Stefna brasilískum yfirvöldum fyrir meiðyrði vegna Spútnik V Kjartan Kjartansson skrifar 29. apríl 2021 23:17 Rússar samþykktu notkun á Spútnik V á leifturhraða í fyrra. Vestrænar þjóðir hafa hikað við að veita leyfi fyrir notkun þess og brasilísk höfnuðu því í vikunni. Vísir/EPA Framleiðandi rússneska kórónuveirubóluefnisins Spútnik V ætlar að stefna brasilísku heilbrigðiseftirlitsstofnuninni sem hafnaði beiðni nokkurra ríkja um að flytja efnið inn fyrir meiðyrði. Stjórnendur stofnunarinnar vísa ásökununum um meiðyrði á bug. Fjórtán brasilísk ríki óskuðu eftir heimild til þess að flytja tugi milljóna skammta af Spútnik V inn. Því hafnaði Anvisa, eftirlitsstofnun Brasilíu í heilbrigðismálum, og vísaði til þess sem hún taldi alvarlegs galla á efninu og vandamálum með gæðastjórnun við framleiðsluna á því. Gustavo Mendes, yfirmaður lyfjaeftirlits Anvisa, segir að vísbendingar séu um að svonefndar eitlaveirur sem voru notaðar til að framleiða Spútnik V gætu fjölgað sér og valdið aukaverkunum í fólki. Eitlaveirur er tegund veira sem eru stundum notaðar sem svonefndar veirugenaferjur í bóluefnum sem eiga að kalla fram ónæmisviðbragð. Ekki á að nota veirur sem geta fjölgað sér í þessum tilgangi, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þessu hafnar Denis Logunov sem þróaði Spútnik V hjá Gamaleja-stofnuninni í Rússlandi. Á opinberum Twitter-reikningi Spútnik V var Anvisa sakað um að setja fram rangar og misvísandi yfirlýsingar án þess að hafa gert tilraunir með bóluefnið sjálft. Í því ljósi ætluðu framleiðendur bóluefnisins að höfða meiðyrðamál gegn Anvisa í Brasilíu. Anvisa brást við yfirlýsingum frá Rússlandi með því að benda á að Gamaleja-stofnunin hafi sjálf bent á að hlutfall eitlaveira sem gæti fjölgað sér væri mögulega hættulega hátt í Spútnik V í rannsókn sinni. Hlutfallið sé 300 sinnum hærra en miðað sé við í reglugerðum. Rússland Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Brasilía hafnar rússneska bóluefninu Lyfjayfirvöld í Brasilíu synjuðu nokkrum þarlendum ríkjum um heimild til þess að flytja inn rússneska bóluefnið Spútnik V gegn kórónuveirunni. Þau telja trúverðug gögn um virkni bóluefnisins skorta og vísa til galla á tilraunum með það. Rússar segja pólitík búa að baki synjuninni. 28. apríl 2021 21:54 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Fjórtán brasilísk ríki óskuðu eftir heimild til þess að flytja tugi milljóna skammta af Spútnik V inn. Því hafnaði Anvisa, eftirlitsstofnun Brasilíu í heilbrigðismálum, og vísaði til þess sem hún taldi alvarlegs galla á efninu og vandamálum með gæðastjórnun við framleiðsluna á því. Gustavo Mendes, yfirmaður lyfjaeftirlits Anvisa, segir að vísbendingar séu um að svonefndar eitlaveirur sem voru notaðar til að framleiða Spútnik V gætu fjölgað sér og valdið aukaverkunum í fólki. Eitlaveirur er tegund veira sem eru stundum notaðar sem svonefndar veirugenaferjur í bóluefnum sem eiga að kalla fram ónæmisviðbragð. Ekki á að nota veirur sem geta fjölgað sér í þessum tilgangi, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þessu hafnar Denis Logunov sem þróaði Spútnik V hjá Gamaleja-stofnuninni í Rússlandi. Á opinberum Twitter-reikningi Spútnik V var Anvisa sakað um að setja fram rangar og misvísandi yfirlýsingar án þess að hafa gert tilraunir með bóluefnið sjálft. Í því ljósi ætluðu framleiðendur bóluefnisins að höfða meiðyrðamál gegn Anvisa í Brasilíu. Anvisa brást við yfirlýsingum frá Rússlandi með því að benda á að Gamaleja-stofnunin hafi sjálf bent á að hlutfall eitlaveira sem gæti fjölgað sér væri mögulega hættulega hátt í Spútnik V í rannsókn sinni. Hlutfallið sé 300 sinnum hærra en miðað sé við í reglugerðum.
Rússland Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Brasilía hafnar rússneska bóluefninu Lyfjayfirvöld í Brasilíu synjuðu nokkrum þarlendum ríkjum um heimild til þess að flytja inn rússneska bóluefnið Spútnik V gegn kórónuveirunni. Þau telja trúverðug gögn um virkni bóluefnisins skorta og vísa til galla á tilraunum með það. Rússar segja pólitík búa að baki synjuninni. 28. apríl 2021 21:54 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Brasilía hafnar rússneska bóluefninu Lyfjayfirvöld í Brasilíu synjuðu nokkrum þarlendum ríkjum um heimild til þess að flytja inn rússneska bóluefnið Spútnik V gegn kórónuveirunni. Þau telja trúverðug gögn um virkni bóluefnisins skorta og vísa til galla á tilraunum með það. Rússar segja pólitík búa að baki synjuninni. 28. apríl 2021 21:54