Yfirheyra loks manninn sem rauf einangrun og er talinn hafa komið af stað hópsmitinu Eiður Þór Árnason skrifar 29. apríl 2021 14:11 Leikskólinn Jörfi í Hæðagarði. Vísir/vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hyggst á næstu dögum taka skýrslu af karlmanni sem er bæði grunaður um brot á sóttkví og einangrun. Þá er grunur um að hann tengist hópsmitinu sem upp kom á leikskólanum Jörfa. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá embættinu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu og segir þetta með grófari sóttvarnabrotum sem lögreglan hafi rannsakað. RÚV greindi fyrst frá málinu. Maðurinn lauk einangrun vegna kórónuveirusýkingar á sunnudagskvöld og hefur lögregla ekki náð að yfirheyra hann fram að þessu. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 þann 19. apríl að maðurinn væri sakaður um að hafa brotið gegn skyldu um sóttkví við komuna til landsins um síðustu mánaðarmót og rofið einangrun eftir að hann greindist jákvæður í seinni sýnatöku. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið að maðurinn hafi komið af stað áðurnefndu hópsmiti á leikskólanum Jörfa í Bústaðahverfi. Skikkaður í sóttvarnahús Fram kom í frétt Mbl.is að maðurinn hafi verið fluttur í sóttvarnahús þann 12. apríl eftir að héraðsdómari féllst á kröfu sóttvarnalæknis um að manninum yrði gert að dvelja þar í einangrun. Á þriðjudag var greint frá því að 107 smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. Þar af voru þrjátíu af hundrað börnum á leikskólanum og 23 af 33 starfsmönnum. Þá hafa 54 greinst utan leikskólans, þar á meðal fjölskyldumeðlimir. Guðmundur Páll sagði í samtali við fréttastofu þann 19. apríl að lögregla hefði brugðist við um leið og grunur vaknaði um að smitaði einstaklingurinn væri ekki í einangrun. Þá virðist smitin þó hafa verið búin að dreifa sér. Samkvæmt sektarfyrirmælum ríkissaksóknara getur sekt fyrir brot á sóttkví numið frá 50 til 250 þúsund krónum. Þá getur sekt fyrir brot á reglum um einangrun numið 150 til 500 þúsund krónum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikskólar Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Þrjátíu börn af hundrað á Jörfa greinst með Covid-19 Smit greindist í tengslum við leikskólan Jörfa í gær en smitin eru orðin 107 talsins. Þriðjungur þeirra sem greinst hefur í tengslum við hópsýkinguna var einkennalaus við greiningu. 27. apríl 2021 08:32 Kallar eftir áfallahjálp fyrir starfsfólk Jörfa „Það eru allir skilningsríkir. Ég held að hugur flestra sé hjá veikum starfsmönnum, veikum börnum, og aðstandendum. Það er eiginlega staðan núna,“ segir Sigurlaug Lára Sigurgeirsdóttir, formaður foreldrafélags leikskólans Jörfa. 25. apríl 2021 18:30 Opna Jörfa að nýju en starfsemin verulega skert Leikskólinn Jörfi í Fossvogi verður opnaður að nýju á mánudag, eftir hópsýkinguna sem braust þar út fyrr í mánuðinum. Starfsemin verður hins vegar verulega skert og nýtt starfsfólk og leikskólastjóri ráðin inn á meðan aðrir jafna sig. Hátt í 75 kórónuveirusmit tengjast beint inn á leikskólann. 24. apríl 2021 18:19 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira
Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá embættinu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu og segir þetta með grófari sóttvarnabrotum sem lögreglan hafi rannsakað. RÚV greindi fyrst frá málinu. Maðurinn lauk einangrun vegna kórónuveirusýkingar á sunnudagskvöld og hefur lögregla ekki náð að yfirheyra hann fram að þessu. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 þann 19. apríl að maðurinn væri sakaður um að hafa brotið gegn skyldu um sóttkví við komuna til landsins um síðustu mánaðarmót og rofið einangrun eftir að hann greindist jákvæður í seinni sýnatöku. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið að maðurinn hafi komið af stað áðurnefndu hópsmiti á leikskólanum Jörfa í Bústaðahverfi. Skikkaður í sóttvarnahús Fram kom í frétt Mbl.is að maðurinn hafi verið fluttur í sóttvarnahús þann 12. apríl eftir að héraðsdómari féllst á kröfu sóttvarnalæknis um að manninum yrði gert að dvelja þar í einangrun. Á þriðjudag var greint frá því að 107 smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. Þar af voru þrjátíu af hundrað börnum á leikskólanum og 23 af 33 starfsmönnum. Þá hafa 54 greinst utan leikskólans, þar á meðal fjölskyldumeðlimir. Guðmundur Páll sagði í samtali við fréttastofu þann 19. apríl að lögregla hefði brugðist við um leið og grunur vaknaði um að smitaði einstaklingurinn væri ekki í einangrun. Þá virðist smitin þó hafa verið búin að dreifa sér. Samkvæmt sektarfyrirmælum ríkissaksóknara getur sekt fyrir brot á sóttkví numið frá 50 til 250 þúsund krónum. Þá getur sekt fyrir brot á reglum um einangrun numið 150 til 500 þúsund krónum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikskólar Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Þrjátíu börn af hundrað á Jörfa greinst með Covid-19 Smit greindist í tengslum við leikskólan Jörfa í gær en smitin eru orðin 107 talsins. Þriðjungur þeirra sem greinst hefur í tengslum við hópsýkinguna var einkennalaus við greiningu. 27. apríl 2021 08:32 Kallar eftir áfallahjálp fyrir starfsfólk Jörfa „Það eru allir skilningsríkir. Ég held að hugur flestra sé hjá veikum starfsmönnum, veikum börnum, og aðstandendum. Það er eiginlega staðan núna,“ segir Sigurlaug Lára Sigurgeirsdóttir, formaður foreldrafélags leikskólans Jörfa. 25. apríl 2021 18:30 Opna Jörfa að nýju en starfsemin verulega skert Leikskólinn Jörfi í Fossvogi verður opnaður að nýju á mánudag, eftir hópsýkinguna sem braust þar út fyrr í mánuðinum. Starfsemin verður hins vegar verulega skert og nýtt starfsfólk og leikskólastjóri ráðin inn á meðan aðrir jafna sig. Hátt í 75 kórónuveirusmit tengjast beint inn á leikskólann. 24. apríl 2021 18:19 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira
Þrjátíu börn af hundrað á Jörfa greinst með Covid-19 Smit greindist í tengslum við leikskólan Jörfa í gær en smitin eru orðin 107 talsins. Þriðjungur þeirra sem greinst hefur í tengslum við hópsýkinguna var einkennalaus við greiningu. 27. apríl 2021 08:32
Kallar eftir áfallahjálp fyrir starfsfólk Jörfa „Það eru allir skilningsríkir. Ég held að hugur flestra sé hjá veikum starfsmönnum, veikum börnum, og aðstandendum. Það er eiginlega staðan núna,“ segir Sigurlaug Lára Sigurgeirsdóttir, formaður foreldrafélags leikskólans Jörfa. 25. apríl 2021 18:30
Opna Jörfa að nýju en starfsemin verulega skert Leikskólinn Jörfi í Fossvogi verður opnaður að nýju á mánudag, eftir hópsýkinguna sem braust þar út fyrr í mánuðinum. Starfsemin verður hins vegar verulega skert og nýtt starfsfólk og leikskólastjóri ráðin inn á meðan aðrir jafna sig. Hátt í 75 kórónuveirusmit tengjast beint inn á leikskólann. 24. apríl 2021 18:19