Hefja mestu uppbyggingu í miðbæ Hafnarfjarðar í áratugi Eiður Þór Árnason skrifar 29. nóvember 2022 20:10 Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Guðmundur Bjarni Harðarson, framkvæmdastjóri Fjarðar. Hafnarfjarðarbær Fyrsta skóflustunga að mestu uppbyggingu í miðbæ Hafnarfjarðar í áratugi var tekin í dag en reiturinn er þar sem Hafnarfjarðarbíó og Kaupfélag Hafnarfjarðar voru áður. Til stendur að reisa níu þúsund fermetra blandað íbúða- og verslunarhúsnæði á svæðinu auk hótels og bókasafns. Undirbúningur verkefnisins hefur staðið yfir í um 21 ár og er markmiðið að tengja saman Fjarðargötu og Strandgötu. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir að íbúar hafi beðið mjög lengi eftir þessum áfanga eða allt frá því að Hafnarfjarðarbíó var rifið fyrir rúmum tuttugu árum. Síðan þá hafi ýmsar hugmyndir sprottið upp um uppbyggingu á reitnum. „Við erum ákaflega stolt af því að það sé verið að stíga þetta skref hérna núna. Það er búið að eiga sér dálítinn aðdraganda, og búið að leggja mikinn metnað í að gera þessa framkvæmd og þessar byggingar glæsilegar og tengja vel við gamla bæinn okkar. Þetta verður gríðarleg lyftistöng fyrir miðbæinn og Hafnarfjörð allan þegar þetta verður risið,“ sagði Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í kvöldfréttum Stöðvar 2. Meðal annars stendur til flytja bókasafn bæjarins í nýja byggingu á reitnum. „Við sjáum hvernig bókasöfn eru að verða svona hálfpartinn menningarmiðstöðvar og eru að breyta aðeins um hlutverk. Við ætlum að nútímavæða bókasafn Hafnarfjarðar, með bækur í forgrunni að sjálfsögðu. Þannig að þetta verður alveg stórkostleg breyting og verður hið glæsilegasta mannvirki.“ Fyrstu skóflustunguna tóku þau Rósa bæjarstjóri, Benedikt Rúnar Steingrímsson og Haraldur R Jónsson, stjórnarmenn 220 Fjarðar ehf.Hafnarfjarðarbær Margir aðilar koma að þessu umfangsmikla verkefni og segir Rósa að bæjaryfirvöld hafi átt í góðu samstarfi við framkvæmdaaðila. Félagið 220 Fjörður ehf. stendur að uppbyggingunni en félagið er jafnframt stærsti eigandinn í verslunarmiðstöðinni Firði. Framkvæmdir munu taka í það minnsta tvö ár og er gert ráð fyrir að húsið verði tekið í notkun í árslok 2024 og fram eftir 2025. „Það verður bara frábært þegar þetta verður allt risið upp hérna og við fáum fjölbreytt verslunarhúsnæði og fleira til hérna í bæinn okkar,“ segir Rósa að lokum. Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir að íbúar hafi beðið mjög lengi eftir þessum áfanga eða allt frá því að Hafnarfjarðarbíó var rifið fyrir rúmum tuttugu árum. Síðan þá hafi ýmsar hugmyndir sprottið upp um uppbyggingu á reitnum. „Við erum ákaflega stolt af því að það sé verið að stíga þetta skref hérna núna. Það er búið að eiga sér dálítinn aðdraganda, og búið að leggja mikinn metnað í að gera þessa framkvæmd og þessar byggingar glæsilegar og tengja vel við gamla bæinn okkar. Þetta verður gríðarleg lyftistöng fyrir miðbæinn og Hafnarfjörð allan þegar þetta verður risið,“ sagði Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í kvöldfréttum Stöðvar 2. Meðal annars stendur til flytja bókasafn bæjarins í nýja byggingu á reitnum. „Við sjáum hvernig bókasöfn eru að verða svona hálfpartinn menningarmiðstöðvar og eru að breyta aðeins um hlutverk. Við ætlum að nútímavæða bókasafn Hafnarfjarðar, með bækur í forgrunni að sjálfsögðu. Þannig að þetta verður alveg stórkostleg breyting og verður hið glæsilegasta mannvirki.“ Fyrstu skóflustunguna tóku þau Rósa bæjarstjóri, Benedikt Rúnar Steingrímsson og Haraldur R Jónsson, stjórnarmenn 220 Fjarðar ehf.Hafnarfjarðarbær Margir aðilar koma að þessu umfangsmikla verkefni og segir Rósa að bæjaryfirvöld hafi átt í góðu samstarfi við framkvæmdaaðila. Félagið 220 Fjörður ehf. stendur að uppbyggingunni en félagið er jafnframt stærsti eigandinn í verslunarmiðstöðinni Firði. Framkvæmdir munu taka í það minnsta tvö ár og er gert ráð fyrir að húsið verði tekið í notkun í árslok 2024 og fram eftir 2025. „Það verður bara frábært þegar þetta verður allt risið upp hérna og við fáum fjölbreytt verslunarhúsnæði og fleira til hérna í bæinn okkar,“ segir Rósa að lokum.
Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira