Segir borgina í forystu en lánastofnanir virðist draga lappirnar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. nóvember 2022 12:00 Einar Þorsteinsson formaður Borgarráðs segir borgaryfirvöld hafa tekið algjöra forystu í framboði lóða. Hann hefur þó áhyggjur af því að lánastofnanir séu tregari til að lána til framkvæmda nú en áður. Það geti haft áhrif á uppbygginguna. Vísir/Vilhelm Oddiviti Framsóknar í borginni segir sjaldan eða aldrei annað eins lóðaframboð hafa verið í boði þar og nú. Hann hafnar með öllu gagnrýni Samtaka iðnaðarins um að borgin dragi lappirnar í málinu. Hins vegar sé áhyggjuefni að lánastofnanir virðist tregari en áður til að lána til byggingarframkvæmda. Sérfræðingur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sagði í hádegisfréttum í gær að þrátt fyrir að fleiri íbúðir hefðu verið í byggingu um síðustu áramót en árið áður þá vantaði enn um þúsund íbúðir upp á þann fjölda á landinu til að fullnægja fyrirliggjandi þörf. Samtök atvinnulífsins tóku undir þetta og sögðu að þó að stöðugleiki í framboði væri meiri en áður þá væri enn lóðaskortur hjá mörgum sveitarfélögum á landinu. Reykjavík væri þar stærst en borgaryfirvöld hefðu ekki verið að standa sig varðandi framboðið. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar í borginni og formaður Borgarráðs lagði mikla áherslu á aukið lóðaframboð í síðustu kosningabaráttu. Hann segir þetta alls ekki rétt. „Það kemur dálítið á óvart að Samtök iðnaðarins skuli ekki taka betur eftir því hvað er að gerast í Reykjavík. Því borgin er að taka algjöra forystu í uppbyggingu húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Við erum núna langt komin með samninga við Húsnæðis-og mannvirkjastofnun um uppfærða húsnæðisáætlun sem gerir ráð fyrir því að byggðar verði tvö þúsund íbúðir á ári að lágmarki og að byggingarhæfar lóðir verði allt að þrjú þúsund á ári,“ segir Einar. Hann segir að borgin hafi til að mynda nýverið úthlutað lóðum á Kjalarnesi og í Úlfarsárdal. Hann segist hins vegar sjá að uppbygging mætti vera hraðari. „Við finnum reyndar fyrir því að það virðist vera að lánasstofnanir séu að draga úr framkvæmdalánum til uppbyggingaraðila. Það er mikið áhyggjuefni,“ segir Einar. Samtök iðnaðarins gagnrýndu enn fremur að regluverk kringum byggingargeirann væri seinvirkt og flókið. Einar tekur undir það. „Þetta hef ég sjálfur gagnrýnt. Við erum núna hjá borginni í miðju kafi að einfalda ferla. Sveitarfélögin þurfa líka að taka þátt í þessu við hjá borginni erum á fullri ferð,“ segir Einar að lokum. Byggingariðnaður Íslenskir bankar Reykjavík Húsnæðismál Borgarstjórn Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Sérfræðingur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sagði í hádegisfréttum í gær að þrátt fyrir að fleiri íbúðir hefðu verið í byggingu um síðustu áramót en árið áður þá vantaði enn um þúsund íbúðir upp á þann fjölda á landinu til að fullnægja fyrirliggjandi þörf. Samtök atvinnulífsins tóku undir þetta og sögðu að þó að stöðugleiki í framboði væri meiri en áður þá væri enn lóðaskortur hjá mörgum sveitarfélögum á landinu. Reykjavík væri þar stærst en borgaryfirvöld hefðu ekki verið að standa sig varðandi framboðið. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar í borginni og formaður Borgarráðs lagði mikla áherslu á aukið lóðaframboð í síðustu kosningabaráttu. Hann segir þetta alls ekki rétt. „Það kemur dálítið á óvart að Samtök iðnaðarins skuli ekki taka betur eftir því hvað er að gerast í Reykjavík. Því borgin er að taka algjöra forystu í uppbyggingu húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Við erum núna langt komin með samninga við Húsnæðis-og mannvirkjastofnun um uppfærða húsnæðisáætlun sem gerir ráð fyrir því að byggðar verði tvö þúsund íbúðir á ári að lágmarki og að byggingarhæfar lóðir verði allt að þrjú þúsund á ári,“ segir Einar. Hann segir að borgin hafi til að mynda nýverið úthlutað lóðum á Kjalarnesi og í Úlfarsárdal. Hann segist hins vegar sjá að uppbygging mætti vera hraðari. „Við finnum reyndar fyrir því að það virðist vera að lánasstofnanir séu að draga úr framkvæmdalánum til uppbyggingaraðila. Það er mikið áhyggjuefni,“ segir Einar. Samtök iðnaðarins gagnrýndu enn fremur að regluverk kringum byggingargeirann væri seinvirkt og flókið. Einar tekur undir það. „Þetta hef ég sjálfur gagnrýnt. Við erum núna hjá borginni í miðju kafi að einfalda ferla. Sveitarfélögin þurfa líka að taka þátt í þessu við hjá borginni erum á fullri ferð,“ segir Einar að lokum.
Byggingariðnaður Íslenskir bankar Reykjavík Húsnæðismál Borgarstjórn Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira