Þetta kemur fram í bréfi frá sveitarstjórn Hrunamannahrepps, sem sent var út í gærkvöldi.
Þar kemur fram að nemandi í 1. bekk í Flúðaskóla hafi greinst með Covid-19 en auk þess sé vitað um tvö önnur smit í samfélaginu.
Því hafi verið ákveðið að grípa til harðra aðgerða, til að rjúfa „smitkeðju sem gæti verið í gangi í samfélaginu“. Var ákvörðunin tekin í samráði við smitrakningarteymi almannavarna.
„Gert er ráð fyrir að starfsemi stofnana, nema Flúðaskóla, veðri með venjubundnum hætti á mánudaginn nema ef staðan breytist um helgina.
Það er ljóst að þessar aðgerðir munu hafa töluverð áhrif á alla íbúa og biðjum við alla að taka þeim vel enda gerðar með það í huga að ná sem fyrst tökum á ástandinu og koma í veg fyrir að smit nái að dreifa sér frekar í samfélaginu.
Við hvetjum alla til að nýta sér helgina í að vera heima við og hitta sem fæsta,“ segir í bréfinu.