Barist um flugmenn á heimsvísu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. september 2023 13:06 Birgir Jónsson forstjóri Play og Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair. Vísir Barist er um flugmenn á heimsvísu og dæmi eru um að flugfélög þurfi að draga saman flugáætlanir þar sem ekki tekst manna áhafnir. Fjórtán flugmenn Play sögðu upp í gær eftir að hafa fengið atvinnutilboð hjá Icelandair. Allir flugmenn Play voru boðaðir á fund í vikunni eftir að Icelandair bauð allmörgum þeirra vinnu. Play brást við með því að hækka laun flugmanna - og um allt að fimmtíu prósent samkvæmt frétt Túrista. Birgir Jónsson forstjóri Play segir barist um stéttina. „Öll flugfélög í heiminum eru að ráða og stækka við sig og það er mikil uppsveifa i ferðamannaiðnaði og það kemur bara fram í launaþrýstingi á þessar stéttir,“ segir Birgir. „Það lá fyrir í sumar út af þessari samkeppni á alþjóðamarkaði að okkar laun, þegar kemur að flugmönnum, voru orðin úr takti við það sem er verið að bjóða á heimsvísu þannig við hófum vinnu við að laga þau kjör og kynntum það fyrir okkar fólki núna í vikunni. Það lagðist mjög vel í fólk og það er kannski ástæðan fyrir því að við höfum ekki miklar áhyggjur af því að þetta raski okkur mikið.“ Fjórtán flugmenn tóku boðinu en Birgir segir að það muni ekki hafa áhrif á flugáætlun félagsins. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að umræddir flugmenn hafi sótt um starf hjá félaginu fyrir nokkru síðan. Þeim hafi ekki verið settir neinir afarkostir og gert að segja upp störfum nær samdægurs, líkt og verið hefur í umræðunni. Hann segir mikla samkeppni um starfsfólk og dæmi um að félög hafi þurft að draga saman flugáætlun. „Við höfum séð dæmi um það hjá kollegum okkar úti í heimi,“ segir Bogi og tekur fram að Icelandair sé ekki í þeirri stöðu. „En við fylgjumst auðvitað með þessari þróun og þessum skorti og erum að hjálpa ungu fólki að fara í flugnám og munum gera það aftur núna og hvetjum til þess að fólk geri það. Ætlum að setja það í gang með auknum krafti,“ Hvernig eruð þið að liðka til? „Það er með samstarfi við flugskóla og þess háttar og auðvelda fólki að fara í slíkt nám. Með því að fara í samstarf við fleiri flugskóla hér og í nágrannalöndunum.“ Fréttir af flugi Play Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fjórtán flugmenn Play sögðu upp í gær Fjórtán af 125 flugmönnum flugfélagsins Play sögðu upp störfum í gær eftir að hafa fengið atvinnutilboð frá Icelandair. 1. september 2023 08:26 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Allir flugmenn Play voru boðaðir á fund í vikunni eftir að Icelandair bauð allmörgum þeirra vinnu. Play brást við með því að hækka laun flugmanna - og um allt að fimmtíu prósent samkvæmt frétt Túrista. Birgir Jónsson forstjóri Play segir barist um stéttina. „Öll flugfélög í heiminum eru að ráða og stækka við sig og það er mikil uppsveifa i ferðamannaiðnaði og það kemur bara fram í launaþrýstingi á þessar stéttir,“ segir Birgir. „Það lá fyrir í sumar út af þessari samkeppni á alþjóðamarkaði að okkar laun, þegar kemur að flugmönnum, voru orðin úr takti við það sem er verið að bjóða á heimsvísu þannig við hófum vinnu við að laga þau kjör og kynntum það fyrir okkar fólki núna í vikunni. Það lagðist mjög vel í fólk og það er kannski ástæðan fyrir því að við höfum ekki miklar áhyggjur af því að þetta raski okkur mikið.“ Fjórtán flugmenn tóku boðinu en Birgir segir að það muni ekki hafa áhrif á flugáætlun félagsins. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að umræddir flugmenn hafi sótt um starf hjá félaginu fyrir nokkru síðan. Þeim hafi ekki verið settir neinir afarkostir og gert að segja upp störfum nær samdægurs, líkt og verið hefur í umræðunni. Hann segir mikla samkeppni um starfsfólk og dæmi um að félög hafi þurft að draga saman flugáætlun. „Við höfum séð dæmi um það hjá kollegum okkar úti í heimi,“ segir Bogi og tekur fram að Icelandair sé ekki í þeirri stöðu. „En við fylgjumst auðvitað með þessari þróun og þessum skorti og erum að hjálpa ungu fólki að fara í flugnám og munum gera það aftur núna og hvetjum til þess að fólk geri það. Ætlum að setja það í gang með auknum krafti,“ Hvernig eruð þið að liðka til? „Það er með samstarfi við flugskóla og þess háttar og auðvelda fólki að fara í slíkt nám. Með því að fara í samstarf við fleiri flugskóla hér og í nágrannalöndunum.“
Fréttir af flugi Play Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fjórtán flugmenn Play sögðu upp í gær Fjórtán af 125 flugmönnum flugfélagsins Play sögðu upp störfum í gær eftir að hafa fengið atvinnutilboð frá Icelandair. 1. september 2023 08:26 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Fjórtán flugmenn Play sögðu upp í gær Fjórtán af 125 flugmönnum flugfélagsins Play sögðu upp störfum í gær eftir að hafa fengið atvinnutilboð frá Icelandair. 1. september 2023 08:26