Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Spila á Dalvík vegna árshátíðar

Karlalið Þórs í handbolta bregður nú á sama ráð og karlalið KA í fótbolta þurfti að gera á síðustu misserum, með því að spila heimaleik á Dalvík vegna aðstöðuleysis á Akureyri.

Handbolti
Fréttamynd

„Þeir þurftu að hafa fyrir sínum mörkum“

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var sáttur með sigur sinna manna er þeir tóku á móti Fram í 16. umferð Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Leikurinn var jafn framan af en Valsmenn tóku yfir í seinni hálfleik og unnu leikinn með sjö mörkum, 34-27. 

Handbolti
Fréttamynd

„Egill Magnússon er týndur og tröllum gefinn“

Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni ræddu í síðasta þætti um vandræði FH-inga og sérstaklega framlag Egils Magnússonar sem skoraði ekki mark, úr sjö skotum, í 25-25 jafnteflinu við Fram í Olís-deildinni í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Haukur og félagar hafa unnið 75 deildarleiki í röð

Haukur Þrastarson og félagar hans í pólska stórliðinu Kielce hafa ekki lagt í vana sinn að tapa mörgum deildarleikjum undanfarin ár. Liðið hefur nú unnið 75 leiki í röð í pólsku úrvalsdeildinni í handbolta eftir 21 marks stórsigur gegn Gwardia Opole, 42-21.

Handbolti
Fréttamynd

„Ég var ekki sáttur með þetta rauða spjald “

„Ég er ánægðastur með það, úr því sem komið var, að við náum að snúa þessu við með því að fara í framliggjandi vörn og vorum agaðir og með smá trikki frá Binna í horninu að ná að jafna leikinn,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Hauka, eftir jafntefli á móti Stjörnunni í kvöld. Haukar voru tveimur mörkum undir þegar tæplega fimm mínútur voru til leiksloka en tókst, með klókinum að jafna leikinn, 29-29. 

Handbolti
Fréttamynd

Sveinn hafði betur í Íslendingaslag

Sveinn Jóhannsson og félagar hans í Skjern unnu góðan tveggja marka sigur, 30-28, er liðið tók á móti Íslendingaliði Ribe-Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

„Þeir voru betri en við og ég óska ÍR til hamingju“

„Mér líður ekki vel. Ég held að við og ég segi það sama og ég sagði eftir síðasta leik, við verðum að vera betri. Frá byrjun vorum við að elta þá og það er svo erfitt að byrja leikinn á elta og það er erfitt í sextíu mínútur. Þeir voru betri en við og ég óska ÍR til hamingju, góður leikur hjá þeim,“ sagði Carlos Martin Santos, eftir tap á ÍR í kvöld. Lokatölur 35-34. 

Handbolti
Fréttamynd

Einar: Fínt að hafa læti og eitthvað að tala um

„Auðvitað hefði ég viljað vinna þennan leik, við leiðum allan leikinn og vorum klaufar að hleypa þeim inn í þetta. Við fórum illa með stöðuna einum fleiri og þetta verður svolítil taugaveiklun síðustu tíu mínúturnar,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir jafntefli gegn FH í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld.

Handbolti