Alma hækkar leigu úkraínskra flóttamanna að meðaltali um 83 prósent Bjarki Sigurðsson skrifar 21. desember 2022 17:43 Ingólfur Árni Gunnarsson er framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags. Til stendur að leiguverð sextán íbúða sem úkraínskir flóttamenn hafa verið að leigja hækki um allt að 116 prósent. Íbúarnir hafa hingað til leigt af félaginu Einhorn en Alma leigufélag tekur yfir útleiguna í byrjun apríl á næsta ári. Stundin greinir frá þessu og vitnar í bréf frá Garðabæ til leigjendanna en íbúðirnar eru við Urriðaholtsstræti 26 í Garðabæ. Bæjaryfirvöld hafa boðist til þess að greiða hluta leigunnar fyrir flóttamennina ef þeir halda áfram að leigja hjá Ölmu. „Hækkunin er umtalsverð og Garðabær gerir sér grein fyrir að mörgum íbúum mun reynast erfitt að greiða svo háa leigu,“ segir í bréfi Garðabæjar til flóttamannanna. Stærsta íbúð hússins er með mestu hækkunina en leigan hækkar úr 170 þúsund krónum á mánuði í 365 þúsund krónur á mánuði. 114 prósent hækkun. Í samtali við fréttastofu segir Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags, að honum þyki framsetningin vera villandi. Leigan sem félagið er að bjóða fólkinu sé 3,3 prósent hærri en sú sem Einhorn bauð. „Svo virðist vera að þeir hafa verið að niðurgreiða leiguna eitthvað þannig að endanlegir leigutakar borguðu eitthvað umtalsvert lægri leigu,“ segir Ingólfur. Og þið stefnið ekki á að niðurgreiða? „Nei, það er einfaldlega ekki þannig,“ segir Ingólfur. Hann segir að leigufélagið sé ekki að sækja neina tekjuaukningu með endurnýjun leigusamninganna. Nánar má lesa um málið á vef Stundarinnar. Alma leigufélag var mikið í umræðunni í byrjun þessa mánaðar eftir að leiguverð öryrkja var hækkað um 75 þúsund krónur, úr 250 þúsund í 325 þúsund, við endurnýjun samninga. Leigufélagið skilaði 12,4 milljarða króna hagnaði árið 2021 en framkvæmdastjórinn sagði í stuttri yfirlýsingu að félagið hafi verið nauðbeygt til þess að hækka leiguverð. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 18:31 með ummælum Ingólfs. Leigumarkaður Fjármál heimilisins Húsnæðismál Garðabær Tengdar fréttir Biðst afsökunar á ónærgætni við tilkynningu um hækkun leiguverðs Formaður stjórnar Ölmu leigufélags biðst afsökunar á því að hafa ekki sýnt nægilega nærgætni þegar leigjanda hjá félaginu var tilkynnt um þrjátíu prósent hækkun á leiguverði. Hann segir að búið sé að endurskoða verkferla fyrirtækisins og uppfæra þá. 14. desember 2022 11:02 „Óásættanleg“ framganga leigufélaga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir framgöngu sumra leigufélaga óásættanlega. Hún hvetur leigufélög til að axla ábyrgð og sýna hófstillingu. Vinna við endurskoðun húsaleigulaga hefst fljótlega. 13. desember 2022 22:57 Bjarni segir umdeilda hækkun á leiguverði óforsvaranlega Fjármálaráðherra telur umdeilda hækkun íbúðafélagsins Ölmu á leiguverði óforsvaranlega. Þingmaður Flokks fólksins krefst þess að sett verði neyðarlög til þess að vernda leigjendur gegn gegndarlausum hækkunum. 8. desember 2022 11:50 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
Stundin greinir frá þessu og vitnar í bréf frá Garðabæ til leigjendanna en íbúðirnar eru við Urriðaholtsstræti 26 í Garðabæ. Bæjaryfirvöld hafa boðist til þess að greiða hluta leigunnar fyrir flóttamennina ef þeir halda áfram að leigja hjá Ölmu. „Hækkunin er umtalsverð og Garðabær gerir sér grein fyrir að mörgum íbúum mun reynast erfitt að greiða svo háa leigu,“ segir í bréfi Garðabæjar til flóttamannanna. Stærsta íbúð hússins er með mestu hækkunina en leigan hækkar úr 170 þúsund krónum á mánuði í 365 þúsund krónur á mánuði. 114 prósent hækkun. Í samtali við fréttastofu segir Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags, að honum þyki framsetningin vera villandi. Leigan sem félagið er að bjóða fólkinu sé 3,3 prósent hærri en sú sem Einhorn bauð. „Svo virðist vera að þeir hafa verið að niðurgreiða leiguna eitthvað þannig að endanlegir leigutakar borguðu eitthvað umtalsvert lægri leigu,“ segir Ingólfur. Og þið stefnið ekki á að niðurgreiða? „Nei, það er einfaldlega ekki þannig,“ segir Ingólfur. Hann segir að leigufélagið sé ekki að sækja neina tekjuaukningu með endurnýjun leigusamninganna. Nánar má lesa um málið á vef Stundarinnar. Alma leigufélag var mikið í umræðunni í byrjun þessa mánaðar eftir að leiguverð öryrkja var hækkað um 75 þúsund krónur, úr 250 þúsund í 325 þúsund, við endurnýjun samninga. Leigufélagið skilaði 12,4 milljarða króna hagnaði árið 2021 en framkvæmdastjórinn sagði í stuttri yfirlýsingu að félagið hafi verið nauðbeygt til þess að hækka leiguverð. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 18:31 með ummælum Ingólfs.
Leigumarkaður Fjármál heimilisins Húsnæðismál Garðabær Tengdar fréttir Biðst afsökunar á ónærgætni við tilkynningu um hækkun leiguverðs Formaður stjórnar Ölmu leigufélags biðst afsökunar á því að hafa ekki sýnt nægilega nærgætni þegar leigjanda hjá félaginu var tilkynnt um þrjátíu prósent hækkun á leiguverði. Hann segir að búið sé að endurskoða verkferla fyrirtækisins og uppfæra þá. 14. desember 2022 11:02 „Óásættanleg“ framganga leigufélaga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir framgöngu sumra leigufélaga óásættanlega. Hún hvetur leigufélög til að axla ábyrgð og sýna hófstillingu. Vinna við endurskoðun húsaleigulaga hefst fljótlega. 13. desember 2022 22:57 Bjarni segir umdeilda hækkun á leiguverði óforsvaranlega Fjármálaráðherra telur umdeilda hækkun íbúðafélagsins Ölmu á leiguverði óforsvaranlega. Þingmaður Flokks fólksins krefst þess að sett verði neyðarlög til þess að vernda leigjendur gegn gegndarlausum hækkunum. 8. desember 2022 11:50 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
Biðst afsökunar á ónærgætni við tilkynningu um hækkun leiguverðs Formaður stjórnar Ölmu leigufélags biðst afsökunar á því að hafa ekki sýnt nægilega nærgætni þegar leigjanda hjá félaginu var tilkynnt um þrjátíu prósent hækkun á leiguverði. Hann segir að búið sé að endurskoða verkferla fyrirtækisins og uppfæra þá. 14. desember 2022 11:02
„Óásættanleg“ framganga leigufélaga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir framgöngu sumra leigufélaga óásættanlega. Hún hvetur leigufélög til að axla ábyrgð og sýna hófstillingu. Vinna við endurskoðun húsaleigulaga hefst fljótlega. 13. desember 2022 22:57
Bjarni segir umdeilda hækkun á leiguverði óforsvaranlega Fjármálaráðherra telur umdeilda hækkun íbúðafélagsins Ölmu á leiguverði óforsvaranlega. Þingmaður Flokks fólksins krefst þess að sett verði neyðarlög til þess að vernda leigjendur gegn gegndarlausum hækkunum. 8. desember 2022 11:50