Hægagangur á rússneska hagkerfinu Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2025 18:41 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Grigory Sysoyev, Sputnik Stór fyrirtæki í Rússlandi eru að draga saman seglin þar sem dregið hefur úr umsvifum stríðshagkerfisins svo kallaða. Á sama tíma hefur neysla dregist saman í Rússlandi og einnig útflutningur. Ekki er þó verið að segja upp fólki heldur fækka vinnustundum og beita öðrum leiðum til að lækka kostnað. Þykir þetta til marks um aukið álag á hagkerfi Rússlands vegna innrásarinnar í Úkraínu og refsiaðgerða sem ríkið hefur verið beitt vegna hennar. Undanfarin ár hefur hagvöxtur Rússlands að mestu byggst á gífurlegri aukningu í hergagnaframleiðslu en það ástand hefur valdið háum vöxtum. Hagvöxtur hefur dregist verulega saman en í nýjustu drögum að fjárlögum í Rússlandi virðist sem fjárútlát til varnarmála muni dragast lítillega saman á næsta ári. Þá hefur verið til umræðu í Rússlandi að hækka virðisaukaskatt til að auka tekjur ríkisins og fjármagna fjárútlát til varnarmála eins og fram kom í kynningu frá fjármálaráðuneyti Rússlands, samkvæmt frétt CNBC. Sjá einnig: „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Í frétt Reuters, sem byggir á viðtölum við heimildarmenn í Rússlandi, segir að blaðamenn fréttaveitunnar hafi fundið minnst sex stór rússnesk fyrirtæki þar sem búið er að stytta vinnuvikuna. Þannig vilja forsvarsmenn fyrirtækjanna draga úr launakostnaði án þess að auka atvinnuleysi í Rússlandi. Meðal þessara fyrirtækja er Cemros, stærsta sementfyrirtæki Rússlands, en þar hefur vinnuvikan verið stytt um einn dag vegna samdráttar í byggingargeiranum og aukins innflutnings á sementi frá Kína, Indlandi og Belarús. Fyrirtækið er með um þrettán þúsund starfsmenn í átján verksmiðjum víðsvegar um Rússland. Talsmaður fyrirtækisins sagði í svari við fyrirspurn Reuters að aðgerðirnar séu nauðsynleg krísuviðbrögð. Forsvarsmenn fyrirtækisins búist við því að eftirspurn muni dragast saman um sextíu milljónir tonna af sementi á árinu, sem er sambærilegur samdráttur og í upphafi faraldurs Covid. Svipað víða annarsstaðar Hjá öðrum stærðarinnar fyrirtækjum hefur verið gripið til sambærilegra aðgerða. Forsvarsmenn lestarfyrirtækis sem er með um sjö hundrað þúsund starfsmenn hafa beðið þá um að taka sér þrjá auka og launalausa frídaga í hverjum mánuði. Þá hefur vinnuvikan verið stytt í fjóra daga hjá þremur stórum bílaframleiðendum, Avtovaz, GAZ og Kamaz. Saman hafa þau um níutíu þúsund starfsmenn. Hjá Alrosa, einu stærsta demantafyrirtæki heims, hafa laun starfsmanna sem vinna ekki í námum verið lækkuð um tíu prósent og að hluta til með styttingu vinnuvikunnar. Svipaðar sögur er að segja af flestum sviðum rússneska hagkerfisins, samkvæmt greiningu Reuters. Í frétt Reuters er vísað í greiningu frá áhrifamiklu rússnesku greiningafyrirtæki, þar sem fram kemur að á þessu ári hafi samdráttur í þeim hluta hagkerfisins sem snýr ekki að hergagnaframleiðslu dregist saman um 5,4 prósent. Þrátt fyrir það er atvinnuleysi í Rússlandi í sögulegu lágmarki, eða 2,1 prósent. Segja stöðnun líklega Alþjóðabankinn varaði við því á dögunum að hagkerfi Rússlands stefndi í stöðnun og gera sérfræðingar stofnunarinnar ráð fyrir því að hagvöxtur þar muni líklega ekki fara yfir eitt prósent á næstu árum. Samkvæmt frétt Moscow Times spáir bankinn 0,9 prósenta hagvexti á þessu ári en spáin var 1,4 prósent í júní. Þá er spáð 0,8 prósentum á næsta ári og einu prósenti árið 2027. Meðal annars er vísað til lækkandi olíuverðs, en olíusala er helsta tekjulind rússneska ríkisins, samdráttar í útflutningi og hárra stýrivaxta. Þar að auki muni skortur á starfsfólki líklega koma niður á framleiðslu í Rússlandi. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Þykir þetta til marks um aukið álag á hagkerfi Rússlands vegna innrásarinnar í Úkraínu og refsiaðgerða sem ríkið hefur verið beitt vegna hennar. Undanfarin ár hefur hagvöxtur Rússlands að mestu byggst á gífurlegri aukningu í hergagnaframleiðslu en það ástand hefur valdið háum vöxtum. Hagvöxtur hefur dregist verulega saman en í nýjustu drögum að fjárlögum í Rússlandi virðist sem fjárútlát til varnarmála muni dragast lítillega saman á næsta ári. Þá hefur verið til umræðu í Rússlandi að hækka virðisaukaskatt til að auka tekjur ríkisins og fjármagna fjárútlát til varnarmála eins og fram kom í kynningu frá fjármálaráðuneyti Rússlands, samkvæmt frétt CNBC. Sjá einnig: „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Í frétt Reuters, sem byggir á viðtölum við heimildarmenn í Rússlandi, segir að blaðamenn fréttaveitunnar hafi fundið minnst sex stór rússnesk fyrirtæki þar sem búið er að stytta vinnuvikuna. Þannig vilja forsvarsmenn fyrirtækjanna draga úr launakostnaði án þess að auka atvinnuleysi í Rússlandi. Meðal þessara fyrirtækja er Cemros, stærsta sementfyrirtæki Rússlands, en þar hefur vinnuvikan verið stytt um einn dag vegna samdráttar í byggingargeiranum og aukins innflutnings á sementi frá Kína, Indlandi og Belarús. Fyrirtækið er með um þrettán þúsund starfsmenn í átján verksmiðjum víðsvegar um Rússland. Talsmaður fyrirtækisins sagði í svari við fyrirspurn Reuters að aðgerðirnar séu nauðsynleg krísuviðbrögð. Forsvarsmenn fyrirtækisins búist við því að eftirspurn muni dragast saman um sextíu milljónir tonna af sementi á árinu, sem er sambærilegur samdráttur og í upphafi faraldurs Covid. Svipað víða annarsstaðar Hjá öðrum stærðarinnar fyrirtækjum hefur verið gripið til sambærilegra aðgerða. Forsvarsmenn lestarfyrirtækis sem er með um sjö hundrað þúsund starfsmenn hafa beðið þá um að taka sér þrjá auka og launalausa frídaga í hverjum mánuði. Þá hefur vinnuvikan verið stytt í fjóra daga hjá þremur stórum bílaframleiðendum, Avtovaz, GAZ og Kamaz. Saman hafa þau um níutíu þúsund starfsmenn. Hjá Alrosa, einu stærsta demantafyrirtæki heims, hafa laun starfsmanna sem vinna ekki í námum verið lækkuð um tíu prósent og að hluta til með styttingu vinnuvikunnar. Svipaðar sögur er að segja af flestum sviðum rússneska hagkerfisins, samkvæmt greiningu Reuters. Í frétt Reuters er vísað í greiningu frá áhrifamiklu rússnesku greiningafyrirtæki, þar sem fram kemur að á þessu ári hafi samdráttur í þeim hluta hagkerfisins sem snýr ekki að hergagnaframleiðslu dregist saman um 5,4 prósent. Þrátt fyrir það er atvinnuleysi í Rússlandi í sögulegu lágmarki, eða 2,1 prósent. Segja stöðnun líklega Alþjóðabankinn varaði við því á dögunum að hagkerfi Rússlands stefndi í stöðnun og gera sérfræðingar stofnunarinnar ráð fyrir því að hagvöxtur þar muni líklega ekki fara yfir eitt prósent á næstu árum. Samkvæmt frétt Moscow Times spáir bankinn 0,9 prósenta hagvexti á þessu ári en spáin var 1,4 prósent í júní. Þá er spáð 0,8 prósentum á næsta ári og einu prósenti árið 2027. Meðal annars er vísað til lækkandi olíuverðs, en olíusala er helsta tekjulind rússneska ríkisins, samdráttar í útflutningi og hárra stýrivaxta. Þar að auki muni skortur á starfsfólki líklega koma niður á framleiðslu í Rússlandi.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira