Leggja til leiðir til að auka samkeppni Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2023 15:50 Samskip Vísir/Vilhelm Samkeppniseftirlit Íslands leggur til að stjórnvöld grípi til aðgerða til að efla samkeppni á flutningamarkaði með ýmsum aðgerðum. Er það sagt vera mikilvægt og þá meðal annars vegna hækkana á vöruverði síðustu mánuði. Þetta kemur fram í áliti sem eftirlitið gaf út í dag og snýr að leiðum til að draga úr samkeppnishindrunum og flutningamarkaði, skapa aðhald og efla samkeppni. Álitið má finna hér. Samkeppniseftirlitið sektaði nýverið Samskip um 4,2 milljarða króna fyrir ólöglegt samráð við Eimskip og fyrir samkeppnislagabrot sem metinu voru alvarleg. Eimskip gerði sátt við eftirlitið árið 2021 og greiddi 1,5 milljarða í sekt. Fyrirtækin eru sögð hafa haldið verði háu með samráðinu. Félag Atvinnurekenda gaf út tilkynningu í dag um að forsvarsmenn fyrirtækja ættu að kanna hvort þeir fái tjón bætt frá skipafélögunum. Sjá einnig: Telja skipafélögin hafa valdið stórfelldu tjóni með samráði Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að tillögur stofnunarinnar feli meðal annars í sér að aðgengi nýrra og minni keppinauta í sjóflutningum að fullnægjandi hafnaraðstoð og skipaafgreiðslu hér á landi verði tryggt. Einnig verði skapaðar aðstæður fyrir aukna samkeppni í landflutningum og hugað verði að leiðum til að skapa aukið aðhald gagnvart nýrri eða sértækri gjaldtöku á flutningamörkuðum. Tillögum þessum er beint til innviðaráðherra, Faxaflóahafna, Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga. Í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins er því einnig sérstaklega beint til viðskiptavina Samskipa og Eimskips að eðlilegt sé að þeir kalli í hverju tilviki eftir skýringum á fjárhæð einstakra gjalda sem innheimt eru við samningagerð. Skipaflutningar Samkeppnismál Eimskip Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Tengdar fréttir Segir milljarða sekt koma til vegna samsæriskenninga Samskip ætla sér að kæra rúmlega fjögurra milljarða króna sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á félagið í gær. Lögmaður Samskipa segir félagið vera sektað fyrir samsæriskenningar sem enginn fótur sé fyrir. 1. september 2023 12:05 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Þetta kemur fram í áliti sem eftirlitið gaf út í dag og snýr að leiðum til að draga úr samkeppnishindrunum og flutningamarkaði, skapa aðhald og efla samkeppni. Álitið má finna hér. Samkeppniseftirlitið sektaði nýverið Samskip um 4,2 milljarða króna fyrir ólöglegt samráð við Eimskip og fyrir samkeppnislagabrot sem metinu voru alvarleg. Eimskip gerði sátt við eftirlitið árið 2021 og greiddi 1,5 milljarða í sekt. Fyrirtækin eru sögð hafa haldið verði háu með samráðinu. Félag Atvinnurekenda gaf út tilkynningu í dag um að forsvarsmenn fyrirtækja ættu að kanna hvort þeir fái tjón bætt frá skipafélögunum. Sjá einnig: Telja skipafélögin hafa valdið stórfelldu tjóni með samráði Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að tillögur stofnunarinnar feli meðal annars í sér að aðgengi nýrra og minni keppinauta í sjóflutningum að fullnægjandi hafnaraðstoð og skipaafgreiðslu hér á landi verði tryggt. Einnig verði skapaðar aðstæður fyrir aukna samkeppni í landflutningum og hugað verði að leiðum til að skapa aukið aðhald gagnvart nýrri eða sértækri gjaldtöku á flutningamörkuðum. Tillögum þessum er beint til innviðaráðherra, Faxaflóahafna, Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga. Í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins er því einnig sérstaklega beint til viðskiptavina Samskipa og Eimskips að eðlilegt sé að þeir kalli í hverju tilviki eftir skýringum á fjárhæð einstakra gjalda sem innheimt eru við samningagerð.
Skipaflutningar Samkeppnismál Eimskip Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Tengdar fréttir Segir milljarða sekt koma til vegna samsæriskenninga Samskip ætla sér að kæra rúmlega fjögurra milljarða króna sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á félagið í gær. Lögmaður Samskipa segir félagið vera sektað fyrir samsæriskenningar sem enginn fótur sé fyrir. 1. september 2023 12:05 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Segir milljarða sekt koma til vegna samsæriskenninga Samskip ætla sér að kæra rúmlega fjögurra milljarða króna sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á félagið í gær. Lögmaður Samskipa segir félagið vera sektað fyrir samsæriskenningar sem enginn fótur sé fyrir. 1. september 2023 12:05