Vill vinda ofan af embættisverkum Trumps sem fyrst Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. janúar 2021 13:38 Biden tekur við embætti forseta næsta miðvikudag. Alex Wong/Getty Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, virðist ætla að hefjast handa við það að vinda ofan af ýmsum stefnumálum Donalds Trump, fráfarandi forseta, um leið og hann tekur við embættinu, þann 20. janúar næstkomandi. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Biden ætli með forsetatilskipun að aflétta ferðabanni Trumps, sem varnaði fjölda fólks frá ríkjum þar sem meirihluti þjóðarinnar eru múslimar inngöngu í Bandaríkin. Þá er Biden einnig sagður ætla að koma Bandaríkjunum aftur inn í Parísarsáttmálann, loftslagsáttmálaátaki Sameinuðu þjóðanna sem Trump dró Bandaríkin út úr árið 2019. Vill gera mikið á stuttum tíma Breska ríkisútvarpið vísar til minnisblaðs sem sagt er staðfesta þessar fyrirætlanir Bidens. Með forsetatilskipunum ætli hann, strax á fyrstu tíu dögum forsetatíðar sinnar, að vinda ofan af þeim stefnum Trump-stjórnarinnar sem reynst hafa hvað umdeildastar. Þá er Biden einnig sagður ætla að koma á grímuskyldu á almannafæri sem og við ferðalög á milli ríkja. Eins ætli hann að koma í veg fyrir að hægt verði að bera fólk út eða svipta það eigum sínum vegna vanskila, þar sem margir Bandaríkjamenn hafa komið afar illa fjárhagslega út úr kórónuveirufaraldrinum. Biden ætlar þar að auki að leggja frumvarp fyrir Bandaríkjaþing sem á að auka möguleika innflytjenda í landinu til að verða bandarískir ríkisborgarar og annað frumvarp um 1.900 milljarða dollara aðgerðapakka til að draga úr efnahagsáfallinu sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið vestanhafs. Þá hefur Biden sett sér það markmið að búið verði að bólusetja 100 milljónir Bandaríkjamanna á fyrstu 100 dögum hans í embætti, en hann verður svarinn í embætti forseta í Washington-borg að hádegi að staðartíma þann 20. janúar næstkomandi. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43 Biden vill bæta í bólusetningar Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, lofaði í gær að undir hans stjórn myndu bandarísk stjórnvöld bæta í bólusetningar við kórónuveirunni. 16. janúar 2021 07:57 Biden verður @POTUS 20. janúar en verður að safna fylgjendum upp á nýtt Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur fengið úthlutað nýjum Twitter-aðgang. Hann mun hins vegar þurfa að byrja upp á nýtt að safna fylgjendum, ólíkt því sem gerðist þegar Obama lét af embætti og Donald Trump tók við. 15. janúar 2021 15:26 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Biden ætli með forsetatilskipun að aflétta ferðabanni Trumps, sem varnaði fjölda fólks frá ríkjum þar sem meirihluti þjóðarinnar eru múslimar inngöngu í Bandaríkin. Þá er Biden einnig sagður ætla að koma Bandaríkjunum aftur inn í Parísarsáttmálann, loftslagsáttmálaátaki Sameinuðu þjóðanna sem Trump dró Bandaríkin út úr árið 2019. Vill gera mikið á stuttum tíma Breska ríkisútvarpið vísar til minnisblaðs sem sagt er staðfesta þessar fyrirætlanir Bidens. Með forsetatilskipunum ætli hann, strax á fyrstu tíu dögum forsetatíðar sinnar, að vinda ofan af þeim stefnum Trump-stjórnarinnar sem reynst hafa hvað umdeildastar. Þá er Biden einnig sagður ætla að koma á grímuskyldu á almannafæri sem og við ferðalög á milli ríkja. Eins ætli hann að koma í veg fyrir að hægt verði að bera fólk út eða svipta það eigum sínum vegna vanskila, þar sem margir Bandaríkjamenn hafa komið afar illa fjárhagslega út úr kórónuveirufaraldrinum. Biden ætlar þar að auki að leggja frumvarp fyrir Bandaríkjaþing sem á að auka möguleika innflytjenda í landinu til að verða bandarískir ríkisborgarar og annað frumvarp um 1.900 milljarða dollara aðgerðapakka til að draga úr efnahagsáfallinu sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið vestanhafs. Þá hefur Biden sett sér það markmið að búið verði að bólusetja 100 milljónir Bandaríkjamanna á fyrstu 100 dögum hans í embætti, en hann verður svarinn í embætti forseta í Washington-borg að hádegi að staðartíma þann 20. janúar næstkomandi.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43 Biden vill bæta í bólusetningar Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, lofaði í gær að undir hans stjórn myndu bandarísk stjórnvöld bæta í bólusetningar við kórónuveirunni. 16. janúar 2021 07:57 Biden verður @POTUS 20. janúar en verður að safna fylgjendum upp á nýtt Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur fengið úthlutað nýjum Twitter-aðgang. Hann mun hins vegar þurfa að byrja upp á nýtt að safna fylgjendum, ólíkt því sem gerðist þegar Obama lét af embætti og Donald Trump tók við. 15. janúar 2021 15:26 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira
Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43
Biden vill bæta í bólusetningar Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, lofaði í gær að undir hans stjórn myndu bandarísk stjórnvöld bæta í bólusetningar við kórónuveirunni. 16. janúar 2021 07:57
Biden verður @POTUS 20. janúar en verður að safna fylgjendum upp á nýtt Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur fengið úthlutað nýjum Twitter-aðgang. Hann mun hins vegar þurfa að byrja upp á nýtt að safna fylgjendum, ólíkt því sem gerðist þegar Obama lét af embætti og Donald Trump tók við. 15. janúar 2021 15:26