Heilsa

Heilsa

Allt um heilsu, hreyfingu og hollan mat

Fréttamynd

Dáleiðsla gagnast fólki á fjölbreyttan hátt

Námskeið eru að hefjast hjá Dáleiðsluskólanum Hugareflingu. Einn reyndasti dáleiðslukennari landsins og aðalkennari Hugareflingar, Jón Víðis, segir alla geta tileinkað sér dáleiðslu og hún gagnist fólki á fjölbreyttan hátt.

Samstarf
Fréttamynd

Hefur ekki borðað í fjóra daga og líður bara vel

„Ég er ótrúlega góður,“ segir Sigurður Örn Ragnarsson sem fastað hefur síðan í kvöldmatnum á mánudag. Borðar hann ekkert og drekkur eingöngu vatn. Hann ræddi uppátækið við Ósk Gunnars á FM957 fyrr í dag. 

Lífið
Fréttamynd

Hreyfum okkur saman: Skemmtileg styrktaræfing

Í fyrsta þættinum af nýrri þáttaröð af Hreyfum okkur saman sýnir Anna Eiríks fjölbreytar styrktaræfingar. Í æfingunni notar Anna diska sem renna en einnig er hægt að nota lítil handklæði eða tuskur.

Heilsa
Fréttamynd

Sjö­tíu kílóum léttari en með fleiri líkams­komplexa

Fyrir tveimur árum hitti Sindri Sindrason Önnu Sjöfn Skagfjörð 37 ára þriggja barna móður sem vildi gera eitthvað í sínum málum áður en það yrði of seint. Í dag hefur hún misst 72 kíló og elskar að gera hluti sem hún tók algjörlega fyrir að gera eins og að ganga fjöll.

Lífið
Fréttamynd

Hvetur fólk til þess að sýna sjálfu sér mildi á nýju ári

Á nýju ári ætla sér margir stóra hluti. Fólk ætlar sér ýmist að verða grennra eða ríkara, vakna fyrr á morgnanna, skara fram úr, afreka meira og stefna í átt að fullkomnun. Sálfræðingurinn Hulda Jónsdóttir Tölgyes hefur áhyggjur af þeim skaðlegu áhrifum sem þessi menning hefur í för með sér.

Lífið
Fréttamynd

Mygla í nokkrum leikskólum til viðbótar, borgin bregðist hraðar við

Mygla hefur fundist á nokkrum leikskólum í Reykjavík og bætast þeir þar með í sístækkandi hóp grunn-og leikskóla sem glíma við mygluvanda. Sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs segir mun betur fylgst með húsnæði en áður. Ekki er ljóst hvort myglan muni hafa áhrif á starfsemi skólanna.

Innlent
Fréttamynd

Aukið sjálfræði starfsfólks verður áberandi í áherslum vinnustaða 2023

„Ég tel að aukið sjálfræði starfsfólks um hvar það vinnur og hvenær það vinnur verði áberandi í áherslum vinnustaða árið 2023. Þessi þróun hófst í heimsfaraldrinum og mun halda áfram. Auk þess sé ég fyrir mér aukna áhersla á fjölbreytileika og vellíðan,“ segir Ingrid Kuhlman framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Getum búið okkur til alls konar frí allt árið 2023

Atvinnulífið hefur áður fjallað um mikilvægi þess að kúpla sig frá vinnu þegar við erum í fríi. Í dag ætlum við hins vegar að rýna aðeins í mismunandi frí sem við getum sett okkur sem markmið að upplifa oftar frá og með árinu 2023. Sem lið í því að efla andlega vellíðan og heilsu.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Jólajóga fyrir krakka - Friður

Þóra Rós Guðbjartsdóttir gerði jólajógaþætti fyrir Vísi og æfing dagsins nefnist Friður. Æfinguna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Jól
Fréttamynd

Jólajóga fyrir krakka: „Það getur verið krefjandi að vera öll heima“

„Þættirnir eru hugsaðir fyrir leikskólabörn og fyrstu stig grunnskóla en auðvitað geta allir í fjölskyldunni haft gaman af þáttunum. Þetta getur verið kósý fjölskyldustund yfir hátíðarnar,“ segir Þóra Rós Guðbjartsdóttir. Hún gerði krakkajógainnslög sem sýnd verða á Vísi og Stöð 2 Vísi um hátíðarnar. 

Jól
Fréttamynd

Scobie hjónin: „Við eigum frekar að njóta meira og vera þakklát fyrir allt sem við höfum“

„Mig óraði aldrei fyrir því að ég myndi búa í Danmörku. En maður veit aldrei hvert lífið leiðir mann. Því nú er ég hér og hefur aldrei liðið betur. Það sem maður vill fyrir alla er að öllum líði vel,“ segir Richard Scobie, sem ásamt eiginkonu sinni Kristínu Einarsdóttur Scobie rekur fyrirtækið Nordic Trailblazers á eyjunni Mön í Danmörku.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Draumar rætast en sjaldnast af sjálfu sér“

„Hvatvísin kemur mér reglulega í klandur, en hefur að sama skapi drifið flesta draumana mína áfram,“ segir Kristborg Bóel Steindórsdóttir sem var að senda frá sér tvær bækur. Önnur er Gestabók og hin nefnist Draumar. 

Lífið
Fréttamynd

„Á okkar ábyrgð að það fari ekki með verri geðheilsu heim“

„Umræðan um geðheilsu hefur breyst mikið á undanförnum árum. Ungt fólk hefur verið leiðandi í að opna umræðuna um geðheilbrigðismál og við sem eldri erum þurfum að taka þau til fyrirmyndar,“ segir Elín Helga Sveinbjörnsdóttir framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Hvíta húsið. Fyrirtækið var að gefa út sérstaka geðheilsustefnu.

Heilsa
Fréttamynd

Gleðileg venjuleg jól!!!

Ert þú kona sem hugsar oft: nú kem ég mér í mitt besta form? Ert viss um að þú verðir í þínu besta formi um jólin? Næsta sumar? Á stórafmælinu? Ég er svoleiðis kona!

Skoðun
Fréttamynd

Það á að vera gott að eldast á Íslandi

Meðalaldur Íslendinga og lífslíkur eru með þeim hæstu sem fyrirfinnast í Evrópu. Frá því á árinu 1988 hafa karlar hérlendis bætt við sig heilum sex árum og konur rúmlega fjórum í meðalævilengd. Þetta er ánægjuleg staðreynd sem segir okkur að hérlendis séu skilyrði til þess að eldast góð og samverustundum sem fjölskyldur hafa möguleika á að verja með sínu elsta fólki hafi fjölgað.

Skoðun