Húsnæði og verðbólga Runólfur Ágústsson skrifar 2. september 2024 15:31 Gagnsleysi aðgerða Seðlabanka Íslands gegn verðbólgu verður sífellt augljósara. Í nýjum verðbólgumælingum er verðbólga á ársgrundvelli án húsnæðis, komin niður í 3,6% og fer hægt og örugglega lækkandi. Það er fyrst og fremst húsnæðisliðurinn sem heldur verðbólgunni hér uppi. Þar gera aðgerðir Seðlabankans illt verra! 1. Háir stýrivextir draga úr framleiðslu íbúða vegna mikils fjármagnskostnaðar en þær íbúðir vantar sárlega á íbúðamarkað, afleiðing þess verða enn frekari hækkanir á nýjum íbúðum, sem munu út frá aðferðafræði bankans skila sér í háum vöxtum. Þarna eru aðgerðir bankans farnar að hækka verðbólgu en ekki lækka. 2. Til að draga úr eftirspurn hefur bankinn hert svo að greiðslumatsreglum að það er nánast útilokað fyrir venjulegt fólk að kaupa íbúð. Ástæða þess að flestar nýjar íbúðir eru keyptar af fjárfestum og leigufélögum er einfaldlega sú að almenningur má ekki kaupa þær. Fólk má leigja íbúðir á háu verði, en ekki lækka húsnæðiskostnað sinn með kaupum á eigin íbúð. Þetta er ekki sjálfbær aðgerð hjá bankanum á tímum húsnæðisskorts og mun ekki halda til lengdar. Þegar slakað verður á klónni hér(sem verður að gera) mun þetta hafa áhrif til hækkunar á íbúðaverði. Handvirkar aðgerðir stjórnvalda til að fela skort í frjálsu markaðshagkerfi virka ekki til lengdar. 3. Framleiðsla á nýjum íbúðum er langt undir þörfum, bæði vegna ofangreindra atriða, en einnig vegna lóðaskorts. 4. Umræða um lóðaverð er í ruglinu. Íbúðaverð utan félagslega kerfisins sem verður sífellt mikilvægara, ræðst af framboði og eftirspurn. Ef sveitarfélögin færu aftur að úthluta lóðum á undirverði til verktaka en ekki á markaðsverði til kaupenda, væri verið að leggja grunn að spillingu ásamt því að svipta almenning eignum sínum og færa vertökum á undirverði. Íbúðaverðið myndi ekki lækka. 5. Það er bara ein leið til að lækka íbúðaverð og hún mun taka tíma: Búa til fleiri lóðir og byggja fleiri íbúðir þannig að jafnvægi komist á markaðinn. 6. Hin leiðin er að sleppa því að fjölga íbúðum og fækka íbúum. Með því að valda samdrætti í hagkerfinu og smækka það mætti skapa atvinnuleysi og landflótta. Mögulega er það vegferð Seðlabankans en landsframleiðsla hefur nú dregist saman tvo ársfjórðunga í röð. Slíkt er alla jafna kallað kreppa. Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Runólfur Ágústsson Húsnæðismál Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Gagnsleysi aðgerða Seðlabanka Íslands gegn verðbólgu verður sífellt augljósara. Í nýjum verðbólgumælingum er verðbólga á ársgrundvelli án húsnæðis, komin niður í 3,6% og fer hægt og örugglega lækkandi. Það er fyrst og fremst húsnæðisliðurinn sem heldur verðbólgunni hér uppi. Þar gera aðgerðir Seðlabankans illt verra! 1. Háir stýrivextir draga úr framleiðslu íbúða vegna mikils fjármagnskostnaðar en þær íbúðir vantar sárlega á íbúðamarkað, afleiðing þess verða enn frekari hækkanir á nýjum íbúðum, sem munu út frá aðferðafræði bankans skila sér í háum vöxtum. Þarna eru aðgerðir bankans farnar að hækka verðbólgu en ekki lækka. 2. Til að draga úr eftirspurn hefur bankinn hert svo að greiðslumatsreglum að það er nánast útilokað fyrir venjulegt fólk að kaupa íbúð. Ástæða þess að flestar nýjar íbúðir eru keyptar af fjárfestum og leigufélögum er einfaldlega sú að almenningur má ekki kaupa þær. Fólk má leigja íbúðir á háu verði, en ekki lækka húsnæðiskostnað sinn með kaupum á eigin íbúð. Þetta er ekki sjálfbær aðgerð hjá bankanum á tímum húsnæðisskorts og mun ekki halda til lengdar. Þegar slakað verður á klónni hér(sem verður að gera) mun þetta hafa áhrif til hækkunar á íbúðaverði. Handvirkar aðgerðir stjórnvalda til að fela skort í frjálsu markaðshagkerfi virka ekki til lengdar. 3. Framleiðsla á nýjum íbúðum er langt undir þörfum, bæði vegna ofangreindra atriða, en einnig vegna lóðaskorts. 4. Umræða um lóðaverð er í ruglinu. Íbúðaverð utan félagslega kerfisins sem verður sífellt mikilvægara, ræðst af framboði og eftirspurn. Ef sveitarfélögin færu aftur að úthluta lóðum á undirverði til verktaka en ekki á markaðsverði til kaupenda, væri verið að leggja grunn að spillingu ásamt því að svipta almenning eignum sínum og færa vertökum á undirverði. Íbúðaverðið myndi ekki lækka. 5. Það er bara ein leið til að lækka íbúðaverð og hún mun taka tíma: Búa til fleiri lóðir og byggja fleiri íbúðir þannig að jafnvægi komist á markaðinn. 6. Hin leiðin er að sleppa því að fjölga íbúðum og fækka íbúum. Með því að valda samdrætti í hagkerfinu og smækka það mætti skapa atvinnuleysi og landflótta. Mögulega er það vegferð Seðlabankans en landsframleiðsla hefur nú dregist saman tvo ársfjórðunga í röð. Slíkt er alla jafna kallað kreppa. Höfundur er framkvæmdastjóri.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun