Arnar og Bjarki unnu golfmót Sindri Sverrisson skrifar 24. ágúst 2025 12:15 Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir fylgdust lengi að í fótboltanum en hafa svo fetað ólíka braut innan íþróttarinnar. Sýn Sport Þó að tvíburabræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir séu þekktari fyrir afrek sín tengd fótbolta þá kunna þeir greinilega líka að vinna vel saman í golfi. Arnar og Bjarki voru á meðal keppenda í Gull Styrktarmóti Golfklúbbs Kiðjabergs, þar sem keppt var eftir Texas Scramble fyrirkomulagi, og fögnuðu sigri eftir hnífjafna baráttu. Alls tóku 74 lið þátt í keppninni en tvíburarnir urðu efstir eftir að hafa leikið á 65 höggum nettó, eða 12 höggum undir pari og fengið 48 punkta. Reyndar lék lið Homo Erectus, sem var skipað Agli Kára Þórðarsyni úr GR og Ægi Þorsteinssyni úr GG, einnig á 48 punktum en Arnar og Bjarki léku betur á seinni níu holunum og hlutu efsta sætið. Það er góðs viti fyrir íslenska landsliðið að Arnar sé á sigurbraut því brátt stýrir hann íslenska A-landsliðinu í fótbolta í sinni fyrstu undankeppni, eftir að hafa tekið við liðinu í byrjun þessa árs. Arnar mun í þessari viku tilkynna landsliðshópinn sem mætir Aserbaísjan á Laugardalsvelli 5. september, og Frakklandi ytra 9. september, í fyrstu leikjunum í undankeppni HM 2026. Þeir Arnar og Bjarki geta svo heimsótt Kiðjabergsvöll aftur því í verðlaun fyrir sigurinn fengu þeire hring fyrir tvo á vellinum auk gistingar í lúxusherbergi á Hótel Vesturlandi, með morgunverði og aðgangi að spa hótelsins. Golf A&B Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Fleiri fréttir Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Arnar og Bjarki voru á meðal keppenda í Gull Styrktarmóti Golfklúbbs Kiðjabergs, þar sem keppt var eftir Texas Scramble fyrirkomulagi, og fögnuðu sigri eftir hnífjafna baráttu. Alls tóku 74 lið þátt í keppninni en tvíburarnir urðu efstir eftir að hafa leikið á 65 höggum nettó, eða 12 höggum undir pari og fengið 48 punkta. Reyndar lék lið Homo Erectus, sem var skipað Agli Kára Þórðarsyni úr GR og Ægi Þorsteinssyni úr GG, einnig á 48 punktum en Arnar og Bjarki léku betur á seinni níu holunum og hlutu efsta sætið. Það er góðs viti fyrir íslenska landsliðið að Arnar sé á sigurbraut því brátt stýrir hann íslenska A-landsliðinu í fótbolta í sinni fyrstu undankeppni, eftir að hafa tekið við liðinu í byrjun þessa árs. Arnar mun í þessari viku tilkynna landsliðshópinn sem mætir Aserbaísjan á Laugardalsvelli 5. september, og Frakklandi ytra 9. september, í fyrstu leikjunum í undankeppni HM 2026. Þeir Arnar og Bjarki geta svo heimsótt Kiðjabergsvöll aftur því í verðlaun fyrir sigurinn fengu þeire hring fyrir tvo á vellinum auk gistingar í lúxusherbergi á Hótel Vesturlandi, með morgunverði og aðgangi að spa hótelsins.
Golf A&B Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Fleiri fréttir Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira