Fimm ára samningar heyra sögunni til hjá Ölmu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. september 2024 15:20 Ingólfur Árni Gunnarsson er framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags. Alma íbúðafélag sem hingað til hefur gert allt að fimm ára leigusamninga hefur ákveðið að bjóða aðeins upp á 13 mánaða leigusamning. Tilefnið er ný húsaleigulög sem tóku gildi um mánaðamótin. Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu íbúðafélags, segir ákveðna óvissu í loftinu hvernig nýju lögunum verði framfylgt af Kærunefnd húsamála. „Félagið hefur því aðlagað þjónustuframboð sitt til að mæta þessari réttaróvissu og hefur hætt að bjóða aðra leigusamning en til 13 mánaða, en áður bauð Alma upp á leigusamninga til allt að fimm ára,“ segir Ingólfur í fréttatilkynningu. Alma var með 1046 íbúðir í eignasafni sínu í lok júní en félagið seldi átta íbúðir á fyrstu sex mánuðum ársins. Þá er félagið með 58 þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði í sinni eign. Hagsmunasamtök ósátt Ný húsaleigulög tóku gildi þann 1. september. Markmiðið var að bæta réttarstöðu leigjenda og auka húsnæðisöryggi. Með breytingum verður vísitölutenging styttri samninga óheimil, auk þess sem skilyrði verða sett fyrir því að leigjendur eða leigusalar geti farið fram á breytingar á leigufjárhæð. Leigjendur og húseigendur hafa fussað og sveiað yfir breytingunum. Lítið sem ekkert samráð hafi verið haft við þau meðan lögin voru í smíðum. Fulltrúar beggja hreyfinga hafa kallað eftir nýrri löggjöf. Fyrrverandi innviðaráðherra hafnar því að ekki hafi verið haft samráð við húseigendur og leigjendur þegar unnið var að breytingum á húsaleigulöggjöfinni. Vinnuferlið hafi verið langt og á þeim tíma hafi verið mikið samráð og samtal. „Ég býst við formaður Samtaka leigjenda hafi viljað ganga miklu lengra, ég heyrt hann halda því fram áður. Og ég get ímyndað mér að fulltrúi húsaeigendanna hafi ekki viljað sjá neinar breytingar á því fyrirkomulagi sem er í dag,“ segir Sigurður. Sterkur leigumarkaður næstu misseri Stjórn Ölmu samþykkti í dag árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2024. 266 milljóna króna hagnaður varð af rekstrinum, eigið fé í lok júní nam 35 milljörðum króna og heildareignið rúmlega 110 milljörðum króna. „Við erum nokkuð ánægð með rekstur félagsins á síðasta árshelmingi og erum sérstaklega þakklát fyrir góða eftirspurn viðskiptavina okkar eftir þjónustu félagsins. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingar og afskriftir jókst um 437millj. kr. eða 28% og var tæplega 2 milljarðar kr. Sá rekstrarbati skýrist að mestu af útleigu á nýbyggðu atvinnuhúsnæði sem var ekki tekjuberandi á fyrri hluta síðasta árs,“ segir Ingólfur Árni í tilkynningu. Eftirspurn eftir leigu íbúðarhúsnæðis hafi verið sterk á tímabilinu og þrátt fyrir að íbúðir Ölmu í Grindavík séu algjörlega ótekjuberandi þá hafi afkoma af leigu íbúðarhúsnæðis haldist nokkuð stöðug milli ára. „Miðað við núverandi vaxtastig gerum við ráð fyrir að framboð á nýju íbúðarhúsnæði muni ekki halda í við aukna eftirspurn a.m.k. næstu 2-3 árin og því teljum við að leigumarkaður íbúðarhúsnæðis haldist sterkur næstu misserin.“ Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu íbúðafélags, segir ákveðna óvissu í loftinu hvernig nýju lögunum verði framfylgt af Kærunefnd húsamála. „Félagið hefur því aðlagað þjónustuframboð sitt til að mæta þessari réttaróvissu og hefur hætt að bjóða aðra leigusamning en til 13 mánaða, en áður bauð Alma upp á leigusamninga til allt að fimm ára,“ segir Ingólfur í fréttatilkynningu. Alma var með 1046 íbúðir í eignasafni sínu í lok júní en félagið seldi átta íbúðir á fyrstu sex mánuðum ársins. Þá er félagið með 58 þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði í sinni eign. Hagsmunasamtök ósátt Ný húsaleigulög tóku gildi þann 1. september. Markmiðið var að bæta réttarstöðu leigjenda og auka húsnæðisöryggi. Með breytingum verður vísitölutenging styttri samninga óheimil, auk þess sem skilyrði verða sett fyrir því að leigjendur eða leigusalar geti farið fram á breytingar á leigufjárhæð. Leigjendur og húseigendur hafa fussað og sveiað yfir breytingunum. Lítið sem ekkert samráð hafi verið haft við þau meðan lögin voru í smíðum. Fulltrúar beggja hreyfinga hafa kallað eftir nýrri löggjöf. Fyrrverandi innviðaráðherra hafnar því að ekki hafi verið haft samráð við húseigendur og leigjendur þegar unnið var að breytingum á húsaleigulöggjöfinni. Vinnuferlið hafi verið langt og á þeim tíma hafi verið mikið samráð og samtal. „Ég býst við formaður Samtaka leigjenda hafi viljað ganga miklu lengra, ég heyrt hann halda því fram áður. Og ég get ímyndað mér að fulltrúi húsaeigendanna hafi ekki viljað sjá neinar breytingar á því fyrirkomulagi sem er í dag,“ segir Sigurður. Sterkur leigumarkaður næstu misseri Stjórn Ölmu samþykkti í dag árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2024. 266 milljóna króna hagnaður varð af rekstrinum, eigið fé í lok júní nam 35 milljörðum króna og heildareignið rúmlega 110 milljörðum króna. „Við erum nokkuð ánægð með rekstur félagsins á síðasta árshelmingi og erum sérstaklega þakklát fyrir góða eftirspurn viðskiptavina okkar eftir þjónustu félagsins. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingar og afskriftir jókst um 437millj. kr. eða 28% og var tæplega 2 milljarðar kr. Sá rekstrarbati skýrist að mestu af útleigu á nýbyggðu atvinnuhúsnæði sem var ekki tekjuberandi á fyrri hluta síðasta árs,“ segir Ingólfur Árni í tilkynningu. Eftirspurn eftir leigu íbúðarhúsnæðis hafi verið sterk á tímabilinu og þrátt fyrir að íbúðir Ölmu í Grindavík séu algjörlega ótekjuberandi þá hafi afkoma af leigu íbúðarhúsnæðis haldist nokkuð stöðug milli ára. „Miðað við núverandi vaxtastig gerum við ráð fyrir að framboð á nýju íbúðarhúsnæði muni ekki halda í við aukna eftirspurn a.m.k. næstu 2-3 árin og því teljum við að leigumarkaður íbúðarhúsnæðis haldist sterkur næstu misserin.“
Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira