Krefst landsvæðis og að Úkraína dragi NATO-umsóknina til baka Vladimír Pútín Rússlandsforseti krefst þess að Úkraínumenn láti af hendi meira landsvæði í Kænugarði, fjarlægi hersveitir í eigin landi og dragi umsókn um aðild í Arlantshafsbandalginu til baka, til þess að hann bindi enda á stríð Rússa í Úkraínu. Erlent 15. júní 2024 08:07
Samþykktu fimmtíu milljarða dala aðstoð til Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti fyrr í kvöld að leiðtogar G7 ríkjanna hefðu komist að samkomulagi um að taka lán upp á fimmtíu milljarða Bandaríkjadala fyrir aðstoð til Úkraínu og borga upp lánið með vöxtum af ríkiseignum Rússa sem búið væri að frysta Erlent 13. júní 2024 23:06
Vopnakaup samræmist stefnu þrátt fyrir gagnrýni varaformannsins Fulltrúi Samfylkingarinnar í utanríkismálanefnd Alþingis segir það í takt við stefnu flokksins að Ísland styðji óbeint hergagnakaup fyrir Úkraínu. Varaformaður flokksins lýsti yfir afdráttarlausri andstöðu við vopnakaup í viðtali í síðustu viku. Innlent 10. júní 2024 10:39
„Hvorum megin í sögunni ætlar þú að skipa þér, Sigmundur Davíð?“ Þingmennirnir Diljá Mist Einarsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tókust á í Sprengisandi um eðli aðstoðar íslenska ríkisins við Úkraínu ásamt Orra Páli Jóhannssyni. Diljá Mist líkti Sigmundi Davíð við breska forsætisráðherrann Neville Chamberlain sem vildi hemja útþenslu Þýskalands nasismans með friðsamlegum leiðum. Innlent 9. júní 2024 14:31
Svar og opið bréf til Þórdísar Kolbrúnar varðandi vopnakaup íslensku þjóðarinnar Mig langaði að varpa nokkrum spurningum til þín Þórdís með tilvitnunum í grein þína „Hví styður Ísland vopnakaup fyrir Úkraínu“ Skoðun 7. júní 2024 10:30
Hrokafull afstaða utanríkisráðherra Frá því að Ísland gerðist stofnaðili að Atlandshafsbandalaginu fyrir 75 árum hafa fjárframlög okkar til bandalagsins verið bundin því skilyrði að þau séu ekki notuð til að kaupa vopn heldur fari til kaupa á lækningavörum. Stefna okkar hefur verið að lækna og líkna - ekki meiða og drepa. Skoðun 7. júní 2024 09:30
Tengdi stríðið í Úkraínu við baráttuna gegn fasismanum Joe Biden Bandaríkjaforseti líkti stríðinu í Úkraínu ítrekað við baráttu bandamanna gegn fasískum öflum í síðari heimsstyrjöldinni í ávarpi við minningarathöfn um innrásina í Normandí í dag. Evrópu væri ógnað ef Úkraína tapaði stríðinu. Erlent 6. júní 2024 20:53
Ríkisstjórnin hafi sjálf skilyrt stuðning við Úkraínu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina sjálfa hafa fallið á því prófi að styðja Úkraínu. Hún hafi raunar skilyrt stuðning sinn „við það sem henni liði vel með“. Þorbjörg vísar þar til afnám tollfrelsis á úkraínskum landbúnaðarvörum sem hafi strandað á sérhagsmunaaðilum. Innlent 6. júní 2024 11:50
„Hrokafull afstaða“ að skilyrða stuðning við Úkraínu „Í mínum huga væri það ansi hrokafull afstaða að skilyrða fjárhagslegan stuðning okkar við að Úkraínumenn kaupi ekki það sem þá vantar helst heldur það sem okkur sjálfum líður best með,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra í aðsendri grein á Vísi. Erlent 6. júní 2024 09:22
Hví styður Ísland vopnakaup fyrir Úkraínu? Einfalda svarið þessari spurningunni er: Vegna þess að fólk sem berst fyrir sjálfstæði sínu og frelsi gegn blóðugri innrás þarf vopn til að verja sig. Ef við ættum vopn, þá myndum við senda þau. En þegar kemur að fjármagni þá viljum við nýta það til brýnustu þarfa Úkraínu, samkvæmt þeirra eigin mati. Skoðun 6. júní 2024 08:31
Hótar því að sjá öðrum fyrir vopnum til að gera árásir á Vesturlönd Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur hótað því að Rússar gætu séð öðrum ríkjum fyrir langdrægum vopnum til að gera árásir á vestræn ríki. Öldungadeildarþingmaðurinn Mike Rounds staðfesti í gær að bandarísk vopn hefðu verið notuð í árásum á Rússland. Erlent 6. júní 2024 06:53
Búa sig undir holskeflu upplýsingafals í kringum Evrópukosningar Líklegt er talið að upplýsingafals á netinu varpi skugga á Evrópuþingskosningar sem hefjast á morgun. Sérfræðingar óttast að gervigreind geri áróðursmeisturum auðveldara fyrir en áður en dreifa misvísandi upplýsingum. Erlent 5. júní 2024 12:39
Þingmenn opnið augun og finnið kjarkinn Ég veit að það er erfitt að vera öðruvísi. Líka þegar maður mætir í boð hjá erlendum ráðamönnum sem allir eru á því að Úkraína verði að sigra á vígvellinum í yfirstandandi stríði. Þetta er helstefna Evrópu í hnotskurn. Stríðið mun færast í aukana. Skoðun 5. júní 2024 12:31
„Skítaskilaboð“ forsetaframbjóðenda til Úkraínumanna Formaður utanríkismálanefndar Alþingis lýsir afstöðu sumra forsetaframbjóðenda að Ísland eigi ekki að styðja Úkraínumenn til vopnakaupa sem „skítaskilaboðum“. Halla Tómasdóttir, nýkjörin forseti, var einna mest afgerandi í þeirri skoðun fyrir kosningar. Innlent 5. júní 2024 09:35
Segir franska hermenn í Úkraínu lögmæt skotmörk Rússa Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir franska hermenn sem kunna að ferðast til Úkraínu til að þjálfa Úkraínumenn í hernaði „lögmæt skotmörk“ Rússa. Fréttir 5. júní 2024 06:38
Áróður Kremlar teygir anga sína til Íslands Fréttavefsíða sem er sögð fjármögnuð af stjónvöldum í Kreml til þess að dreifa áróðri og grafa undan stuðningi við Úkraínu í Evrópu er meðal annars til í íslenskri útgáfu. Evrópskir fjölmiðlar afhjúpuðu hvernig sjóðurinn sem stendur að baki síðunni stendur fyrir upplýsingahernaði í álfunni. Innlent 3. júní 2024 10:45
Fjöldi loftárása á orkuver víðsvegar um Úkraínu Rússar gerðu fjölda loftárása, sem beindust að úkraínskum orkuverum og öðrum sambærilegum innviðum, í morgun. Yfirvöld í fimm héröðum Úkraínu hafa greint frá árásum. Erlent 1. júní 2024 08:37
Ólík sýn á hvort Ísland eigi að styðja vörn Úkraínumanna Efstu frambjóðendur í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar voru ekki á einu máli um hvort rétt væri af Íslandi að styðja Úkraínumenn í vörn þeirra gegn innrás Rússa í kappræðum RÚV í kvöld. Halla Tómasdóttir lýsti einna mestum efasemdum um að styðja Úkraínu hernaðarlega. Innlent 31. maí 2024 23:04
Bjarni fundar með Selenskí í Stokkhólmi Forsætisráðherrar Norðurlandanna koma saman í Stokkhólmi í dag til þess að funda með Volódómír Selenskí Úkraínuforseta. Innlent 31. maí 2024 08:37
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Bakhjarlar Úkraínu leyfa árásir í Rússlandi Undanfarna mánuði hafa orðið nokkrar vendingar í stríðinu í Úkraínu. Rússar sækja enn hægt fram á austurhluta Úkraínu og hafa opnað nýja víglínu í norðausturhluta landsins. Úkraínumenn hafa þar að auki áhyggjur af nýrri hernaðaruppbyggingu norðar á landamærunum eða jafnvel í Belarús. Erlent 31. maí 2024 08:00
Heimilar notkun vopna frá Bandaríkjunum á rússneska grund Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur gefið Úkraínumönnum grænt ljós á notkun vopna frá Bandaríkjunum í árásum á Rússland. Heimildin er þó takmörkunum háð og nær aðeins til tilvika þar sem um sjálfsvörn er að ræða. Erlent 31. maí 2024 07:45
Gefa Úkraínumönnum eftirlitsflugvélar Ríkisstjórn Svíþjóðar hefur ákveðið að senda umfangsmikinn hergagnapakka til til Úkraínu. Í honum eru fjölmargir bryndrekar, skriðdrekar, Starlink-kerfi, skotfæri fyrir stórskotalið og loftvarnarkerfi og tvær eftirlitsflugvélar, sem veita eiga Úkraínumönnum mun betri getu til að fylgjast með háloftunum yfir víglínunni, svo eitthvað sé nefnt. Erlent 29. maí 2024 09:36
Pólverjar víggirða landamærin í austri Ráðamenn í Póllandi tilkynntu í gær ætlanir um umfangsmikla varnarvirkjagerð á landamærum Póllands við Rússland og Belarús. Einnig stendur til að auka fjárfestingar í stafrænum vörnum, drónaeftirliti og annarskonar varnarmálum. Erlent 28. maí 2024 10:44
Segja Frakka ætla að senda hermenn til Úkraínu Ráðamenn í Frakklandi ætla að senda hermenn til Úkraínu. Þetta sagði yfirmaður herafla Úkraínu í dag og eiga frönsku hermennirnir að aðstoða við að þjálfa úkraínska hermenn. Líklega verða þeir staðsettir í vesturhluta landsins, fjarri víglínunni. Erlent 27. maí 2024 16:08
Tólf látin og tugir særð eftir árás á byggingavöruverslun Í það minnsta tólf eru látin eftir loftárás Rússa á byggingavöruverslun í Karkív í gær. Tugir eru auk þess særðir. Saksóknari í Úkraínu sagði í morgun að fjöldi látinna myndi líklega hækka en tvær árásir voru gerðar á borgina í gær. Erlent 26. maí 2024 07:50
Fjölda saknað eftir loftárás á byggingavöruverslun Rússneskar eldflaugar hæfðu stóra byggingarvöruverslun í Karkív fyrr í dag og ollu miklum skaða. Að minnsta kosti tveir létu lífið og myndefni frá vettvangi sýnir stærðarinnar eldsvoða loga í versluninni. Erlent 25. maí 2024 15:50
Segja Pútín vilja vopnahlé sem miðist við núverandi víglínur Vladímír Pútín, forseti Rússlands, er sagður tilbúinn að stöðva innrásarstríð sitt í Úkraínu með vopnahléssamkomulagi sem viðurkennir núverandi átakalínur. Utanríkisráðherra Úkraínu segir Pútín reyna að skemma fyrir áformuðum friðarfundi í næsta mánuði. Erlent 24. maí 2024 22:42
Skoða að leyfa árásir í Rússlandi með bandarískum vopnum Eftir að hann fór í opinbera heimsókn til Úkraínu á dögunum, hefur Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kallað eftir því að Joe Biden, forseti, afnemi takmarkanir á því hvernig Úkraínumenn mega nota langdræg vopn frá Bandaríkjunum. Úkraínumenn vilja nota þau til árása innan landamæra Rússlands en hefur verið meinað það, hingað til. Erlent 23. maí 2024 10:54
Æfa notkun „taktískra“ kjarnorkuvopna Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Rússlands tilkynntu í dag að æfingar með svokölluð „taktísk kjarnorkuvopn“ hefðu hafist í dag. Það er sama dag og leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu að senda vexti af frystum eigum Rússa til Kænugarðs eða nota til hergagnakaupa fyrir Úkraínumenn. Erlent 21. maí 2024 19:11
Telur að Usyk hafi unnið vegna stríðsins í Úkraínu Tyson Fury tapaði sínum fyrsta bardaga á atvinnumannaferlinum þegar hann laut í lægra haldi fyrir Oleksandr Usyk í titilbardaga í þungavigtinni í gær. Fury var allt annað en sáttur við niðurstöðuna. Sport 19. maí 2024 11:01