„Þetta er aðför að veikum rétti leigjenda“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. september 2024 13:55 Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Samtaka leigjenda segir breytingar á húsaleigulögum aðför að leigjendum. Vísir/Vilhelm Formaður samtaka leigjenda gagnrýnir harðlega breytingu á húsaleigulögum sem tók gildi nú um mánaðarmótin. Um sé að ræða aðför að leigjendum þar sem staða leigusalans sé fyrst og fremst styrkt. Ekki hafi verið tekið tillit til krafna samtakanna við breytingu laganna heldur þvert á móti. Breytingar á húsaleigulögum tóku gildi í gær sem eru samkvæmt HMS ætlað er að bæta réttarstöðu leigjenda og auka húsnæðisöryggi. Fram kemur að helstu breytingarnar séu að nú er óheimilt að vísitölutengja styttri samninga en tólf mánaða auk þess sem leigusölum verður óheimilt að segja upp ótímabundnum samningum án ástæðu. Leigjendur og leigusalar mega fara fram á breytingu á leigufjárhæð að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður samtaka leigjenda segir rangt að með þessu sé verið að bæta réttarstöðu leigjenda. „Mér líst ekkert á þessi lög, leigjendur hafa ekki beðið um þetta og ekki heldur leigusalar. Með þessum lögum er verið að styrkja stöðu leigusala gagnvart leigjendum enda eru öll viðmið í lögunum út frá hagsmunum leigusalans. Það á til að mynda við um ákvæðin um hækkun á leigu og uppsögn á húsaleigusamningi. Þetta styrkir ekki stöðu leigjenda heldur veikir. Það að þetta eigi að bæta réttarstöðu leigjenda er bara orðskrípi. Þvert á móti, þetta er aðför að veikum rétti leigjenda,“ segir Guðmundur. Leigusalar hafi fleiri leiðir en áður til að hækka leigu Guðmundur er afar ósáttur við nýtt ákvæði um að leigusali geti hækkað leigu ef rekstrarkostnaður hans hækkar. „Við hefðum kosið að við ákvörðun um húsaleigu yrði tekið tillit til sanngirnissjónarmiða. Í eldri lögum kom fram að húsaleiga skyldi vera eðlileg og sanngjörn gagnvart leigutaka og leigusala. Nú er ákveðið að taka mið af rekstrarkostnaði sem leigusali getur í raun og veru valið sér sjálfur. Hann getur núna valið að kaupa sér fasteignir á dýrustu lánunum til styttri tíma og hefur þá rétt á að velta þeim kostnaði yfir á leigjandann. Þetta er ekki sanngjarnt. Með því að festa þetta í lög er verið að brjóta á rétti leigjenda,“ segir Guðmundur. Stjórnvöld hafi farið þveröfuga leið Guðmundur segir að samtökin hafi reynt að hafa áhrif á húsaleigulögin en án árangurs. „Við sendum inn umsagnir þegar frumvarpið var í vinnslu, skrifuðum greinar og héldum fundi til að lýsa yfir kröfum okkar og áhyggjum. Það sem hefur hins vegar verið meginstefið í viðbrögðum stjórnvalda við þessum áhyggjum okkar, þá sér í lagi Sigurðar Inga Jóhannssonar fyrrverandi innviðaráðherra, er að hann nýtti sér þau atriði sem við bentum á sem ganga gegn rétti leigjenda til að styrkja enn frekar rétt leigusalans,“ segir hann. Aðspurður um hvort það sé ekkert gott í nýjum lögum svara Guðmundur: „Tilkynningaskylda leigusalans er góð en það eru hins vegar réttindi sem leigjendur höfðu fyrir.“ Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Breytingar á húsaleigulögum tóku gildi í gær sem eru samkvæmt HMS ætlað er að bæta réttarstöðu leigjenda og auka húsnæðisöryggi. Fram kemur að helstu breytingarnar séu að nú er óheimilt að vísitölutengja styttri samninga en tólf mánaða auk þess sem leigusölum verður óheimilt að segja upp ótímabundnum samningum án ástæðu. Leigjendur og leigusalar mega fara fram á breytingu á leigufjárhæð að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður samtaka leigjenda segir rangt að með þessu sé verið að bæta réttarstöðu leigjenda. „Mér líst ekkert á þessi lög, leigjendur hafa ekki beðið um þetta og ekki heldur leigusalar. Með þessum lögum er verið að styrkja stöðu leigusala gagnvart leigjendum enda eru öll viðmið í lögunum út frá hagsmunum leigusalans. Það á til að mynda við um ákvæðin um hækkun á leigu og uppsögn á húsaleigusamningi. Þetta styrkir ekki stöðu leigjenda heldur veikir. Það að þetta eigi að bæta réttarstöðu leigjenda er bara orðskrípi. Þvert á móti, þetta er aðför að veikum rétti leigjenda,“ segir Guðmundur. Leigusalar hafi fleiri leiðir en áður til að hækka leigu Guðmundur er afar ósáttur við nýtt ákvæði um að leigusali geti hækkað leigu ef rekstrarkostnaður hans hækkar. „Við hefðum kosið að við ákvörðun um húsaleigu yrði tekið tillit til sanngirnissjónarmiða. Í eldri lögum kom fram að húsaleiga skyldi vera eðlileg og sanngjörn gagnvart leigutaka og leigusala. Nú er ákveðið að taka mið af rekstrarkostnaði sem leigusali getur í raun og veru valið sér sjálfur. Hann getur núna valið að kaupa sér fasteignir á dýrustu lánunum til styttri tíma og hefur þá rétt á að velta þeim kostnaði yfir á leigjandann. Þetta er ekki sanngjarnt. Með því að festa þetta í lög er verið að brjóta á rétti leigjenda,“ segir Guðmundur. Stjórnvöld hafi farið þveröfuga leið Guðmundur segir að samtökin hafi reynt að hafa áhrif á húsaleigulögin en án árangurs. „Við sendum inn umsagnir þegar frumvarpið var í vinnslu, skrifuðum greinar og héldum fundi til að lýsa yfir kröfum okkar og áhyggjum. Það sem hefur hins vegar verið meginstefið í viðbrögðum stjórnvalda við þessum áhyggjum okkar, þá sér í lagi Sigurðar Inga Jóhannssonar fyrrverandi innviðaráðherra, er að hann nýtti sér þau atriði sem við bentum á sem ganga gegn rétti leigjenda til að styrkja enn frekar rétt leigusalans,“ segir hann. Aðspurður um hvort það sé ekkert gott í nýjum lögum svara Guðmundur: „Tilkynningaskylda leigusalans er góð en það eru hins vegar réttindi sem leigjendur höfðu fyrir.“
Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira