Síðustu droparnir af AstraZeneca í bili Heimir Már Pétursson skrifar 29. apríl 2021 15:23 Fólk úr fyrstu árgöngunum undir sextíu ára var kallað með skömmum fyrirvara í bólusetningu í dag vegna þess að töluvert bóluefni var afgangs frá því í gær. Vísir/Vilhelm Í dag er bólusett með síðustu dropunum sem til eru í landinu af AstraZeneca efninu en fjöldi manns undir sextíu ára aldri var kallaður í bólusetningu í dag með skömmum fyrirvara. Byrjað verður að bólusetja með Jansen eftir helgi. Í þessari viku hefur fólk á aldrinum sextíu til sjötíu ára verið bólusett með AstraZeneca bóluefninu í Laugardalshöll. Í gær stóð til að bólusetja níu þúsund manns en tæplegasjöþúsund og fimm hundruð manns mættu. Stefnt er að því að klára það sem eftir er af núverandi lager af AstraZeneca í landinu í dag. Agnar Darri Sverrisson starfsmaður Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að vegna minni mætingar í gær hafi fólk í fyrstu árgöngunum undir sextíu ára verið boðað til bólusetningar í morgun með skömmum fyrirvara. Þeirra á meðal undirritaður sem tók vinnuna með sér. Fréttamaður var eins og margir að vinna þegar boð í bólusetningu barst honum með skömmum fyrirvara. Tækifærið var því notað til að fá nýjustu upplýsingar um gang bólusetninga hjá Agnari Darra Sverrissyni starfsmanni Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu í leiðinni.Foto: Vilhelm „Við sáum að það stefndi í aukaskammta í dag af því að það eru alltaf einhverjir sem forfallast. Þá tökum við á það ráð að bjóða þeim sem eru næstir í röðinni.“ Með skömmum fyrirvara? „Já, með mjög skömmum fyrirvara. Þú varst bara heppinn að komast í tæka tíð til að ná skammti,“ segir Agnar Darri. Þannig fékk fólk úr árgöngum 1962 og ‘63 boðun og síðar í dag fólk fætt árið 1964. Það er magnað að sjá þegar sveit hjúkrunarfræðinga færir sig skipulega eftir sætaröðunum í Höllinni. Hvað eruð þið að vona að þið náið mörgum í dag? „Við erum að vonast til að klára allt Astra efnið sem er til í landinu. Það verða því einhverjir sjö þúsund skammtar sem fara út í dag.” Þannig að það eru bara síðustu droparnir af Astra sem til eru í landinu að fara? „Akkúrat,“ segir Agnar Darri. Stefnt er að því að bólusetja um tuttugu og sex þúsund manns í þessari viku og um tuttugu þúsund í næstu viku. Þá verður byrjað að nota Jansen bóluefnið í fyrsta skipti.Foto: Vilhelm Metfjöldi verður bólusettur í þessari viku eða um 26 þúsund manns og eftir helgi stefnir í nýtt fjöldamet á einum degi. Nú er fimmtudagur. Hvað tekur þá við eftir helgi. Er Jansen efnið kannski að byrja þá? „Já, í næstu viku byrjum við með Jansen. Ég veit ekki alveg hvaða dag það verður í næstu viku. Vikurnar verða alltaf stærri og stærri og næsta vika stefnir í algert met hjá okkur. Þá verður stærsti dagurinn til þessa á þriðjudaginn með tíu þúsund skammta,” segir Agnar Darri. Í heildina verði um tuttugu þúsund manns bólusettir í næstu viku. „Við erum alltaf að stækka og stækka. Það er alveg ótrúlegt hvað þetta fólk hérna inni getur látið hlutina ganga hratt. Hvað við getum alltaf stækkað og stækkað án þess að það séu nein vandamál.“ Þetta gengur alveg eins og í sögu, það er heragi á þessu? „Það er heragi á þessu. Það þýðir ekkert annað. Enda frábært fólk sem vinnur hérna og ótrúlega margir sem koma að því. Ekki bara fólkið sem þið sjáið hérna í Laugardalshöll. Það er þrjátíu manna teymi upp á Suðurlandsbraut sem blandar allt efnið fyrir okkur lætur þetta allt ganga upp,“ segir Agnar Darri Sverrisson. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fleiri en einn uppruni sýkinganna á Suðurlandi Þrjátíu og fjórir eru í einangrun á Suðurlandi vegna hópsýkinga kórónuveirunnar sem þar geisa. Útbreiðslan hefur til þessa orðið mest í Þorlákshöfn og Selfossi eða fjórtán smit á hvorum stað. 29. apríl 2021 14:53 Um 80 prósent þiggja bólusetningu: Sama hlutfall þiggur bóluefni AstraZeneca og Pfizer Um 80 prósent þeirra sem voru boðaðir í bólusetningu með bóluefninu frá AstraZeneca þáðu bólusetningu í Laugardalshöll í gær. Þetta er sama hlutfall og mætti í bólusetningu á þriðjudaginn, þegar bólusett var með bóluefninu frá Pfizer. 29. apríl 2021 11:47 Tíu greindust innanlands og þrír utan sóttkvíar Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví, en þrír ekki. 29. apríl 2021 10:54 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Í þessari viku hefur fólk á aldrinum sextíu til sjötíu ára verið bólusett með AstraZeneca bóluefninu í Laugardalshöll. Í gær stóð til að bólusetja níu þúsund manns en tæplegasjöþúsund og fimm hundruð manns mættu. Stefnt er að því að klára það sem eftir er af núverandi lager af AstraZeneca í landinu í dag. Agnar Darri Sverrisson starfsmaður Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að vegna minni mætingar í gær hafi fólk í fyrstu árgöngunum undir sextíu ára verið boðað til bólusetningar í morgun með skömmum fyrirvara. Þeirra á meðal undirritaður sem tók vinnuna með sér. Fréttamaður var eins og margir að vinna þegar boð í bólusetningu barst honum með skömmum fyrirvara. Tækifærið var því notað til að fá nýjustu upplýsingar um gang bólusetninga hjá Agnari Darra Sverrissyni starfsmanni Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu í leiðinni.Foto: Vilhelm „Við sáum að það stefndi í aukaskammta í dag af því að það eru alltaf einhverjir sem forfallast. Þá tökum við á það ráð að bjóða þeim sem eru næstir í röðinni.“ Með skömmum fyrirvara? „Já, með mjög skömmum fyrirvara. Þú varst bara heppinn að komast í tæka tíð til að ná skammti,“ segir Agnar Darri. Þannig fékk fólk úr árgöngum 1962 og ‘63 boðun og síðar í dag fólk fætt árið 1964. Það er magnað að sjá þegar sveit hjúkrunarfræðinga færir sig skipulega eftir sætaröðunum í Höllinni. Hvað eruð þið að vona að þið náið mörgum í dag? „Við erum að vonast til að klára allt Astra efnið sem er til í landinu. Það verða því einhverjir sjö þúsund skammtar sem fara út í dag.” Þannig að það eru bara síðustu droparnir af Astra sem til eru í landinu að fara? „Akkúrat,“ segir Agnar Darri. Stefnt er að því að bólusetja um tuttugu og sex þúsund manns í þessari viku og um tuttugu þúsund í næstu viku. Þá verður byrjað að nota Jansen bóluefnið í fyrsta skipti.Foto: Vilhelm Metfjöldi verður bólusettur í þessari viku eða um 26 þúsund manns og eftir helgi stefnir í nýtt fjöldamet á einum degi. Nú er fimmtudagur. Hvað tekur þá við eftir helgi. Er Jansen efnið kannski að byrja þá? „Já, í næstu viku byrjum við með Jansen. Ég veit ekki alveg hvaða dag það verður í næstu viku. Vikurnar verða alltaf stærri og stærri og næsta vika stefnir í algert met hjá okkur. Þá verður stærsti dagurinn til þessa á þriðjudaginn með tíu þúsund skammta,” segir Agnar Darri. Í heildina verði um tuttugu þúsund manns bólusettir í næstu viku. „Við erum alltaf að stækka og stækka. Það er alveg ótrúlegt hvað þetta fólk hérna inni getur látið hlutina ganga hratt. Hvað við getum alltaf stækkað og stækkað án þess að það séu nein vandamál.“ Þetta gengur alveg eins og í sögu, það er heragi á þessu? „Það er heragi á þessu. Það þýðir ekkert annað. Enda frábært fólk sem vinnur hérna og ótrúlega margir sem koma að því. Ekki bara fólkið sem þið sjáið hérna í Laugardalshöll. Það er þrjátíu manna teymi upp á Suðurlandsbraut sem blandar allt efnið fyrir okkur lætur þetta allt ganga upp,“ segir Agnar Darri Sverrisson.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fleiri en einn uppruni sýkinganna á Suðurlandi Þrjátíu og fjórir eru í einangrun á Suðurlandi vegna hópsýkinga kórónuveirunnar sem þar geisa. Útbreiðslan hefur til þessa orðið mest í Þorlákshöfn og Selfossi eða fjórtán smit á hvorum stað. 29. apríl 2021 14:53 Um 80 prósent þiggja bólusetningu: Sama hlutfall þiggur bóluefni AstraZeneca og Pfizer Um 80 prósent þeirra sem voru boðaðir í bólusetningu með bóluefninu frá AstraZeneca þáðu bólusetningu í Laugardalshöll í gær. Þetta er sama hlutfall og mætti í bólusetningu á þriðjudaginn, þegar bólusett var með bóluefninu frá Pfizer. 29. apríl 2021 11:47 Tíu greindust innanlands og þrír utan sóttkvíar Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví, en þrír ekki. 29. apríl 2021 10:54 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Fleiri en einn uppruni sýkinganna á Suðurlandi Þrjátíu og fjórir eru í einangrun á Suðurlandi vegna hópsýkinga kórónuveirunnar sem þar geisa. Útbreiðslan hefur til þessa orðið mest í Þorlákshöfn og Selfossi eða fjórtán smit á hvorum stað. 29. apríl 2021 14:53
Um 80 prósent þiggja bólusetningu: Sama hlutfall þiggur bóluefni AstraZeneca og Pfizer Um 80 prósent þeirra sem voru boðaðir í bólusetningu með bóluefninu frá AstraZeneca þáðu bólusetningu í Laugardalshöll í gær. Þetta er sama hlutfall og mætti í bólusetningu á þriðjudaginn, þegar bólusett var með bóluefninu frá Pfizer. 29. apríl 2021 11:47
Tíu greindust innanlands og þrír utan sóttkvíar Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví, en þrír ekki. 29. apríl 2021 10:54
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent