
Verðbólga í hæstu hæðum
Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012.
Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012.
Húsnæði er einn helsti útgjaldaliður heimila. Greiðslubyrði fólks af húsnæðiskostnaði skiptir því lykilmáli fyrir velmegun þess. Sú greiðslubyrði er mismunandi eftir hópum en mest meðal tekjulágra og ungra leigjenda.
Aðildarfélög Starfsgreinasambandsins um land allt eru núna að vinna í kröfugerð og öðrum undirbúningi fyrir kjaraviðræðunum að sögn framkvæmdastjórans, Flosa Eiríkssyni.
Á síðustu árum hefur íbúðaverð á Íslandi hækkað óvenju mikið og langt umfram laun. Aukinn húsnæðiskostnaður hefur því grafið undan kaupmætti sem samið var um í síðustu kjarasamningum. Á sama tíma hefur ríkið nær alveg þurrkað út vaxtabótakerfið sem áður auðveldaði láglaunafólki að eignast sitt eigið íbúðarhúsnæði.
Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni verktakafyrirtækisins Sérverks ehf. í máli fyrirtækisins gegn Reykjavíkurborg, þar sem fyrirtækið krafði borgina um endurgreiðslu á um 120 milljóna króna innviðagjaldi sem fyrirtækið hafði greitt borginni í tengslum við uppbyggingu í Vogabyggð.
Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir vinnu standa yfir að kanna hug og stöðu félaga sinna til komandi kjaraviðræðna.
Meðalkaupverð íbúða á landinu var 58,5 milljónir króna í nóvember síðastliðinn samanborið við 50,8 milljónir króna nóvember árið áður. Á höfuðborgarsvæðinu var meðalkaupverð 67,6 milljónir króna en þar af var það 58 milljónir króna fyrir íbúðir í fjölbýli og 98 milljónir fyrir sérbýli.
Reykjavík tekur miklum breytingum í aðalskipulagi til ársins 2040, sem undirritað var í Höfða í dag. Á grundvelli þessa skipulags verður auðveldlega hægt að byggja 1200 íbúðir á ári, að sögn borgarstjóra.
„Mikilvægasta aðgerðin var að upplýsa starfsfólk strax um ástand húsnæðisins og leggja öll spil á borðið,“ segir Hafsteinn Bragason mannauðsstjóri Íslandsbanka þegar hann rifjar upp þá stöðu þegar Íslandsbanki stóð frammi fyrir myglusveppi í höfuðstöðvum sínum á Kirkjusandi.
Einkenni Covid og einkenni af völdum myglusvepps eru keimlík og eins er kulnun stundum greind í stað einkenna sem afleiðing myglusvepps á vinnustöðum.
Fyrsta skóflustungan að Holtahverfi, nýju hverfi á Akureyri var tekin í dag. Skóflustungan markar tímamót þar sem uppbygging á íbúðarhúsnæði færist nú norður í bæinn eftir mikla uppbyggingu í suðurhluta hans. Formaður skipulagsráðs bæjarins segir eftirspurn eftir lóðum hafa verið gríðarlega síðasta árið.
Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7% í nóvember sem þýðir að árshækkunartakturinn stendur í 17,0%. U.þ.b. 650 kaupsamningar voru undirritaðir sem er um fjórðungs samdráttur frá því í fyrra en veltan er þó enn í takt við langtímameðaltal frá árinu 2015.
Nú hef ég búið í sk sumarhúsi í 2,5 ár. Þetta er heilsárshús að því leiti að húsið er stórt og með allt sem þarf, hita og rafmagn og góða einangrun. Betra en mörg hús sem ekki teljast sumarhús.
Samtök iðnaðarins standa að talningu íbúða í byggingu tvisvar á ári. Allt frá árinu 2019 hafa Samtökin varað við því að fækkun íbúða í byggingu gæti leitt til verðhækkana á markaði sem nú hefur raungerst. Staðan nú þarf því ekki að koma neinum á óvart.
Félagsstofnun stúdenta (FS) mun fá fjórðu til sjöundu hæð norðurálmu Hótels Sögu í sinn hlut og verða 113 stúdentaíbúðir útbúnar þar. Þá hefur FS óskað eftir að fá að stunda veitingarekstur á fyrstu hæð hótelsins þar sem hefur verið rekið veitingahús.
Arnar Gauti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimstaden á Íslandi, segir að síðasta vor hafi talsverður fjöldi leigjenda flutt af landi brott og yngra fólk hafi flutt aftur í foreldrahús. Hann býst við að þróunin snúist við á næsta ári í takt við aukin umsvif í hagkerfinu.
Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hefur verið dæmt til að greiða húsfélaginu Lundi 2-6 í Kópavogi 36 milljónir vegna galla í þakplötu á bílastæðahúsi sem fylgdi íbúðum í húsunum.
Í upphafi covid faraldursins lagði ASÍ áherslu á nokkra þætti sem nauðsynlegt viðbragð við kreppunni. Þeir voru að tryggja afkomu, heilbrigðismál, húsnæðismál, menntun og réttlát umskipti og jöfnuður.
Sú staða blasir nú við mörgum húsfélögum sem farið hafa af stað í góðri trú með umfangsmiklar viðhaldsframkvæmdir í tengslum við átakið ALLIR VINNA að ekki næst að ljúka þeim fyrir áramót vegna tafa af völdum COVID-19.
Tæplega 38 prósent þeirra íbúða í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu sem seldust í október, seldust yfir ásettu verði og hetur hlutfallið aldrei mælst jafn hátt áður. Þá var meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu í október tæplega 37 dagar og hefur sölutíminn aldrei mælst styttri.
Skuldsetning ríkissjóðs er 200 milljörðum króna minni en við var búist, en skuldir heimilanna hafa aukist um 400 milljarða frá því að faraldurinn hófst. Þetta er ekki tilviljun.
Stórefla á starfsemi Konukots og tvær heimilislausar konur flytja brátt í glæný smáhýsi á vegum borgarinnar.
Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna heimilislausra hefur tvöfaldast frá árinu 2019. Ákveðið hefur verið að bæta við styrkjum til Konukots þannig að heimilið þurfi ekki að reiða sig á sjálfboðaliða.
Íslenska ríkið og fyrrverandi lögmaður hjóna hafa verið sýknuð af kröfu hjónanna um að ríkinu og lögmanninum bæri að greiða þeim 25,8 milljónir króna vegna mistaka lögmannsins og meintrar ólögmætrar nauðungarsölu sýslumanns á íbúð í þeirra eigu.
Það eru ánægðir íbúðaeigendur, sem taka á móti lyklum sínum í dag í 35 nýjum íbúðum á Selfossi en blokkin, sem fólkið er að flytja í er hæsta húsnæði á Suðurlandi upp á sex hæðir. Allar íbúðirnar í blokkinni seldust án auglýsinga. Byggingarverktakinn er byrjaður að byggja aðra blokk við hlið þeirra nýju.
Fulltrúar minnihlutans í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar eru mjög gagnrýnir á fyrirhugaða landfyllingu í tengslum við nýja byggð í Nýja-Skerjafirði.
Allir fimm nefndarmenn í peningastefnunefnd Seðlabankans voru sammála tillögu Seðlabankastjóra um að hækka stýrivexti um 0,5 prósentustig í nóvember. Rætt var þó um að hækka þá enn meira.
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir fagnaðarefni að ekki sé farið í „blóðugan niðurskurð“ í nýju fjárlagafrumvarpi. Hún segist hafa óttast það enda sé það iðulega gert á krepputímum þessum. Að öðru leyti sé „lítið að frétta“ úr fjárlögunum.
Í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs er ekki að finna neina stefnubreytingu í húsnæðismálum.
Íslandsbanki hefur tilkynnt um breytingar á vöxtum í kjölfar vaxtaákvörunar Seðlabanka Íslands þegar stýrivextir voru hækkaðir um 0,5 prósentustig. Stóru bankarnir þrír hafa því allir tilkynnt um vaxtahækkun.