Leigufélag með methagnað krefur öryrkja um þriðjungs hækkun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. desember 2022 19:00 Brynja Bjarnadóttir segist vera á götunni eftir að Íbúðarfélag hækkaði við hana leigu um fjórðung. Það gefur henni tvo mánuði til að endurnýja eða flytja ella. Vísir/Ívar Þrátt fyrir að Íbúðafélagið Alma hafi skilað 12,4 milljarða methagnaði á síðasta ári hækkar félagið leigu hjá sínu fólki um þriðjung eftir áramót. Öryrki segist ekki geta greitt leiguna og sér fram á að lenda á götunni. Brynja Bjarnadóttir er öryrki og hefur búið í leiguíbúð í eigu Íbúðafélagsins Ölmu síðustu ár. Hún hefur greitt um 250 þúsund krónur í leigu á mánuði en fékk tilkynningu um mánaðamótin um að frá og með fyrsta febrúar hækki leigan í 325 þúsund krónur. Hún þurfi að endurnýja samninginn um áramót. Brynja vakti athygli á þessari stöðu á síðunni Öryrkjar á Facebook. „Ég vissi að ég þyrfti að endurnýja samninginn en ég vissi ekki að það yrði upp á sjötíu og fimm þúsund krónur til viðbótar,“ segir Brynja. Meiri hækkun en mánaðarlegt ráðstöfunarfé Brynja segir að hækkunin sé meira en hún hafi milli handanna í ráðstöfunarfé. Öryrkjabætur dugi skammt. „Ég fæ í kringum þrjú hundruð og tuttugu þúsund krónur á mánuði í bætur. Ég fæ líka húsnæðisbætur. Tvö hundruð og fimmtíu þúsund hafa farið í leigu og eftir að hafa greitt hana og aðrar skuldir hef ég haft um sextíu þúsund krónur til að lifa út mánuðinn. Þessi hækkun nú er því meiri en ég hef haft til að lifa af út mánuðinn og því útilokað að ég geti greitt þetta,“ segir Brynja. Hún segist því oft þurfa að leita á náðir hjálparstofnana og fjölskyldumeðlima með mat. Nú sé frystirinn t.d. nánast tómur og jólin að koma. Brynja segist enn ekki hafa fundið nýtt húsnæði en Íbúðafélagið Alma gefur henni mánuð til að endurnýja samninginn. Núverandi leigusamningur rennur svo út 31. janúar 2023. Aðspurð um hvort Alma hafi boðið henni ódýrari húsnæði svarar hún: „Þeir eru ekki með neinar ódýrar íbúðir. Þeir hafa bent mér á eina íbúð í Borgarnesi.“ Hún segist hafa leitað fanga á fleiri stöðum. Ég er að bíða eftir svari frá Ásbrú á Suðurnesjum en hef ekki fengið. Ég myndi þó helst vilja vera í Reykjavík út af veikindunum hjá mér,“ svarar hún. Alma græddi á þrettánda milljarð í fyrra Íbúðafélagið Alma auglýsir sig sem traustan valkost á heimasíðu sinni. Þar kemur fram að félagið vinni markvisst að því að gera leigumarkaðinn á Íslandi faglegri, fjölskylduvænni og traustari. Félaginu gekk einstaklega vel í fyrra og skilaði methagnaði upp á tólf komma fjórða milljarða króna. Íbúðafélagið Alma skilaði methagnaði í fyrra.Vísir/Hjalti Framkvæmdastjóri félagsins svaraði ekki skilaboðum fréttastofu í dag vegna málsins. Húsnæðismál Leigumarkaður Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Kallar eftir neyðarlögum um leigufélög og myndarlegri aðkomu ríkisins Formaður VR segir að það muni líklega ekki taka lengri tíma en daginn í dag til að meta hvort flötur sé á samningi við Samtök atvinnulífsins. Hann segir gríðarlega mikilvægt að ríkisstjórnin liðki fyrir viðræðum og helst með neyðarlögum um leigufélög. Staða til dæmis leigjenda og fólks með húsnæðislán með breytilegum vöxtum sé alvarlegri en svo að kjarasamningar einir og sér dugi til. 7. desember 2022 13:27 Leigufélag lækkar leiguna um þriðjung í desember Leigufélagið Bríet hyggst veita leigjendum sínum 30 prósenta afslátt af leigu nú í desembermánuði. Leigutökum var tilkynnt þetta bréfleiðis í morgun og ættu þeir að sjá lægri upphæðir en vanalega á greiðsluseðlum í heimabankanum sínum. 30. nóvember 2022 08:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Brynja Bjarnadóttir er öryrki og hefur búið í leiguíbúð í eigu Íbúðafélagsins Ölmu síðustu ár. Hún hefur greitt um 250 þúsund krónur í leigu á mánuði en fékk tilkynningu um mánaðamótin um að frá og með fyrsta febrúar hækki leigan í 325 þúsund krónur. Hún þurfi að endurnýja samninginn um áramót. Brynja vakti athygli á þessari stöðu á síðunni Öryrkjar á Facebook. „Ég vissi að ég þyrfti að endurnýja samninginn en ég vissi ekki að það yrði upp á sjötíu og fimm þúsund krónur til viðbótar,“ segir Brynja. Meiri hækkun en mánaðarlegt ráðstöfunarfé Brynja segir að hækkunin sé meira en hún hafi milli handanna í ráðstöfunarfé. Öryrkjabætur dugi skammt. „Ég fæ í kringum þrjú hundruð og tuttugu þúsund krónur á mánuði í bætur. Ég fæ líka húsnæðisbætur. Tvö hundruð og fimmtíu þúsund hafa farið í leigu og eftir að hafa greitt hana og aðrar skuldir hef ég haft um sextíu þúsund krónur til að lifa út mánuðinn. Þessi hækkun nú er því meiri en ég hef haft til að lifa af út mánuðinn og því útilokað að ég geti greitt þetta,“ segir Brynja. Hún segist því oft þurfa að leita á náðir hjálparstofnana og fjölskyldumeðlima með mat. Nú sé frystirinn t.d. nánast tómur og jólin að koma. Brynja segist enn ekki hafa fundið nýtt húsnæði en Íbúðafélagið Alma gefur henni mánuð til að endurnýja samninginn. Núverandi leigusamningur rennur svo út 31. janúar 2023. Aðspurð um hvort Alma hafi boðið henni ódýrari húsnæði svarar hún: „Þeir eru ekki með neinar ódýrar íbúðir. Þeir hafa bent mér á eina íbúð í Borgarnesi.“ Hún segist hafa leitað fanga á fleiri stöðum. Ég er að bíða eftir svari frá Ásbrú á Suðurnesjum en hef ekki fengið. Ég myndi þó helst vilja vera í Reykjavík út af veikindunum hjá mér,“ svarar hún. Alma græddi á þrettánda milljarð í fyrra Íbúðafélagið Alma auglýsir sig sem traustan valkost á heimasíðu sinni. Þar kemur fram að félagið vinni markvisst að því að gera leigumarkaðinn á Íslandi faglegri, fjölskylduvænni og traustari. Félaginu gekk einstaklega vel í fyrra og skilaði methagnaði upp á tólf komma fjórða milljarða króna. Íbúðafélagið Alma skilaði methagnaði í fyrra.Vísir/Hjalti Framkvæmdastjóri félagsins svaraði ekki skilaboðum fréttastofu í dag vegna málsins.
Húsnæðismál Leigumarkaður Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Kallar eftir neyðarlögum um leigufélög og myndarlegri aðkomu ríkisins Formaður VR segir að það muni líklega ekki taka lengri tíma en daginn í dag til að meta hvort flötur sé á samningi við Samtök atvinnulífsins. Hann segir gríðarlega mikilvægt að ríkisstjórnin liðki fyrir viðræðum og helst með neyðarlögum um leigufélög. Staða til dæmis leigjenda og fólks með húsnæðislán með breytilegum vöxtum sé alvarlegri en svo að kjarasamningar einir og sér dugi til. 7. desember 2022 13:27 Leigufélag lækkar leiguna um þriðjung í desember Leigufélagið Bríet hyggst veita leigjendum sínum 30 prósenta afslátt af leigu nú í desembermánuði. Leigutökum var tilkynnt þetta bréfleiðis í morgun og ættu þeir að sjá lægri upphæðir en vanalega á greiðsluseðlum í heimabankanum sínum. 30. nóvember 2022 08:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Kallar eftir neyðarlögum um leigufélög og myndarlegri aðkomu ríkisins Formaður VR segir að það muni líklega ekki taka lengri tíma en daginn í dag til að meta hvort flötur sé á samningi við Samtök atvinnulífsins. Hann segir gríðarlega mikilvægt að ríkisstjórnin liðki fyrir viðræðum og helst með neyðarlögum um leigufélög. Staða til dæmis leigjenda og fólks með húsnæðislán með breytilegum vöxtum sé alvarlegri en svo að kjarasamningar einir og sér dugi til. 7. desember 2022 13:27
Leigufélag lækkar leiguna um þriðjung í desember Leigufélagið Bríet hyggst veita leigjendum sínum 30 prósenta afslátt af leigu nú í desembermánuði. Leigutökum var tilkynnt þetta bréfleiðis í morgun og ættu þeir að sjá lægri upphæðir en vanalega á greiðsluseðlum í heimabankanum sínum. 30. nóvember 2022 08:05