Ardian borgar fimm milljörðum minna fyrir Mílu Síminn og Ardian náðu í dag samkomulagi um breytingar á kaupsamningi Ardian á Mílu ehf.. Meðal breytinanna sem samþykktar voru er að Ardian borgi 73 milljarða króna í staðinn fyrir 78 milljarða líkt og var fyrst samið um. Viðskipti innlent 22. júlí 2022 21:14
Samherji hf. hagnaðist um 17,8 milljarða Hagnaður Samherja hf. nam 17,8 milljörðum króna árið 2021 samanborið við 7,8 milljarða árið áður. Eigið fé félagsins var 94,3 milljarðar króna í árslok 2021 og námu heildareignir 128 milljörðum króna. Viðskipti innlent 22. júlí 2022 12:27
Hlutabréf fara á flug eftir jákvætt uppgjör Icelandair Gengi hlutabréfa í Icelandair hafa hækkað um 5,59 prósent það sem af er degi. Flugfélagið skilaði rúmlega hálfum milljarði króna í hagnað á öðrum ársfjórðungi. Viðskipti innlent 22. júlí 2022 10:49
Magnús Kr. Ingason tekur við sem forstjóri Festi Stjórn Festi hefur ráðið Magnús Kr. Ingason, framkvæmdastjóra fjármálasviðs Festi, sem forstjóra félagsins frá næstu mánaðarmótum, þar til nýr forstjóri hefur verið ráðinn. Viðskipti innlent 22. júlí 2022 09:12
Eik kaupir Lambhaga á 4,2 milljarða króna Fasteignafélagið Eik er í þann mund að ganga frá kaupum á garðyrkjustöðvunum Lambhaga í Úlfarsárdal og Lundi í Mosfellsdal. Kaupverðið er áætlað 4,2 milljarðar króna. Viðskipti innlent 22. júlí 2022 07:46
Hálfur milljarður í hagnað á öðrum ársfjórðungi Icelandair skilar um hálfum milljarði í hagnað á öðrum ársfjórðungi 2022. Lausafjárstaða félagsins hefur aldrei verið sterkari og nam 61,6 milljörðum króna í lok júní. Viðskipti innlent 21. júlí 2022 16:26
Síldarvinnslan blæs til sóknar og samlegðar Kaup Síldarvinnslunnar á Vísi eru um margt merkileg. Ekki aðeins vegna stærðargráðunnar – heildarkaupverðið nemur 31 milljarði að teknu tilliti til vaxtaberandi skulda að upphæð 11 milljarða – heldur eins að þau eru að meirihluta (70%) fjármögnuð með hlutabréfum í Síldarvinnslunni. Eigendur Vísis munu þannig verða fimmti stærsti hluthafinn í útgerðarrisanum fyrir austan með liðlega 8,5 prósenta hlut þegar viðskiptin klárast. Klinkið 21. júlí 2022 12:24
Ytri aðstæður haft áhrif á afkomu Össurar Össur hagnaðist um fjórtán milljónir bandaríkjadala eða 1,9 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi 2022 eða átta prósent af veltu. Á sama tímabili í fyrra var hagnaður nítján milljónir dala og lækkar því um 26 prósent milli ára. Viðskipti innlent 21. júlí 2022 07:36
Gengi bréfa Marels og Kviku hríðfellur eftir afkomuviðvaranir Gengi hlutabréfa Marels og Kviku banka hefur lækkað mikið í verði í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í morgun eftir að félögin sendu frá sér neikvæða afkomuviðvörun seint í gærkvöldi. Hagnaður félaganna á öðrum ársfjórðungi verður mun lægri en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir vegna erfiðra markaðstæðna. Innherji 20. júlí 2022 10:05
Hagnaður Kviku banka tæplega tveimur milljörðum króna undir áætlun Hagnaður Kviku banka hf. á öðrum ársfjórðungi er áætlaður 450 til 500 milljónir króna samkvæmt drögum að uppgjöri fyrir fjórðunginn. Áætluð afkoma fyrir fjórðunginn var 2,15 til 2,4 milljarðar króna og vantar því mikið upp á, eða 1,8 milljarð króna. Viðskipti innlent 20. júlí 2022 06:46
Starfsfólkið farið annað og flugvellir haldi ekki í við flugfélögin Yfirmaður hjá Alþjóðasamtökum flugvalla segir stuðning við flugfélög í Covid-faraldrinum hafa verið margfalt meiri en við flugvelli. Stór hluti starfsmanna flugvalla sem sagt var upp vilji ekki snúa aftur sem víða hafi skapað miklar tafir. Erlent 19. júlí 2022 21:30
Bjartsýnn á farsæla niðurstöðu í Mílusölunni Kaup franska fyrirtækisins Ardian á Mílu frá Símanum eru í uppnámi þar sem skilyrði Samkeppniseftirlitsins fyrir kaupunum þykja of íþyngjandi. Forstjóri Símans segir mestu máli skipta hvaða áhrif salan á Mílu mun hafa á neytendur. Hann er bjartsýnn á að farsæl lausn finnist í málið. Viðskipti innlent 19. júlí 2022 06:32
Hlutabréfaverð Símans lækkað mikið eftir tíðindi gærdagsins Gengi hlutabréfa Símans lækkaði um 8,3 prósent í dag eftir að tilkynnt var um það í gær að Ardian France SA væri ekki tilbúið til að ganga frá kaupum á Mílu. Viðskipti innlent 18. júlí 2022 20:46
Tókust hart á um arðinn af sjávarútveginum Á Sprengisandi í dag tókust Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, og Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á um söluna á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi og um sjávarútvegsmál almennt. Innlent 17. júlí 2022 16:46
Icelandair færst of mikið í fang og þurfi samkeppni Kári Jónasson, leiðsögumaður og fyrrverandi fréttamaður, segir að Icelandair þurfi samkeppni á innanlandsflugsmarkaði þar sem félagið hafi færst of mikið í fang. Samkeppni sé öllum til góðs. Innlent 15. júlí 2022 22:26
Stjórnum ber ekki að lýsa starfslokum forstjóra í smáatriðum Stjórnum skráðra fyrirtækja ber ekki að hafa samráð við hluthafa um starfslok forstjóra né að rekja í smáatriðum hvernig staðið var að starfslokunum. Þetta segir Helga Hlín Hákonardóttir, meðeigandi hjá ráðgjafafyrirtækinu Strategíu, sem hefur um árabil veitt stjórnum, fjárfestum og hinu opinbera ráðgjöf á sviði lögfræði og stjórnhátta. Innherji 15. júlí 2022 13:01
Hvað mun það kosta Símann að fá blessun SKE fyrir sölunni á Mílu? Þegar Síminn tilkynnti um samkomulag um sölu á dótturfélagi sínu Mílu í lok október í fyrra til franska sjóðastýringarfélagsins Ardian voru það stór tíðindi fyrir neytendur sem sjá nú fram á meiri samkeppni á bæði heildsölu- og smásölumarkaði fjarskipta – og ekki síður munu viðskiptin flýta fyrir nauðsynlegri uppbyggingu fjarskiptainnviða um allt land. Fyrir flestum eru þessi sannindi augljós og óumdeild. Klinkið 15. júlí 2022 09:51
Gildi kaus gegn því að stokka upp í stjórn Festar Gildi lífeyrissjóður, annars stærsti hluthafi Festar, kaus með óbreyttri stjórn á hluthafafundi smásölufélagsins sem var haldinn fyrr í dag. Þetta kemur fram á heimasíðu Gildis þar sem sjóðurinn greinir frá því að hann hafi greitt öllum sitjandi stjórnarmönnum atkvæði í margfeldiskosningunni sem var viðhöfð á fundinum. Innherji 14. júlí 2022 19:29
Vonast til að auglýsa stöðu forstjóra Festar innan nokkurra vikna Nýkjörin stjórn Festar ráðgerir að auglýsa stöðu forstjóra félagsins á næstu vikum. Mikil ólga hefur verið innan félagsins eftir að eftir að Eggerti Þór Kristóferssyni forstjóra var sagt upp störfum í júní. Viðskipti innlent 14. júlí 2022 19:25
Leiguvél hleypur í skarðið vegna flugvélaskorts Icelandair Flugvélaskortur er hjá Icelandair um þessar mundir og hefur flugfélagið brugðið á það ráð að leigja vélar frá Portúgal til að viðhalda skikkanlegri flugáætlun. Farþegar sem bjuggust við því að fljúga með vélum Icelandair urðu margir hverjir fyrir vonbrigðum með leiguvélarnar en forsvarsmenn vonast nú til að eðlilegt jafnvægi komist á flugflotann. Innlent 14. júlí 2022 15:52
Guðjón heldur formannsstólnum og Sigurlína er varaformaður Guðjón Karl Reynisson hélt sæti sínu sem stjórnarformaður Festi og Sigurlína Ingvarsdóttir var kosin varaformaður á fyrsta fundi nýrrar stjórnar félagsins. Sigurlína kom ný inn í stjórnina að lokinni kosningu á hluthafafundi í morgun. Viðskipti innlent 14. júlí 2022 15:32
Tveir stjórnarmenn héldu sætum sínum Aðeins Guðjón Reynisson og Margrét Guðmundsdóttir héldu sætum sínum í stjórn Festi þegar kosið var til stjórnar í morgun. Þrír nýjir stjórnarmenn koma inn. Viðskipti innlent 14. júlí 2022 12:51
Búist við að hluthafafundur Festi dragist á langinn Búist er við því að hluthafafundir smásölurisans Festi verði langur þrátt fyrir að aðeins eitt mál sé á dagskrá, stjórnarkjör. Viðskipti innlent 14. júlí 2022 11:03
Ekki á leið í landsmálin þrátt fyrir sterkar skoðanir á kvótakerfinu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri er allt annað en sáttur við hvernig í pottinn er búið í sjávarútvegsmálum landsins. Hann líkir kaupunum Síldarvinnslunnar á útgerðinni Vísi við senu úr Verbúðinni í nýjum pistli en kveðst ekki vera á leiðinni í landsmálin þrátt fyrir sterkar skoðanir á kvótamálunum. Innlent 14. júlí 2022 09:02
Ósamræmi í lögum því sjávarútvegur sker sig frá öðrum greinum Fiskistofustjóri segir ósamræmi í löggjöf milli atvinnugreina um skilgreiningu á tengdum aðilum. Fyrirtæki teljast ráðandi aðilar með mun lægra eignarhlutfall í flestum öðrum greinum en í sjávarútvegi. Viðskipti innlent 13. júlí 2022 19:08
Nova og Sýn samnýta 5G senda Forsvarsmenn Nova hf. og Sýnar hf. skrifuðu í dag undir samning um samstarf félaganna við uppbyggingu og samnýtingu sendastaða vegna 5G uppbyggingar. Það felur í sér uppbyggingu og samnýtingu á tvö hundruð 5G sendum á samningstímanum en hann gildi til loka ársins 2028. Viðskipti innlent 13. júlí 2022 16:18
„Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati“ Formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík enn á ný sýna að verið sé að færa útgerðinni auðlindir hafsins á silfurfati. Löngu tímabært sé að gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þau búi til elítu í landinu úr tengslum við almenning. Innlent 13. júlí 2022 12:08
Verðlagning Vísis við samruna inn í Síldarvinnslunna Forsvarsmenn Vísis og Síldarvinnslunnar virðast hafa náð lendingu um verð sem tekur bæði tillit til rekstrarvirðis fyrirtækisins, sem er töluvert lægra en upplausnarvirði aflaheimilda Vísis, og verðmætis aflaheimilda. Ef til vill er hér komin uppskrift að verðlagningu óskráðra sjávarútvegsfyrirtækja í þeirri samrunahrinu sem þarf að eiga sér stað á næstu árum. Umræðan 13. júlí 2022 08:05
Samherji á nú aðild að fimmtungi heildarkvótans Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi á Samherji aðild að fimmtungi heildarveiðiheimilda í landinu sem er verulega yfir lögbundnum viðmiðum. Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi, tilfærslu veiðiheimilda og auðssöfnun fárra í greininni. Innlent 12. júlí 2022 19:00
Óeining meðal stærstu hluthafa litar stjórnarkjör hjá smásölurisanum Festi Fjórtán manns sækjast eftir því að komast í stjórn Festi, eins stærsta smásölufyrirtækis landsins, á sérstökum hluthafafundi sem hefur verið boðað til næstkomandi fimmtudag. Slíkur fjöldi framboða til stjórnar fyrirtækis í Kauphöllinni er fáheyrður. Innherji 12. júlí 2022 13:46