Húsnæði og verðbólga Runólfur Ágústsson skrifar 2. september 2024 15:31 Gagnsleysi aðgerða Seðlabanka Íslands gegn verðbólgu verður sífellt augljósara. Í nýjum verðbólgumælingum er verðbólga á ársgrundvelli án húsnæðis, komin niður í 3,6% og fer hægt og örugglega lækkandi. Það er fyrst og fremst húsnæðisliðurinn sem heldur verðbólgunni hér uppi. Þar gera aðgerðir Seðlabankans illt verra! 1. Háir stýrivextir draga úr framleiðslu íbúða vegna mikils fjármagnskostnaðar en þær íbúðir vantar sárlega á íbúðamarkað, afleiðing þess verða enn frekari hækkanir á nýjum íbúðum, sem munu út frá aðferðafræði bankans skila sér í háum vöxtum. Þarna eru aðgerðir bankans farnar að hækka verðbólgu en ekki lækka. 2. Til að draga úr eftirspurn hefur bankinn hert svo að greiðslumatsreglum að það er nánast útilokað fyrir venjulegt fólk að kaupa íbúð. Ástæða þess að flestar nýjar íbúðir eru keyptar af fjárfestum og leigufélögum er einfaldlega sú að almenningur má ekki kaupa þær. Fólk má leigja íbúðir á háu verði, en ekki lækka húsnæðiskostnað sinn með kaupum á eigin íbúð. Þetta er ekki sjálfbær aðgerð hjá bankanum á tímum húsnæðisskorts og mun ekki halda til lengdar. Þegar slakað verður á klónni hér(sem verður að gera) mun þetta hafa áhrif til hækkunar á íbúðaverði. Handvirkar aðgerðir stjórnvalda til að fela skort í frjálsu markaðshagkerfi virka ekki til lengdar. 3. Framleiðsla á nýjum íbúðum er langt undir þörfum, bæði vegna ofangreindra atriða, en einnig vegna lóðaskorts. 4. Umræða um lóðaverð er í ruglinu. Íbúðaverð utan félagslega kerfisins sem verður sífellt mikilvægara, ræðst af framboði og eftirspurn. Ef sveitarfélögin færu aftur að úthluta lóðum á undirverði til verktaka en ekki á markaðsverði til kaupenda, væri verið að leggja grunn að spillingu ásamt því að svipta almenning eignum sínum og færa vertökum á undirverði. Íbúðaverðið myndi ekki lækka. 5. Það er bara ein leið til að lækka íbúðaverð og hún mun taka tíma: Búa til fleiri lóðir og byggja fleiri íbúðir þannig að jafnvægi komist á markaðinn. 6. Hin leiðin er að sleppa því að fjölga íbúðum og fækka íbúum. Með því að valda samdrætti í hagkerfinu og smækka það mætti skapa atvinnuleysi og landflótta. Mögulega er það vegferð Seðlabankans en landsframleiðsla hefur nú dregist saman tvo ársfjórðunga í röð. Slíkt er alla jafna kallað kreppa. Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Runólfur Ágústsson Húsnæðismál Mest lesið Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Skoðun Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Gagnsleysi aðgerða Seðlabanka Íslands gegn verðbólgu verður sífellt augljósara. Í nýjum verðbólgumælingum er verðbólga á ársgrundvelli án húsnæðis, komin niður í 3,6% og fer hægt og örugglega lækkandi. Það er fyrst og fremst húsnæðisliðurinn sem heldur verðbólgunni hér uppi. Þar gera aðgerðir Seðlabankans illt verra! 1. Háir stýrivextir draga úr framleiðslu íbúða vegna mikils fjármagnskostnaðar en þær íbúðir vantar sárlega á íbúðamarkað, afleiðing þess verða enn frekari hækkanir á nýjum íbúðum, sem munu út frá aðferðafræði bankans skila sér í háum vöxtum. Þarna eru aðgerðir bankans farnar að hækka verðbólgu en ekki lækka. 2. Til að draga úr eftirspurn hefur bankinn hert svo að greiðslumatsreglum að það er nánast útilokað fyrir venjulegt fólk að kaupa íbúð. Ástæða þess að flestar nýjar íbúðir eru keyptar af fjárfestum og leigufélögum er einfaldlega sú að almenningur má ekki kaupa þær. Fólk má leigja íbúðir á háu verði, en ekki lækka húsnæðiskostnað sinn með kaupum á eigin íbúð. Þetta er ekki sjálfbær aðgerð hjá bankanum á tímum húsnæðisskorts og mun ekki halda til lengdar. Þegar slakað verður á klónni hér(sem verður að gera) mun þetta hafa áhrif til hækkunar á íbúðaverði. Handvirkar aðgerðir stjórnvalda til að fela skort í frjálsu markaðshagkerfi virka ekki til lengdar. 3. Framleiðsla á nýjum íbúðum er langt undir þörfum, bæði vegna ofangreindra atriða, en einnig vegna lóðaskorts. 4. Umræða um lóðaverð er í ruglinu. Íbúðaverð utan félagslega kerfisins sem verður sífellt mikilvægara, ræðst af framboði og eftirspurn. Ef sveitarfélögin færu aftur að úthluta lóðum á undirverði til verktaka en ekki á markaðsverði til kaupenda, væri verið að leggja grunn að spillingu ásamt því að svipta almenning eignum sínum og færa vertökum á undirverði. Íbúðaverðið myndi ekki lækka. 5. Það er bara ein leið til að lækka íbúðaverð og hún mun taka tíma: Búa til fleiri lóðir og byggja fleiri íbúðir þannig að jafnvægi komist á markaðinn. 6. Hin leiðin er að sleppa því að fjölga íbúðum og fækka íbúum. Með því að valda samdrætti í hagkerfinu og smækka það mætti skapa atvinnuleysi og landflótta. Mögulega er það vegferð Seðlabankans en landsframleiðsla hefur nú dregist saman tvo ársfjórðunga í röð. Slíkt er alla jafna kallað kreppa. Höfundur er framkvæmdastjóri.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar