Rannsaka bakgrunn þúsunda þjóðvarðliða Bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsakar nú bakgrunn þeirra 25 þúsund þjóðvarðliða sem væntanlegir eru til Washington-borgar í vikunni til þess að gæta öryggis þegar Joe Biden sver embættiseið sinn sem forseti Bandaríkjanna. Innsetningin verður á miðvikudag. Erlent 18. janúar 2021 09:05
Vill vinda ofan af embættisverkum Trumps sem fyrst Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, virðist ætla að hefjast handa við það að vinda ofan af ýmsum stefnumálum Donalds Trump, fráfarandi forseta, um leið og hann tekur við embættinu, þann 20. janúar næstkomandi. Erlent 17. janúar 2021 13:38
Facebook bannar vopnaauglýsingar í Bandaríkjunum Facebook hefur ákveðið að banna auglýsingar sem auglýsa aukahluti fyrir vopn og hlífðarbúnað í Bandaríkjunum. Bannið tekur þegar gildi og mun gilda að minnsta kosti þar til á föstudag, tveimur dögum eftir að Joe Biden, verðandi forseti, sver embættiseið sinn þann 20. janúar. Erlent 16. janúar 2021 23:30
Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. Erlent 16. janúar 2021 19:43
Biden vill bæta í bólusetningar Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, lofaði í gær að undir hans stjórn myndu bandarísk stjórnvöld bæta í bólusetningar við kórónuveirunni. Erlent 16. janúar 2021 07:57
Biden verður @POTUS 20. janúar en verður að safna fylgjendum upp á nýtt Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur fengið úthlutað nýjum Twitter-aðgang. Hann mun hins vegar þurfa að byrja upp á nýtt að safna fylgjendum, ólíkt því sem gerðist þegar Obama lét af embætti og Donald Trump tók við. Erlent 15. janúar 2021 15:26
Kynnti 1.900 milljarða dala aðgerðapakka Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, kynnti í gærkvöldi aðgerðapakka sem ætlað er að örva bandarískan efnahag í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Alls er fyrirhugað að verja 1.900 milljörðum Bandaríkjadala til ýmissa verkefna og meðal annars fá allir landsmenn 1.400 dala eingreiðslu, um 180 þúsund krónur. Erlent 15. janúar 2021 07:42
Lady Gaga og Jennifer Lopez syngja fyrir Biden Tónlistar- og leikkonurnar Lady Gaga og Jennifer Lopez munu syngja við innsetningarathöfn Joes Biden þegar hann tekur við embætti Bandaríkjaforseta eftir viku. Frá þessu sagði nefndin sem sér um athöfnina í dag. Lífið 14. janúar 2021 15:54
Burns mun stýra leyniþjónustunni CIA Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, mun tilnefna William Burns sem næsta forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Hinn 64 ára Burns hefur áður starfað sem diplómati í bandarísku utanríkisþjónustunni og gegndi embætti aðstoðarutanríkisráðherra á árunum 2011 til 2014. Erlent 11. janúar 2021 12:30
Pence verður viðstaddur embættistöku Biden Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, ætlar að vera viðstaddur þegar Joe Biden og Kamala Harris verða sett í embætti síðar í þessum mánuði. Fjölmiðlar vestanhafs hafa þetta eftir heimildarmanni í Washington, en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sjálfur lýst því yfir að hann muni ekki vera viðstaddur innsetningarathöfnina. Erlent 10. janúar 2021 11:15
Trump verður ekki viðstaddur innsetningu Bidens Donald Trump fráfarandi Bandaríkjaforseti ætlar ekki að mæta á vígsluathöfn Joes Biden þann 20. janúar. Frá þessu greinir Trump á Twitter en nefnir ekki ástæðu þess að hann ætlar ekki að mæta. Erlent 8. janúar 2021 16:03
Sagði atburði gærdagsins afleiðingu valdatíðar Trump Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt viðbrögð lögreglu við árásinni á þinghúsið í gær harðlega. Hann segir óásættanlegt að hugsa til þess að lögregla hefði brugðist við af meiri hörku ef um Black Lives Matter mótmæli væri að ræða. Erlent 7. janúar 2021 21:41
Hverjar verða afleiðingar atburða gærdagsins? Mikill titringur er í Washington D.C. eftir atburðarás gærdagsins og meðal annars rætt óformlega um að koma forsetanum frá. Bandaríska þingið lauk í gær talningu atkvæða kjörmanna og því ekkert sem kemur í veg fyrir að Joe Biden verði forseti 20. janúar nk. Erlent 7. janúar 2021 13:42
Maðurinn sem Obama tilnefndi í Hæstarétt verður dómsmálaráðherra Bidens Dómarinn Merrick Garland, sem Barack Obama tilnefndi sem hæstaréttardómara árið 2016 en þingmenn Repúblikana neituðu að staðfesta í embætti, verður dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Joes Biden. Erlent 7. janúar 2021 09:04
Kjör Bidens staðfest þrátt fyrir innrás í þinghúsið Bandaríkjaþing staðfesti nú rétt í þessu kjör Joe Bidens og Kamölu Harris sem forseta og varaforseta Bandaríkjanna eftir ótrúlega atburðarás í gær þar sem þetta lýðræðislega ferli var hindrað. Erlent 7. janúar 2021 08:48
Fjórir látnir eftir árásina á þinghúsið Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir óeirðirnar við þinghús Bandaríkjaþings í Washington DC í gær. Erlent 7. janúar 2021 07:02
Trump einangraður eftir ótrúlega atburðarás Þingmenn, stórfyrirtæki og stjórnmálaleiðtogar hafa fordæmt Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, fyrir viðbrögð hans við atburðum gærkvöldsins í þinghúsinu í Washington D.C. Twitter ákvað að loka fyrir aðgang hans af ótta við að færslur hans myndu hvetja til ofbeldis og samstarfsmenn hans eru sagðir íhuga að koma honum frá völdum. Erlent 7. janúar 2021 03:25
Obama sakar repúblikana um að afvegaleiða stuðningsmenn sína Atburðarás dagsins verður skráð í sögubækurnar sem hneisa og skömm bandarísku þjóðarinnar. Þetta segir Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, í yfirlýsingu sem hann hefur birt á Twitter. Erlent 7. janúar 2021 02:13
Leiðtogar bregðast við: „Óásættanleg aðför að lýðræðinu“ Fjölmargir leiðtogar hafa tjáð sig um atburðarásina í Washington D.C. fyrr í kvöld, þar sem múgur réðist inn í þinghúsið þegar staðfesting Joe Biden sem næsta forseta Bandaríkjanna stóð yfir. Erlent 7. janúar 2021 01:10
„Þetta eru ekki mótmæli, þetta er uppreisn“ Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, flutti ávarp nú fyrir stundu vegna þeirrar ringulreiðar sem nú ríkir í Washington D.C. eftir að mótmælendur brutu sér leið inn í þinghúsið. Biden baðst afsökunar á að hafa flutt ávarp sitt seinna en áætlað var, en upphaflega hafði hann ætlað að tala um efnahagsmál í ávarpi sínu. Erlent 6. janúar 2021 21:28
Ráðist inn í þinghúsið: Atburðarásin í myndum Sameiginlegur þingfundur beggja deilda bandaríska þingsins hófst með hefðbundnum hætti um kvöldmatarleytið að íslenskum tíma. Þingið var samankomið til að staðfesta sigur Joe Biden í forsetakosningunum vestanhafs en áður höfðu nokkrir þingmanna Repúblikanaflokksins í báðum deildum greint frá því að þeir hygðust andmæla. Erlent 6. janúar 2021 21:27
Fátt sem getur komið í veg fyrir staðfestingu úrslitanna Þingmenn beggja deilda Bandaríkjaþings munu koma saman í dag og staðfesta sigur Joe Bidens í forsetakosningunum í nóvember. Þrátt fyrir mótmæli fjölda þingmanna Repúblikana sem hafa, ásamt Donald Trump, fráfarandi forseta, haldið því fram að sigur Bidens sé mögulega ólögmætur eru litlar sem engar líkur á öðru en að niðurstaðan verði staðfest, þó það gæti dregist til morguns vegna mótmælanna. Erlent 6. janúar 2021 15:47
„Forsetinn getur ekki krafist, tekið eða hrifsað til sín vald“ Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, hélt kosningafund í Georgíu í gær, líkt og Donald Trump, fráfarandi forseti. Tilefni fundanna eru aukakosningar í ríkinu um tvö öldungadeildarþingsæti þar sem Repúblikanar sækjast eftir endurkjöri. Erlent 5. janúar 2021 08:01
Aukakosningarnar skipta sköpum fyrir verðandi forsetann Á morgun fara fram aukakosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Tveir sitjandi öldungadeildarþingmenn Georgíuríkis, báðir Repúblikanar, sækjast eftir endurkjöri. Niðurstöður kosninganna gætu litað fyrstu ár forsetatíðar Joes Biden mikið. Þær munu ráða því hvort Repúblikanar halda meirihluta sínum í deildinni eða ekki. Erlent 4. janúar 2021 23:26
Þingmenn Repúblikana neita enn að viðurkenna niðurstöður kosninganna Ted Cruz og Ron Johnson eru á meðal þeirra öldungadeildarþingmanna úr röðum Repúblikanaflokksins sem segjast ekki ætla að samþykkja niðurstöður kosningaúrslita úr þeim ríkjum þar sem Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur dregið framkvæmd og úrslit kosninganna í efa. Erlent 2. janúar 2021 22:25
Lögsókn sem átti að heimila Pence að hafna kjörmönnum hent út Alríkisdómari í Texas hefur hafnað lögsókn fulltrúadeildarþingmanns Repúblikana og samflokksmanna hans í Arizona sem miðaði að því að heimila varaforseta Bandaríkjanna að hafna atkvæðum ákveðinna kjörmanna í forsetakosningunum ytra. Erlent 2. janúar 2021 10:37
Sakar Trump-liða um að draga lappirnar Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, segir að pólitískt ráðnir starfsmenn Donalds Trump, fráfarandi forseta, og Trump sjálfur séu að draga lappirnar varðandi stjórnarskiptin. Vísaði hann sérstaklega til starfsmanna stofnanna í varnarmálaráðuneytinu og Office of Management and Budget eða OMB. Erlent 29. desember 2020 15:01
Biden fékk bóluefnið í beinni Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, var í dag bólusettur fyrir kórónuveirunni. Bólusetningin fór fram í beinni útsendingu í von um að það sýni Bandaríkjamönnum að bólusetningarnar gegn Covid-19 séu almennt öruggar. Erlent 21. desember 2020 21:04
Segir Biden ætla að refsa Rússum fyrir tölvuárásina umfangsmiklu Þegar Joe Biden verður forseti Bandaríkjanna í næsta mánuði, mun hann refsa yfirvöldum Rússlands vegna gífurlega umfangsmikillar tölvuárásar sem Rússar eru taldir bera ábyrgð á. Ron Klain, starfsmannastjóri Bidens, segir að þeim sem beri ábyrgð á árásinni verði refsað. Erlent 21. desember 2020 09:36
Framboð Trumps reynir að fá úrslitunum snúið hjá Hæstarétti Fulltrúar á vegum Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, hafa lagt beiðni fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna til þess að reyna að fá úrslitum forsetakosninganna í nóvember snúið. Erlent 20. desember 2020 23:00