Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Stigameistarinn ræðst í keppni um bikar sem var hannaður í Japan

Um helgina fæst úr því skorið hverjir standa uppi sem stigameistarar Golfsambandsins árið 2024 þegar keppni lýkur í Hvaleyrarbikarnum í Hafnarfirði á sunnudaginn. Hvaleyrarbikarinn fer fram hjá Keili og er fimmta og síðasta stigamót sumarsins. Keppni hófst í morgun og eru leiknar 54 holur á þremur dögum.

Golf
Fréttamynd

Skemmti­legur golf­völlur í ein­stak­lega fal­legu um­hverfi

Húsafellsvöllur er af mörgum talin vera ein af földum perlum Vesturlands en hann er 9 holu völlur sem liðast um fjölbreytt landslag meðfram bökkum Kaldár og Stuttár í jaðri sumarhúsasvæðisins. Fagurgrænn birkiskógurinn, Eiríksjökull, Langjökull, Okið, Hafursfell og Strútur eru glæsilegir á að horfa og mynda til samans einstaklega fallegt umhverfi sem lætur engan ósnortinn.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Ein af földu perlum Vest­fjarða

Golfvöllurinn í Bolungarvík heitir Syðridalsvöllur og er staðsettur rétt fyrir utan þéttbýliskjarnann í Bolungarvík. Það er því stutt að fara á eina af földu perlum Vestfjarða.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Einn glæsi­legasti 9 holu völlur landsins

Í sumar ætlar Vísir að kynna nokkra af þeim golfvöllum sem spennandi væri að prófa í sumarfríinu en hér á landi má finna yfir sextíu golfvelli víða um land. Golfvöllur vikunnar er Víkurvöllur í Stykkishólmi.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Sluppu furðu­vel frá heim­sókn hesta á golf­völlinn

Tiltölulega litlar skemmdir urðu á Hlíðavelli í Mosfellsbæ þegar hestastóð kom í óvelkomna heimsókn þangað seint í gærkvöldi. Vallastjóri telur líklegt að hestarnir hafi sloppið úr gerði nærri vellinum þar sem hann liggur við Leiruvog.

Innlent
Fréttamynd

Hulda Clara og Aron Snær Ís­lands­meistarar í golfi

Hulda Clara Gestsdóttir og Aron Snær Júlíusson eru Íslandsmeistarar í golfi 2024 en þau eru bæði í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Þetta er í annað sinn sem þau fagna þessum titli en þau sigruðu bæði í fyrsta sinn árið 2021.

Golf
Fréttamynd

Schauffele sigldi sigrinum heim

Hinn bandaríski Xander Schauffele stóð uppi sem sigurvegari á opna breska meistaramótinu í golfi sem lauk í dag en leikið var við töluvert krefjandi aðstæður í Skotlandi um helgina.

Golf
Fréttamynd

McIlroy segist ekki hafa ráðið við vindinn

Bið Rorys McIlroy eftir sigri á risamóti lengist enn en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Opna breska meistaramótinu sem nú stendur yfir. Norður-Írinn segir að vindurinn í Skotlandi hafi sett stórt strik í reikning hans.

Golf
Fréttamynd

Böðvar Bragi sló vallar­metið á Hólmsvelli

Böðvar Bragi Pálsson átti hreint út sagt magnaðan dag þegar annar hringur á Íslandsmótinu í golfi var spilaður. Að þessu sinni fer mótið fram á Hólmsvelli í Leiru og gerði Böðvar Bragi sér lítið fyrir og sló vallarmetið.

Golf
Fréttamynd

Brown leiðir eftir fyrsta hring

Daniel Brown frá Englandi trónir á toppnum þegar fyrsta hring á Opna meistaramótinu í golfi er lokið. Hann lék fyrsta hringinn á sex höggum undir pari.

Golf
Fréttamynd

Sigurður Arnar og Aron Snær jafnir eftir dag eitt

Aron Snær Júlíusson og Sigurður Arnar Garðarsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, GKG, leiða eftir fyrsta dag Íslandsmótsins í golfi. Mótið fer fram á Hólmsvelli í Leiru. Sá er örlítið breyttur en hann er par 71 í dag í stað 72.

Golf
Fréttamynd

Eva í for­ystu eftir fyrsta hring

Eva Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar er með þriggja högga forystu í kvennaflokki þegar fyrsta degi Íslandsmótsins í golfi er lokið. Mótið hófst í morgun á Hólmsvelli í Leiru.

Golf
Fréttamynd

Aron Snær og Sigurður Arnar á sex undir

Aron Snær Júlíusson varð Íslandsmeistari í golfi fyrir þremur árum og hann byrjar Íslandsmótið í ár vel. Mótið fer fram að þessu sinni á Hólmsvelli í Leiru.

Golf
Fréttamynd

Fór holu í höggi á Ís­lands­mótinu í golfi

Einar Bjarni Helgason úr Golfklúbbnum Setbergi, náði sannkölluðu draumahöggi á fyrsta hringnum á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram á Hólmsvelli í Leiru. Keppni á Íslandsmótinu hófst í morgun.

Golf