tveir voru utan sóttkvíar. Innlent 28. apríl 2021 10:46
Klappað fyrir Þórólfi í Laugardalshöllinni Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var bólusettur í dag. Bólusetningin fór fram í Laugardalshöll og fékk Þórólfur fyrsta skammt sinn af bóluefni AstraZeneca. Innlent 28. apríl 2021 10:15
Fjarvinna vinsæl en fólk þarf líka að hittast í „alvörunni“ „Bretar eru til að mynda mun vanari fjarvinnufyrirkomulaginu en við Íslendingar og margir þar sem hafa unnið í því fyrirkomulagi í mörg ár,“ segir Erla Sylvía Guðjónsdóttir mannauðstjóri Valitor, en Valitor er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur innleitt hjá sér fjarvinnustefnu fyrir starfsfólk, en stefnan gildir bæði fyrir starfsfólk Valitors á Íslandi og í Bretlandi. Að sögn Erlu sýndu kannanir á meðal starfsfólks strax í fyrra, að mikill áhugi væri á fjarvinnu til frambúðar. Atvinnulíf 28. apríl 2021 07:00
Fleiri en 200 þúsund látið lífið af völdum Covid-19 á Indlandi Kórónuveirufaraldurinn er enn í mikilli útbreiðslu á Indlandi en á síðustu sjö dögum hafa fleiri greinst smitaðir þar en í nokkru öðru landi. Erlent 28. apríl 2021 06:47
Meina bólusettum kennurum að hitta nemendur Stjórn skóla nokkurs í Miami í Bandaríkjunum hefur hvatt starfsfólk sitt til að láta ekki bólusetja sig gegn Covid-19 og bannar bólusettum kennurum að vera í samskiptum við nemendur. Erlent 27. apríl 2021 22:58
Rannsaka viðbrögð Bolsonaro við faraldrinum Brasilíska þingið rannsakar nú viðbrögð ríkisstjórnar Jairs Bolsonaro forseta við kórónuveirufaraldrinum sem hefur orðið að minnsta kosti 391.000 manns að bana í landinu. Bolsonaro segist engar áhyggjur hafa af rannsókninni jafnvel þó að hún gæti leitt til þess að hann yrði sviptur embætti. Erlent 27. apríl 2021 22:21
Bólusettir geti verið grímulausir utandyra Þeir sem hafa þegar verið fullbólusettir gegn kórónuveirunni þurfa ekki að nota grímur utandyra nema þeir séu í stórum hópi ókunnungs fólks samkvæmt nýjum leiðbeiningum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC). Óbólusettir geta líka sleppt grímum utandyra við ákveðnar aðstæður. Erlent 27. apríl 2021 20:57
Indverskar bálstofur ráða ekki við álagið Indverskar bálstofur anna ekki eftirspurn vegna versnandi kórónuveirufaraldurs. Tæplega 2.800 létust af völdum veirunnar í landinu í gær. Erlent 27. apríl 2021 20:01
Grunnskólanemi í Þorlákshöfn greindist smitaður Viðbúnaðarstig í Þorlákshöfn verður fært upp um stig eftir að grunnskólanemandi í bænum greindist smitaður af Covid-19 í dag, að sögn Elliða Vignissonar, bæjarstjóra Ölfuss. Hann segir yfirvöld undir það búin að fleiri greinist smitaðir á næstu dögum. Innlent 27. apríl 2021 19:36
Svandís bjartsýn afléttingu takmarkana samhliða auknum bólusetningum Heilbrigðisráðherra segir unnið að því að útfæra bólusetningardagatalið þannig að fólk á öllum aldri geti séð nokkurn veginn hvenær það megi reikna með að fá bólusetningu við covid 19. Í dag var birt áætlun um afléttingu sóttvarnaaðgerða samhliða fjölgun fólks sem verið hefur bólusett. Innlent 27. apríl 2021 19:21
Geta ekki annað en treyst fólki Búast má við því að gestum á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún fjölgi enn frekar í nótt þegar farþegar úr flugi frá Varsjá í Póllandi skila sér út af Keflavíkurflugvelli. Innlent 27. apríl 2021 19:08
Færa aðstöðuna á vellinum sem er svo gott sem sprungin Yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir að vel hafi gengið að taka á móti farþegum sem komu hingað til lands í dag, en nýjar reglur á landamærunum hafa nú tekið gildi. Hann segir aðstöðu til að skima og skoða vottorð komufarþega vera sprungna og unnið sé að lausnum. Innlent 27. apríl 2021 18:21
Þorlákshöfn líklega áfram í hæga gírnum út vikuna Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir útlit fyrir að Þorlákshöfn verði í „hægum gír“ út vikuna. Að starfsemi sveitarfélagsins verði líklegast ekki eðlileg fyrr en í næstu viku. Innlent 27. apríl 2021 15:19
Úrræði stjórnvalda mest nýtt af rekstraraðilum með færri en fimm starfsmenn Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru meirihluti þeirra sem nýta sér úrræði stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Þrír af hverjum fjórum rekstraraðilum sem nýtt hafa úrræðin eru lítil fyrirtæki með færri en fimm starfsmenn eða einyrkjar. Viðskipti innlent 27. apríl 2021 14:40
Þúsundir bólusettar í Laugardalshöll í vikunni Í morgun kl. 9 hófust bólusetningar í Laugardalshöll en stefnt er að því að bólusetja um sex þúsund manns í dag og níu þúsund á morgun. Um 25 þúsund manns verða bólusettir í vikunni, í umfangsmestu bólusetningaraðgerð kórónuveirufaraldursins hingað til. Innlent 27. apríl 2021 12:29
Greinilegt að fólk sé ekki að fara í sýnatöku þrátt fyrir einkenni Allir þrír sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast hópsmitinu í Þorlákshöfn. Sóttvarnarlæknir brýnir fyrir fólki að fara í sýnatöku við minnstu einkenni. Það sé greinilegt að sumir séu ekki að bregðast við því. Innlent 27. apríl 2021 12:22
Unnið að því að árgangar sjái betur hvenær megi eiga von á að fá boð í bólusetningu Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra telur að það væri til bóta að uppfæra bólusetningardagatal yfirvalda á þann veg að ákveðnir árgangar sæju betur hvenær von væri á að þeir kæmust í bólusetningu. Hún segir málið til skoðunar. Innlent 27. apríl 2021 11:19
Sextán greindust smitaðir og þrír utan sóttkvíar Sextán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra voru ekki í sóttkví.Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á síðunni Covid.is. Innlent 27. apríl 2021 10:53
Kynnti fjórar vörður í átt að afléttingu samkomutakmarkana Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti ríkisstjórn í morgun afléttingaráætlun vegna Covid-19. Er um að ræða fjórar skilgreindar „vörður“ á þeirri leið að opna samfélagið á ný þar sem sú fyrsta sé þegar að baki. Innlent 27. apríl 2021 10:48
„Þetta er orðið umtalsvert viðameira en það var í gær“ Segja má að bæjarfélagið Þorlákshöfn liggi í hálfgerðum dvala í dag. Grunnskólanum og bókasafni hefur verið lokað, einungis nokkur börn eru á leikskólanum og æfingar falla niður. Bæjarstjóri segir reynt að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Innlent 27. apríl 2021 10:31
Svandís kynnti áætlun um afléttingar samkomutakmarkana Reglulegur þriðjudagsfundur ríkisstjórnarinnar er nú hafinn í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Á dagskránni er kynning Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á áætlun um afléttingar samkomutakmarkanna næstu mánuði. Innlent 27. apríl 2021 10:06
Almennar bólusetningar dragast saman vegna COVID-19 Mislinga- og lömunarveikifaraldur gæti brotist út vegna fækkunar almennra bólusetninga í kjölfar Covid-19 heimsfaraldursins. Heimsmarkmiðin 27. apríl 2021 09:53
Englendingar 42 ára og eldri geta nú skráð sig í bólusetningu Frá og með gærdeginum gátu Englendingar 44 ára og eldri skráð sig í bólusetningu vegna Covid-19 en nú hefur aldurinn verið lækkaður og skráning stendur opin öllum 42 ára og eldri. Erlent 27. apríl 2021 09:35
Þrjátíu börn af hundrað á Jörfa greinst með Covid-19 Smit greindist í tengslum við leikskólan Jörfa í gær en smitin eru orðin 107 talsins. Þriðjungur þeirra sem greinst hefur í tengslum við hópsýkinguna var einkennalaus við greiningu. Innlent 27. apríl 2021 08:32
„Leyfið líkunum að hrannast upp í þúsundatali!“ Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, sætir nú auknum þrýstingi eftir að breskir miðlar greindu frá því í gær að hann hefði sagt að hann vildi frekar sjá þúsundir líka hrannast upp en að grípa aftur til harðra sóttvarnaðgerða. Erlent 27. apríl 2021 07:37
Nálgast það að 200 þúsund manns hafi látist vegna Covid-19 Indverjar nálgast nú hraðbyri þann sorglega áfanga að þar hafi 200 þúsund manns látið lífið af völdum kórónuveirunnar, svo staðfest sé. Erlent 27. apríl 2021 07:09
Tilkynningum um vanrækslu og ofbeldi gegn börnum hefur fjölgað í faraldrinum Tilkynningum um vanrækslu barna fjölgaði um 19,2 prósent á 12 mánuðum eftir skilgreindan upphafspunkt kórónuveirufaraldursins, 1. mars 2020. Árin þar á undan hafði fjölgunin verið, að meðaltali, um 10 til 11 prósent milli ára. Innlent 27. apríl 2021 06:52
Grunur um smit meðal grunnskólanema í Þorlákshöfn Nokkrir foreldrar grunnskólanema í Þorlákshöfn hafa greinst smitaðir af Covid-19 en enn hefur ekkert smit verið staðfest meðal nemenda. Fram kemur í pósti frá bæjarstjóra Ölfuss að að minnsta kosti tveir nemendur hafi verið útsettir fyrir smiti og séu komnir með einkenni en þeir fara í sýnatöku á morgun. Innlent 27. apríl 2021 00:10
Nýjar reglur taka gildi á landamærum Á morgun taka gildi nýjar reglur á landamærum sem kveða á um bann við ónauðsynlegum ferðum frá hááhættusvæðum. Það er dómsmálaráðherra sem setur reglugerðina um bann við ónauðsynlegum ferðalögum sem gildir út maí. Innlent 27. apríl 2021 00:03
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent