Að mála skrattann á vegginn Siðavandur spyr hvað sé til ráða vegna dónalegra, ögrandi og meiðandi orða og teikninga nágranna á bílskúrsgafli við lóðamörk en þessi ófögnuður blasi við úr stofu- og eldhúsglugga í húsi fyrirspyrjanda. Spurt er hver sé réttur fólks í slíkum tilvikum? Mega perrar og hálfperrar mála hvað sem er á vegginn sinn? Þurfa nágrannar að þola hvaða viðbjóð sem er? Má maður sjálfur fara á stúfana og mála yfir svona nokkuð? Skoðun 22. júní 2023 15:00
„Við búumst ekki við neinni viðvarandi lækkun á húsnæðisverði“ Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að hækka fjórða mánuðinn í röð og nam hækkunin milli apríl og maí 0,7 prósentum. Hagfræðingur hjá Landsbankanum segir hækkanirnar þó ekkert í líkingu við þær sem voru fyrir ári þegar vextir voru lágir og eftirspurn í hámarki. Innlent 21. júní 2023 13:10
„Íbúðamarkaður ekki kólnað eins og ætla hefði mátt“ Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7% milli apríl og maí og hefur vísitalan nú hækkað fjóra mánuði í röð. Innlent 21. júní 2023 09:52
Almenningur sé blekktur með kerfi sem gagnist tekjulágum ekki neitt Formaður samtaka leigjenda segir að með hlutdeildarlánum skapi ríkið sér tekjur inn í framtíðina og viðhaldi um leið háu fasteignaverði. Almenningur sé blekktur með kerfi sem gagnist lágtekjufólki ekki neitt. Innlent 21. júní 2023 00:00
Ríkið taki sér stöðu á leigumarkaði til að koma á jafnvægi Stjórnvöld stefna að uppbyggingu á 2800 hagkvæmum leiguíbúðum fyrir tekjulága hópa fyrir árið 2026. Átta hundruð þeirra eiga að rísa áður en yfirstandandi ár er liðið. Í dag úthlutaði Húsnæðis-og mannvirkjastofnun stofnframlögum til uppbyggingar á leiguíbúðum. Innlent 20. júní 2023 22:57
Nær þrjú þúsund nýjar íbúðir fyrir tekju- og eignaminni fyrir árið 2026 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra greindi frá því á kynningarfundi húsnæðis- og mannvirkjastofnunar í dag að 2.800 íbúðir fyrir tekju- og eignaminni verði byggðar á næstu þremur árum. Innlent 20. júní 2023 14:29
Bein útsending: Kynningarfundur um stórfellda uppbyggingu íbúða fyrir tekju- og eignaminni Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stendur í dag fyrir fundi þar sem uppbyggingaráform íbúða fyrir tekju- og eignaminni verða kynnt. Fundurinn fer fram klukkan tólf í Borgartúni 21 hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Innlent 20. júní 2023 11:30
Á annan tug vantar samastað þegar Samhjálp missir húsnæðið Leigusamningi Samhjálpar við Félagsbústaði um húsnæði áfangaheimilisins Brúar hefur verið sagt upp. Framkvæmdastjóri samtakanna segir framtíð þjónustunnar í óvissu. Innlent 17. júní 2023 14:16
Láta aftur reyna á lögmæti uppgreiðslugjalda ÍL-sjóðs Þrettán mál hafa verið þingfest fyrir Héraðsdómir Reykjavíkur þar sem menn hyggjast láta reyna á uppgreiðslugjald lána Íbúðalánasjóðs (ÍL-sjóðs). Dæmi eru um að fólk hafi þurft að greiða rúm 12 prósent af eftirstöðum láns í uppgreiðslugjald. Innlent 16. júní 2023 06:43
Segir ummæli borgarstjóra villandi og ámælisverð Framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálp segir ummæli borgarstjóra um að Reykjavíkurborg vilji frekar eyða fjármunum í þjónustu við fatlaða en bætur vera ámælisverð. Það sé löngu tímabært að ríki og sveitarfélög komi sér saman um hvernig kosta eigi þjónustu við fatlað fólk. Innlent 15. júní 2023 14:00
„Húsnæðismálin eru langmikilvægust“ Forseti ASÍ segir að stóra málið í komandi kjarasamningslotu verði að heimilin í landinu haldi kaupmætti sínum. Verkalýðshreyfingin gangi að samningaborðinu með samningsvilja í brjósti en kunni ráð til þess að ná sínu fram, vilji aðrir aðilar vinnumarkaðar ekki semja. Innlent 14. júní 2023 21:44
Spá talsverðri hjöðnun verðbólgu í júní Íslandsbanki spáir því að verðbólga muni hjaðna hratt á næstu mánuðum og að ársverðbólga muni mælast 8,7 prósent í júnímánuði. Það yrði í fyrsta skipti í heilt ár þar sem ársverðbólgan fer undir níu prósent. Viðskipti innlent 14. júní 2023 13:55
Launahækkanir þurfi hið minnsta að vera í samræmi við verðbólgutölur Sækja þarf launahækkanir sem eru hið minnsta í samræmi við verðbólgutölur í næstu kjarasamningum að sögn formanns VR. Hann segir mikla samstöðu að skapast fyrir því að sækja mjög kröftuglega fram í komandi viðræðum. Kaupmáttur dróst saman um tæp fimm prósent á fyrstu mánuðum ársins og vaxtagjöld heimilanna jukust um sextíu prósent milli ára. Innlent 14. júní 2023 12:01
Ríkisstjórnin bjóði upp á ófremdarástand fyrir fatlaða Öryrkjabandalag Íslands hefur sent ákall til ríkisstjórnarinnar að bregðast við því sem bandalagið kallar ófremdarástand í húsnæðismálum fatlaðs fólks. Bandalagið segir ríkisstjórnina fá falleinkunn. Innlent 14. júní 2023 11:33
Hætti við að hætta við og seldi Ölmu húsið Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, ávallt kallaður Simmi Vil, hefur selt húsið sitt að Kvíslartungu í Mosfellsbæ. Kaupandinn er umtalaða leigufélagið Alma. Viðskipti innlent 13. júní 2023 18:31
Neitað um gistingu og geta hvergi farið Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir önnur sveitarfélög verða að opna úrræði fyrir heimilislausa en ekki banna fólki að nýta sér neyðarskýli borgarinnar. Vísa þarf fólki frá vilji sveitarfélög ekki greiða fyrir gistingu. Innlent 12. júní 2023 23:20
Vill frekar eyða fjármunum í þjónustu við fatlaða en bætur Borgarstjóri segir Reykjavíkurborg í óþolandi þröngri stöðu gagnvart málaflokki fatlaðs fólks sem bíður eftir tímasettum áætlunum þegar kemur að húsnæðisúrræðum. Milljarða vanti í málaflokkinn og svör frá ríkinu um fjármögnum frestast í sífellu. Innlent 12. júní 2023 12:30
Flutt inn í smáhýsin í Laugardal á næstu dögum Búið er að úthluta fimm smáhýsum í Laugardal til heimilislausra í Reykjavík. Borgin hefur verið gagnrýnd fyrir þann langa tíma sem húsin stóðu auð en formaður velferðarráðs segir það hafa tekið eðlilegan tíma að úthluta hýsunum. Innlent 12. júní 2023 11:49
Meirihlutann skorti viljann en ekki lóðir Byggingarfyrirtæki fær ekki úthlutaða lóð þrátt fyrir að áform þeirra gætu betrumbætt húsnæðismarkaðinn í Reykjavík. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir svör borgarinnar og segir fordæmalaus verkefni þurfa fordæmalausar lausnir. Innlent 11. júní 2023 23:00
Smáhýsin í Laugardal standa enn auð Smáhýsi fyrir heimilislaust fólk í Laugardal, sem reist voru í lok febrúar standa enn auð. Ragnar Erling Hannesson, sem hefur beitt sér í málefnum heimilislausra segir ástandið í málaflokknum grafalvarlegt. Innlent 11. júní 2023 17:30
Í hvernig samfélagi búum við? Við búum í samfélagi þar sem getan þín til að eiga heimili ræðst á því hvort fjárfestar geti grætt nógu mikið á því. Skoðun 10. júní 2023 20:00
Telja bótafjárhæð borgarinnar geta numið hundruðum milljóna króna Landssamtökin Þroskahjálp telja að Reykjavíkurborg sé bótaskyld gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að dómur féll í máli þroskahamlaðs manns árið 2021. Faðir ungs manns með einhverfu, sem hefur verið á biðlista í tæp fimm ár, segir stöðuna mjög erfiða. Innlent 10. júní 2023 19:26
Rísum upp Ég veit ekki í hvaða samfélagi ég bý en í mínum heimi er staða örorkulífeyristaka á húsnæðismarkaði hörmuleg, afkomuöryggi þeirra ekkert, heilbrigðisþjónusta of dýr, matarkarfan tóm og skerðingar óhóflegar. Enn bíður fatlað fólk, veikt fólk, fólk sem fæðist fatlað og fólk sem hefur slasast á lífsleiðinni - eftir réttlætinu. Skoðun 10. júní 2023 17:01
Reginn gerir yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar fasteignafélags Stjórn Regins hf. hefur ákveðið að leggja fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. Tilboðið verður að fullu fjármagnað með útgáfu nýs hlutafjar í Regin að fenginni heimild hlutahafafundar. Viðskipti innlent 8. júní 2023 06:42
Seðlabankinn hvetur lánastofnanir til sveigjanleika Seðlabankastjóri segir aðgerðir bankans með vaxtahækkunum og hertum lánaskilurðum hafa kælt niður húsnæðismarkaðinn. Sömuleiðis hafi eignamyndun í íbúðarhúsnæði aukist. Brýnt sé að lánastofnanir bjóði lántakendum skilamálabreytingar á lánum miðað við þarfir hvers og eins, sérstaklega eftir að tímabil fastra vaxta á lánum rennur út. Innlent 7. júní 2023 11:55
Heimilin hugi að breytingu lánasamninga Fjármálastöðugleikanefnd brýnir fyrir lánveitendum og þar með einnig heimilunum að huga tímanlega að þyngri greiðslubyrði lántakenda til þess að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika. Vanskil í bankakerfinu séu þó enn lítil og rekstrarafkoma bankanna góð. Innlent 7. júní 2023 08:42
Stjórnvöld auki húsnæðisvandann með breyttu skattkerfi Stjórnvöld munu auka á húsnæðisvanda landsmanna með því að lækka endurgreiðsluhlutall vegna vinnu iðnaðarmanna um tæplega helming, að mati Samtaka iðnaðarins. Aðgerðin muni leiða til meiri kostnaðar við byggingu íbúða sem dragi úr framboði. „Samdráttur í framboði mun óhjákvæmilega hafa áhrif á íbúðaverð til hækkunar. Það eru þau áhrif sem við þessar aðstæður munu koma fram í aukinni verðbólgu og hærri vöxtum,“ segja samtökin. Innherji 6. júní 2023 14:19
Borgin sé áhugalaus um uppbyggingu hagkvæmra íbúða Stórt verktakafyrirtæki fær ekki úthlutaðar lóðir frá borginni þrátt fyrir að vera tilbúið í að reisa níu hundruð hagkvæmar íbúðir. Borgin segist ekki mega afhenda lóðir til einkaaðila án útboðs. Innlent 6. júní 2023 13:23
Staða lóðamála í Reykjavík Það hefur verið dapurt að fylgjast með umræðunni um lóðamál í Reykjavík. Lögaðili segir engar lóðir að fá og engar óseldar lóðir séu til en starfsmaður borgarinnar þvertekur fyrir það í svari í Morgunblaðinu. Flokkur fólksins hefur látið sig þessi mál varða enda óþolandi hversu mikill framboðsskortur er í Reykjavík þrátt fyrir að byggt hafi verið talsvert. Vissulega hefur borgarbúum fjölgað mikið. Skoðun 6. júní 2023 07:31
Búsetufrelsi – Hver erum við? Hvaða fólk er þetta, sem krefst búsetufrelsis? Búsetufrelsi hvað!?Með búsetufrelsi viljum við fá að ráða því hvernig við búum. Hvernig við nýtum fasteignirnar okkar eins og frístundahúsið. Skoðun 5. júní 2023 18:01