Telur að formaður HSÍ eigi að segja af sér Jakob Bjarnar skrifar 23. nóvember 2023 15:16 Hvorki Bubbi né Guðmundur, og margir fleiri ef marka má samfélagsmiðla, eru sáttir við það að íslenska handknattleikslandsliðið muni spila merktir Arnarlaxi. Vísir/Vilhelm Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens bætist í hóp þeirra sem fordæma að HSÍ hafi gert styrktarsamning við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. Hann er skorinorður og segir að formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, eigi að segja af sér – umsvifalaust. Styrktarsamingur HSÍ við Arnarlax hefur farið öfugt ofan í margan stuðningsamann íslenska landsliðsins. En HSÍ hefur skuldbundið liðsmenn til að vera í búningum sem merktir eru í bak og fyrir Arnarlax. Þannig brá mörgum í brún þegar Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, var fljótur upp á afturlappirnar, fordæmdi fortakslaust þetta samstarf og taldi það með öllu óboðlegt. Fjölmargir hafa tekið í sama streng og nú hefur Bubbi ritað viðhorfspistil undir fyrirsögninni „Nú eru þeir strákarnir þeirra“. Bubbi telur HSÍ hafa gerst sek um alvarlegan dómgreindarskort og hann telur að Guðmundur B. Ólafsson formaður ætti að taka pokann sinn. Samningurinn sé reginhneyksli, orðspor sjókvíaeldisfyrirtæksins sé ömurlegt og það hafi nýverið verið sektað um 120 milljónir fyrir að hafa vanrækt að sinna skyldu sinni að tilkynna um gat á kvíum sínum. „Að þiggja peninga frá þessu fyrirtæki sem vill nýta sér íslenska landsliðið til að hvítþvo dapurlega ímynd sína er ömurlegt og hefur skaðað íþróttina sem og landsliðið í heild,“ skrifar Bubbi. Og það hvín í tálknunum á honum. „Hver hefur geð í sér að horfa á strákana okkar auglýsa Arnarlax,“ spyr Bubbi. Hann heldur því fram að um sé að ræða fyrirtæki sem hefur að því virðist engan áhuga á íslenskri náttúru annan en þann að mergsjúga hana. „Til þess eins að græða sem mest og skilja lítið sem ekkert eftir af þeim ofboðslega arði sem þeir hirða upp úr fjörðum landsins,“ segir Bubbi sem telur að HSÍ eigi að skammast sín: „Norsku aurgoðarnir hafa ekki bara hirt firði landsins heldur líka íslenska landsliðið í handbolta og nú eru þeir strákarnir þeirra.“ Sjókvíaeldi Handbolti HSÍ ÍSÍ Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Styrktarsamingur HSÍ við Arnarlax hefur farið öfugt ofan í margan stuðningsamann íslenska landsliðsins. En HSÍ hefur skuldbundið liðsmenn til að vera í búningum sem merktir eru í bak og fyrir Arnarlax. Þannig brá mörgum í brún þegar Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, var fljótur upp á afturlappirnar, fordæmdi fortakslaust þetta samstarf og taldi það með öllu óboðlegt. Fjölmargir hafa tekið í sama streng og nú hefur Bubbi ritað viðhorfspistil undir fyrirsögninni „Nú eru þeir strákarnir þeirra“. Bubbi telur HSÍ hafa gerst sek um alvarlegan dómgreindarskort og hann telur að Guðmundur B. Ólafsson formaður ætti að taka pokann sinn. Samningurinn sé reginhneyksli, orðspor sjókvíaeldisfyrirtæksins sé ömurlegt og það hafi nýverið verið sektað um 120 milljónir fyrir að hafa vanrækt að sinna skyldu sinni að tilkynna um gat á kvíum sínum. „Að þiggja peninga frá þessu fyrirtæki sem vill nýta sér íslenska landsliðið til að hvítþvo dapurlega ímynd sína er ömurlegt og hefur skaðað íþróttina sem og landsliðið í heild,“ skrifar Bubbi. Og það hvín í tálknunum á honum. „Hver hefur geð í sér að horfa á strákana okkar auglýsa Arnarlax,“ spyr Bubbi. Hann heldur því fram að um sé að ræða fyrirtæki sem hefur að því virðist engan áhuga á íslenskri náttúru annan en þann að mergsjúga hana. „Til þess eins að græða sem mest og skilja lítið sem ekkert eftir af þeim ofboðslega arði sem þeir hirða upp úr fjörðum landsins,“ segir Bubbi sem telur að HSÍ eigi að skammast sín: „Norsku aurgoðarnir hafa ekki bara hirt firði landsins heldur líka íslenska landsliðið í handbolta og nú eru þeir strákarnir þeirra.“
Sjókvíaeldi Handbolti HSÍ ÍSÍ Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira