Segir borgina í forystu en lánastofnanir virðist draga lappirnar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. nóvember 2022 12:00 Einar Þorsteinsson formaður Borgarráðs segir borgaryfirvöld hafa tekið algjöra forystu í framboði lóða. Hann hefur þó áhyggjur af því að lánastofnanir séu tregari til að lána til framkvæmda nú en áður. Það geti haft áhrif á uppbygginguna. Vísir/Vilhelm Oddiviti Framsóknar í borginni segir sjaldan eða aldrei annað eins lóðaframboð hafa verið í boði þar og nú. Hann hafnar með öllu gagnrýni Samtaka iðnaðarins um að borgin dragi lappirnar í málinu. Hins vegar sé áhyggjuefni að lánastofnanir virðist tregari en áður til að lána til byggingarframkvæmda. Sérfræðingur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sagði í hádegisfréttum í gær að þrátt fyrir að fleiri íbúðir hefðu verið í byggingu um síðustu áramót en árið áður þá vantaði enn um þúsund íbúðir upp á þann fjölda á landinu til að fullnægja fyrirliggjandi þörf. Samtök atvinnulífsins tóku undir þetta og sögðu að þó að stöðugleiki í framboði væri meiri en áður þá væri enn lóðaskortur hjá mörgum sveitarfélögum á landinu. Reykjavík væri þar stærst en borgaryfirvöld hefðu ekki verið að standa sig varðandi framboðið. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar í borginni og formaður Borgarráðs lagði mikla áherslu á aukið lóðaframboð í síðustu kosningabaráttu. Hann segir þetta alls ekki rétt. „Það kemur dálítið á óvart að Samtök iðnaðarins skuli ekki taka betur eftir því hvað er að gerast í Reykjavík. Því borgin er að taka algjöra forystu í uppbyggingu húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Við erum núna langt komin með samninga við Húsnæðis-og mannvirkjastofnun um uppfærða húsnæðisáætlun sem gerir ráð fyrir því að byggðar verði tvö þúsund íbúðir á ári að lágmarki og að byggingarhæfar lóðir verði allt að þrjú þúsund á ári,“ segir Einar. Hann segir að borgin hafi til að mynda nýverið úthlutað lóðum á Kjalarnesi og í Úlfarsárdal. Hann segist hins vegar sjá að uppbygging mætti vera hraðari. „Við finnum reyndar fyrir því að það virðist vera að lánasstofnanir séu að draga úr framkvæmdalánum til uppbyggingaraðila. Það er mikið áhyggjuefni,“ segir Einar. Samtök iðnaðarins gagnrýndu enn fremur að regluverk kringum byggingargeirann væri seinvirkt og flókið. Einar tekur undir það. „Þetta hef ég sjálfur gagnrýnt. Við erum núna hjá borginni í miðju kafi að einfalda ferla. Sveitarfélögin þurfa líka að taka þátt í þessu við hjá borginni erum á fullri ferð,“ segir Einar að lokum. Byggingariðnaður Íslenskir bankar Reykjavík Húsnæðismál Borgarstjórn Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
Sérfræðingur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sagði í hádegisfréttum í gær að þrátt fyrir að fleiri íbúðir hefðu verið í byggingu um síðustu áramót en árið áður þá vantaði enn um þúsund íbúðir upp á þann fjölda á landinu til að fullnægja fyrirliggjandi þörf. Samtök atvinnulífsins tóku undir þetta og sögðu að þó að stöðugleiki í framboði væri meiri en áður þá væri enn lóðaskortur hjá mörgum sveitarfélögum á landinu. Reykjavík væri þar stærst en borgaryfirvöld hefðu ekki verið að standa sig varðandi framboðið. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar í borginni og formaður Borgarráðs lagði mikla áherslu á aukið lóðaframboð í síðustu kosningabaráttu. Hann segir þetta alls ekki rétt. „Það kemur dálítið á óvart að Samtök iðnaðarins skuli ekki taka betur eftir því hvað er að gerast í Reykjavík. Því borgin er að taka algjöra forystu í uppbyggingu húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Við erum núna langt komin með samninga við Húsnæðis-og mannvirkjastofnun um uppfærða húsnæðisáætlun sem gerir ráð fyrir því að byggðar verði tvö þúsund íbúðir á ári að lágmarki og að byggingarhæfar lóðir verði allt að þrjú þúsund á ári,“ segir Einar. Hann segir að borgin hafi til að mynda nýverið úthlutað lóðum á Kjalarnesi og í Úlfarsárdal. Hann segist hins vegar sjá að uppbygging mætti vera hraðari. „Við finnum reyndar fyrir því að það virðist vera að lánasstofnanir séu að draga úr framkvæmdalánum til uppbyggingaraðila. Það er mikið áhyggjuefni,“ segir Einar. Samtök iðnaðarins gagnrýndu enn fremur að regluverk kringum byggingargeirann væri seinvirkt og flókið. Einar tekur undir það. „Þetta hef ég sjálfur gagnrýnt. Við erum núna hjá borginni í miðju kafi að einfalda ferla. Sveitarfélögin þurfa líka að taka þátt í þessu við hjá borginni erum á fullri ferð,“ segir Einar að lokum.
Byggingariðnaður Íslenskir bankar Reykjavík Húsnæðismál Borgarstjórn Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent