Biden þegar byrjaður að snúa við ákvörðunum Trumps Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. janúar 2021 22:47 Joe Biden skrifaði undir sínar fyrstu forsetatilskipanir í dag, strax á fyrsta degi í embætti. Getty/Chip Somodevilla Joe Biden skrifaði undir sínar fyrstu forsetatilskipanir í dag, fljótlega eftir að hann steig í fyrsta sinn inn á skrifstofu forseta í Hvíta húsinu eftir að hafa tekið við embætti forseta. Hann sagði tilskipanirnar vera „djarfar“ og að þær snúist um að uppfylla loforð hans gagnvart Bandarísku þjóðinni. Fyrsta tilskipunin sem hann undirritaði varðar grímuskyldu í byggingum alríkisstofnanna. Sú ákvörðun þykir táknræn fyrir vilja Biden til að taka kórónuveriufaraldurinn harðari tökum en forveri hans Donalds Trump gerði. BREAKING: Joe Biden signs executive action to rejoin Paris Climate Accord "as of today." https://t.co/qjeUynJUdz #InaugurationDay pic.twitter.com/7aBLn6R8Lq— ABC News (@ABC) January 20, 2021 Alls skrifar Biden undir fimmtán forsetatilskipanir og tvær umboðsaðgerðir nú á sínum fyrsta degi í embætti, sem meðal annars fela í sér að hnekkja nokkrum af þeim ákvörðunum sem Donald Trump tók í sinni embættistíð. „Við munum þurfa að setja lög um marga hluti,“ sagði Biden við þá fréttamenn sem viðstaddir voru. Að grípa svo hratt til svo margra og veigamikilla aðgerða strax á fyrsta degi í embætti þykir fordæmalaust í sögunni að því er CNN greinir frá. Meðal þeirra tilskipana sem Biden hefur skrifað undir má nefna ákvörðun um að hnekkja áformum Trump-stjórnarinnar um byggingu landamæraveggjar og um að horfið verði frá hertum landamærareglum sem beindust sérstaklega að múslimskum ríkjum sem settar voru í tíð Trump. Þá hyggst Biden líka snúa við nokkrum af ákvörðunum Trump um að draga Bandaríkin úr hinu og þessu alþjóðasamstarfi, meðal annars úr Parísarsamkomulaginu og úrsögn úr Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. After taking the oath of office this afternoon, I got right to work taking action to:- Control the pandemic- Provide economic relief- Tackle climate change- Advance racial equity— President Biden (@POTUS) January 20, 2021 Fréttin hefur verið uppfærð. Joe Biden Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira
Fyrsta tilskipunin sem hann undirritaði varðar grímuskyldu í byggingum alríkisstofnanna. Sú ákvörðun þykir táknræn fyrir vilja Biden til að taka kórónuveriufaraldurinn harðari tökum en forveri hans Donalds Trump gerði. BREAKING: Joe Biden signs executive action to rejoin Paris Climate Accord "as of today." https://t.co/qjeUynJUdz #InaugurationDay pic.twitter.com/7aBLn6R8Lq— ABC News (@ABC) January 20, 2021 Alls skrifar Biden undir fimmtán forsetatilskipanir og tvær umboðsaðgerðir nú á sínum fyrsta degi í embætti, sem meðal annars fela í sér að hnekkja nokkrum af þeim ákvörðunum sem Donald Trump tók í sinni embættistíð. „Við munum þurfa að setja lög um marga hluti,“ sagði Biden við þá fréttamenn sem viðstaddir voru. Að grípa svo hratt til svo margra og veigamikilla aðgerða strax á fyrsta degi í embætti þykir fordæmalaust í sögunni að því er CNN greinir frá. Meðal þeirra tilskipana sem Biden hefur skrifað undir má nefna ákvörðun um að hnekkja áformum Trump-stjórnarinnar um byggingu landamæraveggjar og um að horfið verði frá hertum landamærareglum sem beindust sérstaklega að múslimskum ríkjum sem settar voru í tíð Trump. Þá hyggst Biden líka snúa við nokkrum af ákvörðunum Trump um að draga Bandaríkin úr hinu og þessu alþjóðasamstarfi, meðal annars úr Parísarsamkomulaginu og úrsögn úr Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. After taking the oath of office this afternoon, I got right to work taking action to:- Control the pandemic- Provide economic relief- Tackle climate change- Advance racial equity— President Biden (@POTUS) January 20, 2021 Fréttin hefur verið uppfærð.
Joe Biden Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira