„Þetta er langur vetur og ég ætla ekki að búa til neina dramatík“ Andri Már Eggertsson skrifar 21. nóvember 2023 20:15 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var svekktur eftir leik Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valur tapaði á heimavelli gegn KA 29-33. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var afar svekktur með tap kvöldsins og var bæði ósáttur með sjálfan sig og liðið. „KA gerði meira og minna allt betur en við í dag. Við náðum eiginlega engri vörn og þar af leiðandi enga markvörslu en Arnar [Þór Fylkisson] kom sterkur inn í fyrri hálfleik. Við urðum staðir þegar þeir fóru að spila 5-1 vörn en samt skoruðum við átján mörk,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson í samtali við Vísi. Vörn og markvarsla Vals var lítil sem engin í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik var sóknarleikurinn vandamálið. „Í seinni hálfleik kom vörnin en sóknarleikurinn fór alveg. Við vorum að klikka á dauðafærum og KA var betri og sigurinn var sanngjarn.“ „Það var allt of mikið að fá á sig 20 mörk. Þeir skora sjö eða átta mörk úr hraðaupphlaupum og þegar að við stóðum ágætis vörn þá enduðum við að fá á okkur mark. Þetta var þannig leikur að við náðum aldrei að snúa honum.“ Heimamenn byrjuðu síðari hálfleik af krafti og fengu tækifæri til þess að stimpla sig inn í leikinn en misnotuðu það tækifæri. „Það var augnablik að snúa þessu við í upphafi síðari hálfleiks þar sem vörnin small og Björgvin [Páll Gústavsson] fór að verja en þá fórum við að gera tæknifeila. Við náðum ekki að stjórna leiknum og síðan fóru þeir að spila einum fleiri þrátt fyrir að vera yfir. Þeir voru betri inn á vellinum, á bekknum og alls staðar.“ Gestirnir náðu góðu áhlaupi í síðari hálfleik þar sem þeir gerðu fjögur mörk í röð og komust fimm mörkum yfir 22-27. „Sóknarlega vorum við að skora lítið. Við vorum lélegir sóknarlega en ég tek ekkert af þeim þar sem þeir voru bara betri.“ Óskar Bjarni tók sitt síðasta leikhlé þegar að þrettán mínútur voru eftir og þá kom neisti í Val en KA hélt sjó og vann með fjórum mörkum. „Við vorum með þá aðeins of langt frá okkur. Hefðum við haldið þeim í tveimur eða þremur mörkum þá hefðum við getað snúið þessu okkur í hag. Það var klaufaskapur að missa þá svona langt frá okkur þar sem það kom kafli þar sem við misstum allt og þá var þetta erfitt. Vörnin var fín en við hefðum átt að breyta fyrr.“ „Við vorum jafn lélegir á bekknum eins og leikmennirnir inn á vellinum. Frumkvæðið og stjórnunin var betri hjá þeim.“ Næsti leikur Vals er gegn HC Motor í Slóvakíu og Óskar sagði að liðið þyrfti að spila töluvert betur næsta laugardag heldur en í kvöld. „Ef við spilum svona þá förum við ekkert áfram og skíttöpum. Þetta er fínt lið og þeir eru stórir og sterkir. Við getum ekki boðið upp á svona frammistöðu fyrir okkur sjálfa. Þetta var dauft á móti Gróttu og dauft hérna og það er eitthvað sem er að hrjá okkur í orkustiginu og í leikgleðinni.“ En hvers vegna hefur verið dauft yfir Val? „Sitt lítið af hverju og það getur verið ýmislegt. Þetta er langur vetur og ég ætla ekki að búa til neina dramatík,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. Valur Olís-deild karla Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Sjá meira
„KA gerði meira og minna allt betur en við í dag. Við náðum eiginlega engri vörn og þar af leiðandi enga markvörslu en Arnar [Þór Fylkisson] kom sterkur inn í fyrri hálfleik. Við urðum staðir þegar þeir fóru að spila 5-1 vörn en samt skoruðum við átján mörk,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson í samtali við Vísi. Vörn og markvarsla Vals var lítil sem engin í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik var sóknarleikurinn vandamálið. „Í seinni hálfleik kom vörnin en sóknarleikurinn fór alveg. Við vorum að klikka á dauðafærum og KA var betri og sigurinn var sanngjarn.“ „Það var allt of mikið að fá á sig 20 mörk. Þeir skora sjö eða átta mörk úr hraðaupphlaupum og þegar að við stóðum ágætis vörn þá enduðum við að fá á okkur mark. Þetta var þannig leikur að við náðum aldrei að snúa honum.“ Heimamenn byrjuðu síðari hálfleik af krafti og fengu tækifæri til þess að stimpla sig inn í leikinn en misnotuðu það tækifæri. „Það var augnablik að snúa þessu við í upphafi síðari hálfleiks þar sem vörnin small og Björgvin [Páll Gústavsson] fór að verja en þá fórum við að gera tæknifeila. Við náðum ekki að stjórna leiknum og síðan fóru þeir að spila einum fleiri þrátt fyrir að vera yfir. Þeir voru betri inn á vellinum, á bekknum og alls staðar.“ Gestirnir náðu góðu áhlaupi í síðari hálfleik þar sem þeir gerðu fjögur mörk í röð og komust fimm mörkum yfir 22-27. „Sóknarlega vorum við að skora lítið. Við vorum lélegir sóknarlega en ég tek ekkert af þeim þar sem þeir voru bara betri.“ Óskar Bjarni tók sitt síðasta leikhlé þegar að þrettán mínútur voru eftir og þá kom neisti í Val en KA hélt sjó og vann með fjórum mörkum. „Við vorum með þá aðeins of langt frá okkur. Hefðum við haldið þeim í tveimur eða þremur mörkum þá hefðum við getað snúið þessu okkur í hag. Það var klaufaskapur að missa þá svona langt frá okkur þar sem það kom kafli þar sem við misstum allt og þá var þetta erfitt. Vörnin var fín en við hefðum átt að breyta fyrr.“ „Við vorum jafn lélegir á bekknum eins og leikmennirnir inn á vellinum. Frumkvæðið og stjórnunin var betri hjá þeim.“ Næsti leikur Vals er gegn HC Motor í Slóvakíu og Óskar sagði að liðið þyrfti að spila töluvert betur næsta laugardag heldur en í kvöld. „Ef við spilum svona þá förum við ekkert áfram og skíttöpum. Þetta er fínt lið og þeir eru stórir og sterkir. Við getum ekki boðið upp á svona frammistöðu fyrir okkur sjálfa. Þetta var dauft á móti Gróttu og dauft hérna og það er eitthvað sem er að hrjá okkur í orkustiginu og í leikgleðinni.“ En hvers vegna hefur verið dauft yfir Val? „Sitt lítið af hverju og það getur verið ýmislegt. Þetta er langur vetur og ég ætla ekki að búa til neina dramatík,“ sagði Óskar Bjarni að lokum.
Valur Olís-deild karla Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Sjá meira