Segir ekki hægt að afskrifa valdatíð Trumps sem algjört frávik Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. janúar 2021 12:35 Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir Donald Trump fráfarandi Bandaríkjaforseta ekki einstakt fyrirbæri sem spili algjörlega á eigin forsendum. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir ekki hægt að afskrifa valdatíð Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, sem algjört frávik. Hann hafi sprottið úr jarðvegi sem hafi orðið til jafnt og þétt í Bandaríkjunum allt frá árinu 1970 þegar íhaldsöfl risu upp gegn ákveðinni frjálslyndisbylgju sem þá var. Eiríkur ræddi valdaskiptin á forsetastóli Bandaríkjanna í dag í Bítinu á Bylgjunni í morgun ásamt Stefaníu Óskarsdóttur, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Joe Biden tekur við sem forseti Bandaríkjanna af Donald Trump við hátíðlega athöfn í Washington-borg. Athöfnin verður um margt óvenjuleg vegna kórónuveirufaraldursins og árásarinnar á þinghúsið í borginni fyrr í mánuðinum auk þess sem Trump brýtur sterka hefð með því að vera ekki viðstaddur innsetningarathöfn nýs forseta. „Það er kannski það sem er einna athyglisverðast þegar maður skoðar bandarísk stjórnmál undanfarin fjögur ár og lengur raunar er að það er hvað það dregur undan hefðunum og venjunum. Bandarískt stjórnarkerfi er þannig uppbyggt að það hvílir alveg óvanalega mikið á hefðum og venjum og að þátttakendurnir á sviðinu virði þessar venjur og hefðir. Þetta er ríkari þráður í bandarísku stjórnkerfi heldur en í flestum öðrum stjórnkerfum vestrænna ríkja sem við þekkjum. […] Það er þessi tilraun: hvað gerist þegar þátttakendur hætta að virða leikreglurnar? Það er það sem við erum að fylgjast með,“ sagði Eiríkur. Þá lagði hann áherslu á að Trump væri ekki einstakt fyrirbæri. „Hann er ekki einn maður sem spilar algjörlega á eigin forsendum. Hann verður til upp úr ákveðnum jarðvegi í bandarískum stjórnmálum sem hefur verið að verða til bara frá því upp úr 1970. Þegar ákveðnar hræringar urðu í Bandaríkjunum og íhaldsöfl risu upp gegn ákveðinni frjálslyndisbylgju sem þá var. Allar götur síðan hefur í rauninni jarðvegurinn verið undirbúinn fyrir einhvern á borð við Trump. Þannig að það er ekki hægt að skýra þetta út frá hans persónu.“ Myndi líklegast ekki mega bjóða sig fram aftur ef hann yrði dæmdur Eiríkur sagði að nú væri verið að fara frá einhverjum óvanalegasta forseta Bandaríkjanna yfir til kannski vanalegasta forseta landsins; Biden væri snýttur úr sömu nös og hefðbundnir stjórnmálamenn, væri miðjusækinn og gæti nánast verið í hvorum flokknum sem væri, með Demókrötum eða Repúblikönum. „Það breytir samt ekki því að þetta er ekki þannig að pendúllinn hafi farið yfir og að við getum afskrifað tíð Donalds Trump sem algjört frávik því sú hreyfing sem kom honum á forsetastól og þær tilfinningar, hugmyndir og straumar sem lágu undir og fleyttu honum í stól forseta, það er allt ennþá til staðar í Bandaríkjunum,“ sagði Eiríkur. Stefanía var spurð hvort það yrðu mögulega einhver eftirmál og hvort farið yrði á eftir Trump nú þegar valdatíð hans er lokið. Hún minnti á að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefði samþykkt ákæru á hendur honum í síðustu viku vegna árásarinnar á þinghúsið. Sú ákæra lægi nú fyrir öldungadeildinni sem fer með dómsvaldið og gæti því sakfellt Trump. „Margir hafa velt því fyrir sér hvort það er hægt að fara á eftir fráfarandi forseta, sem er farinn frá völdum, það á allt saman eftir að koma í ljós. Hins vegar er það líka ljóst að forystumaður Repúblikana í öldungadeildinni sem hefur allt kjörtímabilið reynst einn dyggasti stuðningsmaður Trumps, honum var nóg boðið eftir innrásina í þinghúsið fyrir tveimur vikum og er sagður afskaplega reiður og í rauninni jafnvel styðja það að Trump verði dæmdur. En til þess að það verði þurfa allir 50 öldungadeildarþingmenn Demókrata að styðja það og þar fyrir utan 17 Repúblikanar. Það myndi líklegast líka fylgja með í kaupunum, ef hann yrði dæmdur af öldungadeildinni, að það myndi jafnframt verða samþykkt að Trump mætti ekki bjóða sig aftur fram í neitt opinbert embætti,“ sagði Stefanía. Viðtalið við þau Eirík má heyra í spilaranum ofar í fréttinni. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Eiríkur ræddi valdaskiptin á forsetastóli Bandaríkjanna í dag í Bítinu á Bylgjunni í morgun ásamt Stefaníu Óskarsdóttur, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Joe Biden tekur við sem forseti Bandaríkjanna af Donald Trump við hátíðlega athöfn í Washington-borg. Athöfnin verður um margt óvenjuleg vegna kórónuveirufaraldursins og árásarinnar á þinghúsið í borginni fyrr í mánuðinum auk þess sem Trump brýtur sterka hefð með því að vera ekki viðstaddur innsetningarathöfn nýs forseta. „Það er kannski það sem er einna athyglisverðast þegar maður skoðar bandarísk stjórnmál undanfarin fjögur ár og lengur raunar er að það er hvað það dregur undan hefðunum og venjunum. Bandarískt stjórnarkerfi er þannig uppbyggt að það hvílir alveg óvanalega mikið á hefðum og venjum og að þátttakendurnir á sviðinu virði þessar venjur og hefðir. Þetta er ríkari þráður í bandarísku stjórnkerfi heldur en í flestum öðrum stjórnkerfum vestrænna ríkja sem við þekkjum. […] Það er þessi tilraun: hvað gerist þegar þátttakendur hætta að virða leikreglurnar? Það er það sem við erum að fylgjast með,“ sagði Eiríkur. Þá lagði hann áherslu á að Trump væri ekki einstakt fyrirbæri. „Hann er ekki einn maður sem spilar algjörlega á eigin forsendum. Hann verður til upp úr ákveðnum jarðvegi í bandarískum stjórnmálum sem hefur verið að verða til bara frá því upp úr 1970. Þegar ákveðnar hræringar urðu í Bandaríkjunum og íhaldsöfl risu upp gegn ákveðinni frjálslyndisbylgju sem þá var. Allar götur síðan hefur í rauninni jarðvegurinn verið undirbúinn fyrir einhvern á borð við Trump. Þannig að það er ekki hægt að skýra þetta út frá hans persónu.“ Myndi líklegast ekki mega bjóða sig fram aftur ef hann yrði dæmdur Eiríkur sagði að nú væri verið að fara frá einhverjum óvanalegasta forseta Bandaríkjanna yfir til kannski vanalegasta forseta landsins; Biden væri snýttur úr sömu nös og hefðbundnir stjórnmálamenn, væri miðjusækinn og gæti nánast verið í hvorum flokknum sem væri, með Demókrötum eða Repúblikönum. „Það breytir samt ekki því að þetta er ekki þannig að pendúllinn hafi farið yfir og að við getum afskrifað tíð Donalds Trump sem algjört frávik því sú hreyfing sem kom honum á forsetastól og þær tilfinningar, hugmyndir og straumar sem lágu undir og fleyttu honum í stól forseta, það er allt ennþá til staðar í Bandaríkjunum,“ sagði Eiríkur. Stefanía var spurð hvort það yrðu mögulega einhver eftirmál og hvort farið yrði á eftir Trump nú þegar valdatíð hans er lokið. Hún minnti á að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefði samþykkt ákæru á hendur honum í síðustu viku vegna árásarinnar á þinghúsið. Sú ákæra lægi nú fyrir öldungadeildinni sem fer með dómsvaldið og gæti því sakfellt Trump. „Margir hafa velt því fyrir sér hvort það er hægt að fara á eftir fráfarandi forseta, sem er farinn frá völdum, það á allt saman eftir að koma í ljós. Hins vegar er það líka ljóst að forystumaður Repúblikana í öldungadeildinni sem hefur allt kjörtímabilið reynst einn dyggasti stuðningsmaður Trumps, honum var nóg boðið eftir innrásina í þinghúsið fyrir tveimur vikum og er sagður afskaplega reiður og í rauninni jafnvel styðja það að Trump verði dæmdur. En til þess að það verði þurfa allir 50 öldungadeildarþingmenn Demókrata að styðja það og þar fyrir utan 17 Repúblikanar. Það myndi líklegast líka fylgja með í kaupunum, ef hann yrði dæmdur af öldungadeildinni, að það myndi jafnframt verða samþykkt að Trump mætti ekki bjóða sig aftur fram í neitt opinbert embætti,“ sagði Stefanía. Viðtalið við þau Eirík má heyra í spilaranum ofar í fréttinni.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira