„Þetta er aðför að veikum rétti leigjenda“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. september 2024 13:55 Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Samtaka leigjenda segir breytingar á húsaleigulögum aðför að leigjendum. Vísir/Vilhelm Formaður samtaka leigjenda gagnrýnir harðlega breytingu á húsaleigulögum sem tók gildi nú um mánaðarmótin. Um sé að ræða aðför að leigjendum þar sem staða leigusalans sé fyrst og fremst styrkt. Ekki hafi verið tekið tillit til krafna samtakanna við breytingu laganna heldur þvert á móti. Breytingar á húsaleigulögum tóku gildi í gær sem eru samkvæmt HMS ætlað er að bæta réttarstöðu leigjenda og auka húsnæðisöryggi. Fram kemur að helstu breytingarnar séu að nú er óheimilt að vísitölutengja styttri samninga en tólf mánaða auk þess sem leigusölum verður óheimilt að segja upp ótímabundnum samningum án ástæðu. Leigjendur og leigusalar mega fara fram á breytingu á leigufjárhæð að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður samtaka leigjenda segir rangt að með þessu sé verið að bæta réttarstöðu leigjenda. „Mér líst ekkert á þessi lög, leigjendur hafa ekki beðið um þetta og ekki heldur leigusalar. Með þessum lögum er verið að styrkja stöðu leigusala gagnvart leigjendum enda eru öll viðmið í lögunum út frá hagsmunum leigusalans. Það á til að mynda við um ákvæðin um hækkun á leigu og uppsögn á húsaleigusamningi. Þetta styrkir ekki stöðu leigjenda heldur veikir. Það að þetta eigi að bæta réttarstöðu leigjenda er bara orðskrípi. Þvert á móti, þetta er aðför að veikum rétti leigjenda,“ segir Guðmundur. Leigusalar hafi fleiri leiðir en áður til að hækka leigu Guðmundur er afar ósáttur við nýtt ákvæði um að leigusali geti hækkað leigu ef rekstrarkostnaður hans hækkar. „Við hefðum kosið að við ákvörðun um húsaleigu yrði tekið tillit til sanngirnissjónarmiða. Í eldri lögum kom fram að húsaleiga skyldi vera eðlileg og sanngjörn gagnvart leigutaka og leigusala. Nú er ákveðið að taka mið af rekstrarkostnaði sem leigusali getur í raun og veru valið sér sjálfur. Hann getur núna valið að kaupa sér fasteignir á dýrustu lánunum til styttri tíma og hefur þá rétt á að velta þeim kostnaði yfir á leigjandann. Þetta er ekki sanngjarnt. Með því að festa þetta í lög er verið að brjóta á rétti leigjenda,“ segir Guðmundur. Stjórnvöld hafi farið þveröfuga leið Guðmundur segir að samtökin hafi reynt að hafa áhrif á húsaleigulögin en án árangurs. „Við sendum inn umsagnir þegar frumvarpið var í vinnslu, skrifuðum greinar og héldum fundi til að lýsa yfir kröfum okkar og áhyggjum. Það sem hefur hins vegar verið meginstefið í viðbrögðum stjórnvalda við þessum áhyggjum okkar, þá sér í lagi Sigurðar Inga Jóhannssonar fyrrverandi innviðaráðherra, er að hann nýtti sér þau atriði sem við bentum á sem ganga gegn rétti leigjenda til að styrkja enn frekar rétt leigusalans,“ segir hann. Aðspurður um hvort það sé ekkert gott í nýjum lögum svara Guðmundur: „Tilkynningaskylda leigusalans er góð en það eru hins vegar réttindi sem leigjendur höfðu fyrir.“ Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Sjá meira
Breytingar á húsaleigulögum tóku gildi í gær sem eru samkvæmt HMS ætlað er að bæta réttarstöðu leigjenda og auka húsnæðisöryggi. Fram kemur að helstu breytingarnar séu að nú er óheimilt að vísitölutengja styttri samninga en tólf mánaða auk þess sem leigusölum verður óheimilt að segja upp ótímabundnum samningum án ástæðu. Leigjendur og leigusalar mega fara fram á breytingu á leigufjárhæð að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður samtaka leigjenda segir rangt að með þessu sé verið að bæta réttarstöðu leigjenda. „Mér líst ekkert á þessi lög, leigjendur hafa ekki beðið um þetta og ekki heldur leigusalar. Með þessum lögum er verið að styrkja stöðu leigusala gagnvart leigjendum enda eru öll viðmið í lögunum út frá hagsmunum leigusalans. Það á til að mynda við um ákvæðin um hækkun á leigu og uppsögn á húsaleigusamningi. Þetta styrkir ekki stöðu leigjenda heldur veikir. Það að þetta eigi að bæta réttarstöðu leigjenda er bara orðskrípi. Þvert á móti, þetta er aðför að veikum rétti leigjenda,“ segir Guðmundur. Leigusalar hafi fleiri leiðir en áður til að hækka leigu Guðmundur er afar ósáttur við nýtt ákvæði um að leigusali geti hækkað leigu ef rekstrarkostnaður hans hækkar. „Við hefðum kosið að við ákvörðun um húsaleigu yrði tekið tillit til sanngirnissjónarmiða. Í eldri lögum kom fram að húsaleiga skyldi vera eðlileg og sanngjörn gagnvart leigutaka og leigusala. Nú er ákveðið að taka mið af rekstrarkostnaði sem leigusali getur í raun og veru valið sér sjálfur. Hann getur núna valið að kaupa sér fasteignir á dýrustu lánunum til styttri tíma og hefur þá rétt á að velta þeim kostnaði yfir á leigjandann. Þetta er ekki sanngjarnt. Með því að festa þetta í lög er verið að brjóta á rétti leigjenda,“ segir Guðmundur. Stjórnvöld hafi farið þveröfuga leið Guðmundur segir að samtökin hafi reynt að hafa áhrif á húsaleigulögin en án árangurs. „Við sendum inn umsagnir þegar frumvarpið var í vinnslu, skrifuðum greinar og héldum fundi til að lýsa yfir kröfum okkar og áhyggjum. Það sem hefur hins vegar verið meginstefið í viðbrögðum stjórnvalda við þessum áhyggjum okkar, þá sér í lagi Sigurðar Inga Jóhannssonar fyrrverandi innviðaráðherra, er að hann nýtti sér þau atriði sem við bentum á sem ganga gegn rétti leigjenda til að styrkja enn frekar rétt leigusalans,“ segir hann. Aðspurður um hvort það sé ekkert gott í nýjum lögum svara Guðmundur: „Tilkynningaskylda leigusalans er góð en það eru hins vegar réttindi sem leigjendur höfðu fyrir.“
Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Sjá meira