Uppgangur og íbúðaskortur í Ísafjarðarbæ Heimir Már Pétursson skrifar 10. desember 2022 19:31 Eftir áratuga fólksfækkun er íbúum aftur farið að fjölga í Ísafjarðarbæ og nú er íbúðaskortur á svæðinu. Bæjarstjóri segir þetta nýja og spennandi stöðu. Þétta þurfi byggð og stækka eyrina í Skutulsfirði í náinni framtíð. Fjölbreyttara atvinnulíf og nýjar og vaxandi atvinnugreinar eins og ferðaþjónusta, fiskeldi og starfsemi líftæknifyrirtækisins Kerecis í Ísafjarðarbæ hefur hægt og sígandi snúið við fólksfækkun undanfarinna áratuga á svæðinu. Samkvæmt bjartsýnustu spám er nú gert ráð fyrir nokkurri fólksfjölgun á næstu tíu árum. Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir að nú þegar hafi myndast skortur á íbúðarhúsnæði í bænum. Arna Lára Jónsdóttir segir að Vestfirðingar þurfi nú að tileinka sér bjartsýni vegna mikillar uppbyggingar eftir stöðuga fólksfækkun undanfarna áratugi.Stöð 2/Ívar „Já, það vantar íbúðir. Við verðum að finna og útbúa lóðir því hér er að fara fram mikil uppbygging. Þannig að það er íbúðaskortur og við þurfum að vera klár undir það,“ segir Arna Lára. Í húsnæðisáætlun Ísafjarðarbæjar 2023 til næstu tíu ára eru settar fram spár um fjölgun íbúa og þörfina á nýju húsnæði. Samkvæmt lægstu spánni er reiknað með að íbúum fjölgi um 192, 408 samkvæmt miðspá og 828 samkvæmt háspá. Samkvæmt húsnæðisáætlun 2023 til tíu ára fyrir Ísafjarðarbæ er reiknað með að íbúum gæti fjölgað um 192 til 828 og þörf fyrir nýjar íbúðir verði á bilinu 94 til 402.Ísafjarðarbær Það þýðir að byggja þurfi 94 til 402 nýjar íbúðir í bæjarfélaginu á tímabilinu, það er á Ísafirði við Skutulsfjörð, Flateyri, Suðureyri og Þingeyri. Þingeyri væri nú orðin miðsvæðis á Vestfjörðum eftir opnun Dýrafjarðarganga. „Við eigum ekki mikið land, ekki í Skutulsfirði. Við eigum nóg af íbúðalóðum annars staðar en í Skutulsfirði en það þarf líka að búa til lóðir í Skutulsfirðinum. Við eigum fullt af lóðum á Þingeyri sem við vorum að auglýsa lausar til úthlutunar. En það er alveg satt það þarf að útbúa fleiri lóðir í þessum firði,“ segir Bæjarstjórinn. Brúnu húsin á myndinni eru fyrirhugaðar stúdentaíbúðir á Flateyri.Ísafjarðarbær Stefnt hefði verið að því að nota efni sem dælt verði upp vegna stækkunar Sundahafnar til að stækka eyrina annað hvort eða bæði við Fjarðarstræti og Sundstræti og inni í Pollinum. Þær hugmyndir komi ekki til framkvæmda að sinni en unnið væri að breytingum á aðalskipulagi sem opni á þann möguleika í framtíðinni. Bæjarstjórinn segir töluverða möguleika á þéttingu byggðar sem unnið væri að. Stöðug íbúafjölgun frá 2016 eftir áratuga fólksfækkun væru ánægjuleg umskipti. „Við þurfum svolítið að breyta hugsanahættinum. Við höfum alltaf verið í varnarbaráttunni, að berjast fyrir hverjum og einum íbúa. Erum að sjálfsögðu allaf að passa upp á íbúana okkar en núna þurfum við að vera svolítið brött og horfa fram á veginn og taka þátt í uppganginum. Það er kannski tilfinning sem við Vestfirðingar þekktum ekkert allt of vel en það er góð tilfinning,“ segir Arna Lára Jónsdóttir. Ísafjarðarbær Húsnæðismál Vinnumarkaður Samgöngur Tengdar fréttir Æskuheimili Ólafs Ragnars nýtt til ræktunar alþjóðlegs fræðanets Alþjóðlegu fræðaneti var ýtt úr vör á fyrsta málþingi stofnunar Ólafs Ragnars Grímssonar á Ísafirði í dag. Innlendir og erlendir fræðimenn geta starfað á æskuheimili forsetans fyrrverandi í bænum í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða og háskólanna í Reykjavík og á Akureyri. 28. nóvember 2022 19:36 Skapa 500 störf og 12 milljarða úr smáræði af fiskroði Uppgangur líftæknifyrirtækisins Kerecis á Ísafirði hefur verið ævintýralegur. Fyrirtækið framleiðir einstaklega græðandi umbúðir úr þorskroði sem oft á tíðum kemur í veg fyrir að aflima þurfi fólk. Verðmæti afurðanna er meira en alls sjávarfangs á Vestfjörðum að frátöldu fiskeldi. 30. nóvember 2022 20:13 Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. 6. desember 2022 19:21 Bæjarstjóranum í Eyjum blöskrar skoðun kollega síns í Ísafjarðarbæ Bæjarstjóri Vestmannaeyja furðar sig á því að bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar telji Vestmannaeyinga geta siglt með Herjólfi til og frá Þorlákshöfn svo flýta megi dýpkun hafnar Ísfirðinga fyrir komu skemmtiferðaskipa. 7. desember 2022 10:41 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Fjölbreyttara atvinnulíf og nýjar og vaxandi atvinnugreinar eins og ferðaþjónusta, fiskeldi og starfsemi líftæknifyrirtækisins Kerecis í Ísafjarðarbæ hefur hægt og sígandi snúið við fólksfækkun undanfarinna áratuga á svæðinu. Samkvæmt bjartsýnustu spám er nú gert ráð fyrir nokkurri fólksfjölgun á næstu tíu árum. Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir að nú þegar hafi myndast skortur á íbúðarhúsnæði í bænum. Arna Lára Jónsdóttir segir að Vestfirðingar þurfi nú að tileinka sér bjartsýni vegna mikillar uppbyggingar eftir stöðuga fólksfækkun undanfarna áratugi.Stöð 2/Ívar „Já, það vantar íbúðir. Við verðum að finna og útbúa lóðir því hér er að fara fram mikil uppbygging. Þannig að það er íbúðaskortur og við þurfum að vera klár undir það,“ segir Arna Lára. Í húsnæðisáætlun Ísafjarðarbæjar 2023 til næstu tíu ára eru settar fram spár um fjölgun íbúa og þörfina á nýju húsnæði. Samkvæmt lægstu spánni er reiknað með að íbúum fjölgi um 192, 408 samkvæmt miðspá og 828 samkvæmt háspá. Samkvæmt húsnæðisáætlun 2023 til tíu ára fyrir Ísafjarðarbæ er reiknað með að íbúum gæti fjölgað um 192 til 828 og þörf fyrir nýjar íbúðir verði á bilinu 94 til 402.Ísafjarðarbær Það þýðir að byggja þurfi 94 til 402 nýjar íbúðir í bæjarfélaginu á tímabilinu, það er á Ísafirði við Skutulsfjörð, Flateyri, Suðureyri og Þingeyri. Þingeyri væri nú orðin miðsvæðis á Vestfjörðum eftir opnun Dýrafjarðarganga. „Við eigum ekki mikið land, ekki í Skutulsfirði. Við eigum nóg af íbúðalóðum annars staðar en í Skutulsfirði en það þarf líka að búa til lóðir í Skutulsfirðinum. Við eigum fullt af lóðum á Þingeyri sem við vorum að auglýsa lausar til úthlutunar. En það er alveg satt það þarf að útbúa fleiri lóðir í þessum firði,“ segir Bæjarstjórinn. Brúnu húsin á myndinni eru fyrirhugaðar stúdentaíbúðir á Flateyri.Ísafjarðarbær Stefnt hefði verið að því að nota efni sem dælt verði upp vegna stækkunar Sundahafnar til að stækka eyrina annað hvort eða bæði við Fjarðarstræti og Sundstræti og inni í Pollinum. Þær hugmyndir komi ekki til framkvæmda að sinni en unnið væri að breytingum á aðalskipulagi sem opni á þann möguleika í framtíðinni. Bæjarstjórinn segir töluverða möguleika á þéttingu byggðar sem unnið væri að. Stöðug íbúafjölgun frá 2016 eftir áratuga fólksfækkun væru ánægjuleg umskipti. „Við þurfum svolítið að breyta hugsanahættinum. Við höfum alltaf verið í varnarbaráttunni, að berjast fyrir hverjum og einum íbúa. Erum að sjálfsögðu allaf að passa upp á íbúana okkar en núna þurfum við að vera svolítið brött og horfa fram á veginn og taka þátt í uppganginum. Það er kannski tilfinning sem við Vestfirðingar þekktum ekkert allt of vel en það er góð tilfinning,“ segir Arna Lára Jónsdóttir.
Ísafjarðarbær Húsnæðismál Vinnumarkaður Samgöngur Tengdar fréttir Æskuheimili Ólafs Ragnars nýtt til ræktunar alþjóðlegs fræðanets Alþjóðlegu fræðaneti var ýtt úr vör á fyrsta málþingi stofnunar Ólafs Ragnars Grímssonar á Ísafirði í dag. Innlendir og erlendir fræðimenn geta starfað á æskuheimili forsetans fyrrverandi í bænum í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða og háskólanna í Reykjavík og á Akureyri. 28. nóvember 2022 19:36 Skapa 500 störf og 12 milljarða úr smáræði af fiskroði Uppgangur líftæknifyrirtækisins Kerecis á Ísafirði hefur verið ævintýralegur. Fyrirtækið framleiðir einstaklega græðandi umbúðir úr þorskroði sem oft á tíðum kemur í veg fyrir að aflima þurfi fólk. Verðmæti afurðanna er meira en alls sjávarfangs á Vestfjörðum að frátöldu fiskeldi. 30. nóvember 2022 20:13 Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. 6. desember 2022 19:21 Bæjarstjóranum í Eyjum blöskrar skoðun kollega síns í Ísafjarðarbæ Bæjarstjóri Vestmannaeyja furðar sig á því að bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar telji Vestmannaeyinga geta siglt með Herjólfi til og frá Þorlákshöfn svo flýta megi dýpkun hafnar Ísfirðinga fyrir komu skemmtiferðaskipa. 7. desember 2022 10:41 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Æskuheimili Ólafs Ragnars nýtt til ræktunar alþjóðlegs fræðanets Alþjóðlegu fræðaneti var ýtt úr vör á fyrsta málþingi stofnunar Ólafs Ragnars Grímssonar á Ísafirði í dag. Innlendir og erlendir fræðimenn geta starfað á æskuheimili forsetans fyrrverandi í bænum í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða og háskólanna í Reykjavík og á Akureyri. 28. nóvember 2022 19:36
Skapa 500 störf og 12 milljarða úr smáræði af fiskroði Uppgangur líftæknifyrirtækisins Kerecis á Ísafirði hefur verið ævintýralegur. Fyrirtækið framleiðir einstaklega græðandi umbúðir úr þorskroði sem oft á tíðum kemur í veg fyrir að aflima þurfi fólk. Verðmæti afurðanna er meira en alls sjávarfangs á Vestfjörðum að frátöldu fiskeldi. 30. nóvember 2022 20:13
Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. 6. desember 2022 19:21
Bæjarstjóranum í Eyjum blöskrar skoðun kollega síns í Ísafjarðarbæ Bæjarstjóri Vestmannaeyja furðar sig á því að bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar telji Vestmannaeyinga geta siglt með Herjólfi til og frá Þorlákshöfn svo flýta megi dýpkun hafnar Ísfirðinga fyrir komu skemmtiferðaskipa. 7. desember 2022 10:41