Tvö af hverjum þremur nýjum störfum síðasta árið orðið til í opinbera geiranum
Frá miðju síðasta ári hafa um tvö af hverjum þremur nýjum störfum sem bættust við íslenskan vinnumarkað orðið til hjá opinbera geiranum á meðan vísbendingar eru um að það dragi á sama tíma talsvert úr fjölgun starfa í einkageiranum. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að stjórnvöld hljóti að leita allra leiða til að draga úr spennu á vinnumarkaði, sem hefur átt sinn þátt í að viðhalda þrálátri verðbólgu, með því að horfa þar til eigin umsvifa.
Tengdar fréttir
Áhyggjuefni ef „við sitjum föst eftir“ meðan stóru seðlabankarnir lækka vexti
Haldist verðbólga þrálát á sama tíma og vaxtalækkunarferli helstu seðlabanka heimsins er að byrja, einkum í Bandaríkjunum, er það „áhyggjuefni“ ef Ísland mun þá sitja eftir sem gæti ýtt undir frekari hækkun á raungenginu og dregið úr samkeppnishæfni, að sögn seðlabankastjóra. Hann viðurkennir að viðvarandi háar langtímaverðbólguvæntingar séu til marks um vantrú á öllu kerfinu – peningastefnunni, ríkisfjármálunum og aðilum vinnumarkaðarins – að það muni takast að ná niður verðbólgunni, en það sé samt engin afsökun fyrir Seðlabankann að hafa ekki náð þar meiri árangri.
Hækkun fasteignaverðs „helsti drifkraftur“ verðbólgunnar síðasta áratug
Frá aldamótum hefur hækkun á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu, einkum á síðustu tíu árum, verið helsti drifkraftur verðbólgu og skýrir um 37 prósent hækkunar vísitölu neysluverðs á því tímabili, að sögn framkvæmdastjóra Aflvaka Þróunarfélags. Meginástæða þeirrar hækkunar sé íbúðaskortur vegna „athafnaleysis“ sveitarfélaga í að tryggja nægt lóðaframboð með áhrifamiklum og alvarlegum afleiðingum á þróun efnahagslífsins, meðal annars með því að ýta undir ójöfnuð og draga úr framlegð.
Einkageirinn standi í erfiðri samkeppni við hið opinbera um fólk
Ráðgjafi stjórnar Samtaka atvinnulífsins segir einkageirann hafa skroppið saman á meðan hið opinbera þenjist út. Í liðinni viku birti Hagstofan bráðabirgðatölur um þróun starfsmannafjölda og heildarlaunagreiðslna árið 2021. Á tímabili kórónukreppunnar er heildarniðurstaðan sú að starfandi fólki fækkaði um 4 prósent og heildarlaunagreiðslur, eða launasumman, dróst saman um 4 prósent milli áranna 2019 og 2021.
Opinberum starfsmönnum fjölgar mjög en fækkar í einkageiranum
Úttekt Hagstofunnar leiðir í ljós að starfsfólk í atvinnugreinunum opinberri stjórnsýslu, fræðslustarfsemi, heilbrigðis- og félagsþjónustu, sem að mestu eru reknar af ríki og sveitarfélögum, fjölgaði um 9 þúsund á sama tíma og starfsfólki í einkageiranum fækkaði um 8 þúsund.