„Þetta er langur vetur og ég ætla ekki að búa til neina dramatík“ Andri Már Eggertsson skrifar 21. nóvember 2023 20:15 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var svekktur eftir leik Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valur tapaði á heimavelli gegn KA 29-33. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var afar svekktur með tap kvöldsins og var bæði ósáttur með sjálfan sig og liðið. „KA gerði meira og minna allt betur en við í dag. Við náðum eiginlega engri vörn og þar af leiðandi enga markvörslu en Arnar [Þór Fylkisson] kom sterkur inn í fyrri hálfleik. Við urðum staðir þegar þeir fóru að spila 5-1 vörn en samt skoruðum við átján mörk,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson í samtali við Vísi. Vörn og markvarsla Vals var lítil sem engin í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik var sóknarleikurinn vandamálið. „Í seinni hálfleik kom vörnin en sóknarleikurinn fór alveg. Við vorum að klikka á dauðafærum og KA var betri og sigurinn var sanngjarn.“ „Það var allt of mikið að fá á sig 20 mörk. Þeir skora sjö eða átta mörk úr hraðaupphlaupum og þegar að við stóðum ágætis vörn þá enduðum við að fá á okkur mark. Þetta var þannig leikur að við náðum aldrei að snúa honum.“ Heimamenn byrjuðu síðari hálfleik af krafti og fengu tækifæri til þess að stimpla sig inn í leikinn en misnotuðu það tækifæri. „Það var augnablik að snúa þessu við í upphafi síðari hálfleiks þar sem vörnin small og Björgvin [Páll Gústavsson] fór að verja en þá fórum við að gera tæknifeila. Við náðum ekki að stjórna leiknum og síðan fóru þeir að spila einum fleiri þrátt fyrir að vera yfir. Þeir voru betri inn á vellinum, á bekknum og alls staðar.“ Gestirnir náðu góðu áhlaupi í síðari hálfleik þar sem þeir gerðu fjögur mörk í röð og komust fimm mörkum yfir 22-27. „Sóknarlega vorum við að skora lítið. Við vorum lélegir sóknarlega en ég tek ekkert af þeim þar sem þeir voru bara betri.“ Óskar Bjarni tók sitt síðasta leikhlé þegar að þrettán mínútur voru eftir og þá kom neisti í Val en KA hélt sjó og vann með fjórum mörkum. „Við vorum með þá aðeins of langt frá okkur. Hefðum við haldið þeim í tveimur eða þremur mörkum þá hefðum við getað snúið þessu okkur í hag. Það var klaufaskapur að missa þá svona langt frá okkur þar sem það kom kafli þar sem við misstum allt og þá var þetta erfitt. Vörnin var fín en við hefðum átt að breyta fyrr.“ „Við vorum jafn lélegir á bekknum eins og leikmennirnir inn á vellinum. Frumkvæðið og stjórnunin var betri hjá þeim.“ Næsti leikur Vals er gegn HC Motor í Slóvakíu og Óskar sagði að liðið þyrfti að spila töluvert betur næsta laugardag heldur en í kvöld. „Ef við spilum svona þá förum við ekkert áfram og skíttöpum. Þetta er fínt lið og þeir eru stórir og sterkir. Við getum ekki boðið upp á svona frammistöðu fyrir okkur sjálfa. Þetta var dauft á móti Gróttu og dauft hérna og það er eitthvað sem er að hrjá okkur í orkustiginu og í leikgleðinni.“ En hvers vegna hefur verið dauft yfir Val? „Sitt lítið af hverju og það getur verið ýmislegt. Þetta er langur vetur og ég ætla ekki að búa til neina dramatík,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. Valur Olís-deild karla Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Sjá meira
„KA gerði meira og minna allt betur en við í dag. Við náðum eiginlega engri vörn og þar af leiðandi enga markvörslu en Arnar [Þór Fylkisson] kom sterkur inn í fyrri hálfleik. Við urðum staðir þegar þeir fóru að spila 5-1 vörn en samt skoruðum við átján mörk,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson í samtali við Vísi. Vörn og markvarsla Vals var lítil sem engin í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik var sóknarleikurinn vandamálið. „Í seinni hálfleik kom vörnin en sóknarleikurinn fór alveg. Við vorum að klikka á dauðafærum og KA var betri og sigurinn var sanngjarn.“ „Það var allt of mikið að fá á sig 20 mörk. Þeir skora sjö eða átta mörk úr hraðaupphlaupum og þegar að við stóðum ágætis vörn þá enduðum við að fá á okkur mark. Þetta var þannig leikur að við náðum aldrei að snúa honum.“ Heimamenn byrjuðu síðari hálfleik af krafti og fengu tækifæri til þess að stimpla sig inn í leikinn en misnotuðu það tækifæri. „Það var augnablik að snúa þessu við í upphafi síðari hálfleiks þar sem vörnin small og Björgvin [Páll Gústavsson] fór að verja en þá fórum við að gera tæknifeila. Við náðum ekki að stjórna leiknum og síðan fóru þeir að spila einum fleiri þrátt fyrir að vera yfir. Þeir voru betri inn á vellinum, á bekknum og alls staðar.“ Gestirnir náðu góðu áhlaupi í síðari hálfleik þar sem þeir gerðu fjögur mörk í röð og komust fimm mörkum yfir 22-27. „Sóknarlega vorum við að skora lítið. Við vorum lélegir sóknarlega en ég tek ekkert af þeim þar sem þeir voru bara betri.“ Óskar Bjarni tók sitt síðasta leikhlé þegar að þrettán mínútur voru eftir og þá kom neisti í Val en KA hélt sjó og vann með fjórum mörkum. „Við vorum með þá aðeins of langt frá okkur. Hefðum við haldið þeim í tveimur eða þremur mörkum þá hefðum við getað snúið þessu okkur í hag. Það var klaufaskapur að missa þá svona langt frá okkur þar sem það kom kafli þar sem við misstum allt og þá var þetta erfitt. Vörnin var fín en við hefðum átt að breyta fyrr.“ „Við vorum jafn lélegir á bekknum eins og leikmennirnir inn á vellinum. Frumkvæðið og stjórnunin var betri hjá þeim.“ Næsti leikur Vals er gegn HC Motor í Slóvakíu og Óskar sagði að liðið þyrfti að spila töluvert betur næsta laugardag heldur en í kvöld. „Ef við spilum svona þá förum við ekkert áfram og skíttöpum. Þetta er fínt lið og þeir eru stórir og sterkir. Við getum ekki boðið upp á svona frammistöðu fyrir okkur sjálfa. Þetta var dauft á móti Gróttu og dauft hérna og það er eitthvað sem er að hrjá okkur í orkustiginu og í leikgleðinni.“ En hvers vegna hefur verið dauft yfir Val? „Sitt lítið af hverju og það getur verið ýmislegt. Þetta er langur vetur og ég ætla ekki að búa til neina dramatík,“ sagði Óskar Bjarni að lokum.
Valur Olís-deild karla Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Sjá meira