Sjö íslenskir sigrar í Evrópudeildinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. nóvember 2023 21:37 Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í Nantesunnu góðan sigur í Evrópudeildinni í kvöld. HBC Nantes Alls fóru fram 16 leikir í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld og voru Íslendingar í eldlínunni í sjö þeirra. Í öllum sjö leikjunum unnust íslenskir sigrar. Stiven Tobar Valencia var eini Íslendingurinn sem ekki fagnaði sigri, en hann og félagar hans í Benfica máttu þola níu marka tap gegn Ými Erni Gíslasyni, Arnóri Snæ Óskarssyni og félögum þeirra í Rhein-Neckar Löwen í A-riðli, 39-30. Arnór og Stiven skoruðu tvö mörk hvor, en Ýmir komst ekki á blað. Í sama riðli vann Nantes góðan fjögurra marka sigur gegn Kristianstad, 31-27. Viktor Gísli Hallgrímsson átti fínan leik í markinu og varði tíu skot, en Nantes situr nú í öðru sæti riðilsins með sex stig, tveimur stigum minna en topplið Rhein-Neckar Löwen og fjórum stigum meira en Benfica sem situr í þriðja sæti. Orri Freyr Þorkelsson skoraði sex mörk fyrir Sporting CP er liðið vann öruggan átta marka sigur gegn Tatabanya í H-riðli, 36-28. Orri og félagar sitja í öðru sæti riðilsins með fjögur stig, þremur stigum á eftir toppliði CSM Constanta. Í E-riðli voru einnig tvö Íslendingalið í eldlínunni þar sem Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði tvö mörk í tíu marka sigri Kadetten Schaffhausen gegn Lovcen 36-26 og Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk fyrir Flensburg er liðið lagði Elverum, 38-35. Flensburg trónir á toppi riðilsins með átta stig, en Kadetten situr í öðru sæti með sex. Spieltag in der @ehfel_official 🤾_______📍@campushalle_flensburg🆚 @elverumhandball 📅 21.11.2023⏰ 20:45 Uhr📺 live bei Dyn & DAZN📝 Den Vorbericht findet Ihr auf unserer Homepage🎟 Tickets sind noch verfügbar #sgpower💙❤#OhneGrenzen #ehfel 📸 @nordlyset72 pic.twitter.com/FqPUtSbzHV— SG Flensburg-Handewitt (@SGFleHa) November 21, 2023 Þá eru Tryggvi Þórisson og félagar í Sävehof enn með fullt hús stiga í C-riðli eftir þriggja marka útisigur gegn Pfadi Winterthur, 29-32, og Heiðmar Felixson, aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf, stýrði liðinu til sigurs gegn AEK Athens í B-riðli í fjarveru Christian Prokop, aðalþjálfara, 29-34. Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Leeds - Tottenham | Hvað gera lærisveinar Frank á Elland Road? Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport Upplifðu sigurstund Blika í návígi Fótbolti Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Stiven Tobar Valencia var eini Íslendingurinn sem ekki fagnaði sigri, en hann og félagar hans í Benfica máttu þola níu marka tap gegn Ými Erni Gíslasyni, Arnóri Snæ Óskarssyni og félögum þeirra í Rhein-Neckar Löwen í A-riðli, 39-30. Arnór og Stiven skoruðu tvö mörk hvor, en Ýmir komst ekki á blað. Í sama riðli vann Nantes góðan fjögurra marka sigur gegn Kristianstad, 31-27. Viktor Gísli Hallgrímsson átti fínan leik í markinu og varði tíu skot, en Nantes situr nú í öðru sæti riðilsins með sex stig, tveimur stigum minna en topplið Rhein-Neckar Löwen og fjórum stigum meira en Benfica sem situr í þriðja sæti. Orri Freyr Þorkelsson skoraði sex mörk fyrir Sporting CP er liðið vann öruggan átta marka sigur gegn Tatabanya í H-riðli, 36-28. Orri og félagar sitja í öðru sæti riðilsins með fjögur stig, þremur stigum á eftir toppliði CSM Constanta. Í E-riðli voru einnig tvö Íslendingalið í eldlínunni þar sem Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði tvö mörk í tíu marka sigri Kadetten Schaffhausen gegn Lovcen 36-26 og Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk fyrir Flensburg er liðið lagði Elverum, 38-35. Flensburg trónir á toppi riðilsins með átta stig, en Kadetten situr í öðru sæti með sex. Spieltag in der @ehfel_official 🤾_______📍@campushalle_flensburg🆚 @elverumhandball 📅 21.11.2023⏰ 20:45 Uhr📺 live bei Dyn & DAZN📝 Den Vorbericht findet Ihr auf unserer Homepage🎟 Tickets sind noch verfügbar #sgpower💙❤#OhneGrenzen #ehfel 📸 @nordlyset72 pic.twitter.com/FqPUtSbzHV— SG Flensburg-Handewitt (@SGFleHa) November 21, 2023 Þá eru Tryggvi Þórisson og félagar í Sävehof enn með fullt hús stiga í C-riðli eftir þriggja marka útisigur gegn Pfadi Winterthur, 29-32, og Heiðmar Felixson, aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf, stýrði liðinu til sigurs gegn AEK Athens í B-riðli í fjarveru Christian Prokop, aðalþjálfara, 29-34.
Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Leeds - Tottenham | Hvað gera lærisveinar Frank á Elland Road? Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport Upplifðu sigurstund Blika í návígi Fótbolti Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira