Erlent

Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékk­landi

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Andrej Babis er ákaflega ánægður með kosningaúrslitin.
Andrej Babis er ákaflega ánægður með kosningaúrslitin. AP/Petr David Josek

Hægri-stjórnmálahreyfingarin ANO, undir forystu auðmannsins Andrejs Babis, fór með sigur í þingkosningunum í Tékklandi sem lauk síðdegis. ANO-hreyfing Babis hafði leitt í skoðanakönnunum og allt útlit er fyrir að hann felli hægri-miðju ríkisstjórn forsætisráðherrans Petr Fiala nokkuð örugglega.

Núverandi ríkisstjórn er fylgjandi Evrópusamvinnu og stuðningi Vesturlanda við Úkraínu en Babis, sem sagður er popúlískur leiðtogi, þykir líklegur til að bætast í hóp leiðtoga á borð við Viktor Orban í Ungverjalandi og Robert Fico í Slóvakíu sem muni grafa undan stuðningi við Úkraínu, en fyrrnefnd ríki hafa til að mynda haldið áfram kaupum á olíu frá Rússlandi þrátt fyrir andstöðu annarra Evrópuríkja. 

ANO-hreyfingin undir forystu Babis leiddi með um 35% atkvæða þegar atkvæði höfðu verið talin í langflestum kjördæmum, en ríkisstjórnarflokkur Fiala aðeins með um 23%. Búist er við að endanleg úrslit muni ekki liggja fyrir fyrr en á mánudaginn.

Babis var forsætisráðherra landsins frá 2017 til 2021 og bauð sig fram til forseta árið 2023 en laut þá í lægra haldi fyrir herforingjanum Petr Pavel.

Já-hreyfingin ANO undir forystu Andrej Babis fagnar kosningasigri.AP/Petr David Josek



Fleiri fréttir

Sjá meira


×