Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2025 06:31 Tommy Fleetwood gat ekki annað en brosað eftir aðstoðina frá flugunni. Getty/Kevin C. Cox/NurPhoto Enski kylfingurinn Tommy Fleetwood fékk óvenjulega aðstoð á BMW Championship golfmótinu um helgina. Heppnin hefur ekki verið með Fleetwood á þessu ári. Hann hefur oft verið við toppinn á mótum og spilað mjög vel en náði ekki að vinna eitt einasta mót á mótaröðinni. Síðasti sigur hans á móti kom í janúar 2024 en síðan hefur vantað herslumuninn á svo mörgum mótum. Kannski fer lukkan nú að snúast með honum og fugl um helgina gefur kannski fyrirheit um það að heppnin sé aftur með honum í liði. Fleetwood átti þá gott pútt en kúlan stöðvaðist engu að síður við holubrúnina. Var óheppnin enn að elta hann. Nei ekki alveg. Fleetwood byrjaði að ganga í átt að holunni þegar skordýr, einhverskonar fluga, settist á kúluna. Þetta var nóg til að kúlan snerist aðeins, fór af stað og datt ofan í holu. Fleetwood gat skiljanlega ekki annað en brosað og púttið var það langt frá að hann var enn innan tímamarka til að komast að kúlunni til að ýta henni sjálfur ofan í holuna. Hann sparaði sér dýrmætt högg. Þetta högg hjálpaði honum að ná fimmta sætinu sem þýddi verðlaunafé upp á 730 þúsund Bandaríkjadali eða níutíu milljónir. Fimmta sætið á þessu móti hjálpaði honum einnig að tryggja sér 1,45 milljón dollara bónus með því að ná fimmta sæti á FedEx listanum. Sá bónus er upp á 180 milljónir í íslenskum krónum. Það má sjá þessa hjálp frá flugunni hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports (@cbssports) Golf Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Heppnin hefur ekki verið með Fleetwood á þessu ári. Hann hefur oft verið við toppinn á mótum og spilað mjög vel en náði ekki að vinna eitt einasta mót á mótaröðinni. Síðasti sigur hans á móti kom í janúar 2024 en síðan hefur vantað herslumuninn á svo mörgum mótum. Kannski fer lukkan nú að snúast með honum og fugl um helgina gefur kannski fyrirheit um það að heppnin sé aftur með honum í liði. Fleetwood átti þá gott pútt en kúlan stöðvaðist engu að síður við holubrúnina. Var óheppnin enn að elta hann. Nei ekki alveg. Fleetwood byrjaði að ganga í átt að holunni þegar skordýr, einhverskonar fluga, settist á kúluna. Þetta var nóg til að kúlan snerist aðeins, fór af stað og datt ofan í holu. Fleetwood gat skiljanlega ekki annað en brosað og púttið var það langt frá að hann var enn innan tímamarka til að komast að kúlunni til að ýta henni sjálfur ofan í holuna. Hann sparaði sér dýrmætt högg. Þetta högg hjálpaði honum að ná fimmta sætinu sem þýddi verðlaunafé upp á 730 þúsund Bandaríkjadali eða níutíu milljónir. Fimmta sætið á þessu móti hjálpaði honum einnig að tryggja sér 1,45 milljón dollara bónus með því að ná fimmta sæti á FedEx listanum. Sá bónus er upp á 180 milljónir í íslenskum krónum. Það má sjá þessa hjálp frá flugunni hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports (@cbssports)
Golf Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira